sunnudagur, ágúst 13, 2006

....

Merkilegt hvað fólk er misjafnt. Lífið er skrítið. Alltaf finnst mér jafn merkilegt þegar sumir þykjast ekkert vita um eigin framkomu og láta eins og englar, jú það gæti eyðilagt þeirra mannorð...???? Sumir þurfa líka að fá að vita að aðrir hafi séð til þeirra? Er leikurinn gerður til þess, ég spyr? Á að stilla fólki upp við vegg og láta það taka afstöðu? Ekki fyrir mig, ég veit hverjir mínir vinir eru. --- Ég hef mikið velt því fyrir mér í sumar hverja ég telji til minna vina og hverja ekki, ég hef áttað mig á því að vinir mínir eru fáir en góðir. Við Sunnefa áttum virkilega góða tíma saman og gátum rætt um allt á milli himins og jarðar, vinir eru þeir sem þú getur talað við þegar þú þarft sama hversu langt er síðan síðast. Það eru vinir. --- Ég var að koma heim frá Guðrúnu, hún var að halda upp á síðbúið afmæli í dag. Hva, það er ekki nema rétt rúmur mánuður síðan hún átti afmæli. Ég er að spá í að halda upp á afmælið mitt í september þegar Sunnefa kemur heim og María er búin að eiga afmæli, bjóða nokkrum heim í smá skemmtó.. kannski Singstar eða eitthvað? Sjáum til, ætli ég verði ekki of upptekin til þess, kannski held ég bara upp á þrítugs afmælið mitt. Þá verð ég alla vega búin í skólanum og ekki í prófatörn á afmælinu... --- En svona er lífið