sunnudagur, desember 18, 2005

Er þetta ég????

Your Birthdate: April 27
You are a spiritual soul - a person who tries to find meaning in everything.You spend a good amount of time meditating, trying to figure out life.Helping others is also important to you. You enjoy social activities with that goal.You are very generous and giving. Yet you expect very little in return. Your strength: Getting along with anyone and everyone Your weakness: Needing a good amount of downtime to recharge Your power color: Cobalt blue Your power symbol: Dove Your power month: September
Kannski... ég er ekki mikið á andlega sviðinu finnst mér :) og ég kann ekkki að hugleiða.... en aftur á móti pæli ég mikið í lífinu sjálfu. Mér finnst gott að geta hjálpað öðrum og er félagsvera þó mér finnist líka gott að vera ein stundum. Minn styrkleiki.... ég veit nú ekki hvort mér semur endilega við alla, ég stundum mjög auðvelt með að fá fólk upp á móti mér og þá sérstaklega mínum skoðunum.

föstudagur, desember 16, 2005

Jæja....

Kommentaðu og ég... 1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig. 2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig. 3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig. 4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér. 5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á. 6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig. 7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt!

laugardagur, desember 10, 2005

Í tilefni dagsins

Bara svona af því það eru próf og allt er fyndið....
 • Allir strákarnir sváfu vel í tjaldinu fyrir utan Skúla, hann var notaður sem súla
 • Allir krakkarnir brunuðu niður á snjóbrettum nema Viðar, hann fór til hliðar
 • Allir krakkarnir komu með svala í skólann fyrir utan Þór hann kom með bjór
 • Allir strákarnir dönsuðu við stelpurnar nema Águst, hann dansaði við strákúst
 • Allir voru að syngja nema Fríða, hún var að ríða
 • Allir krakkarnir léku sér saman í körfubolta, Nema gvendur, hann hafði engar hendur
 • Allir strákarnir voru að eltast við stelpurnar. Nema Tommi, Hann var hommi
 • Allir strákarnir fengu klamidíu nema Sveinn, hann var hreinn
 • Allir strákarnir áttu kærustur nema Stjáni, hann fékk þær í láni
 • Allir strákarnir gerðu stelpurnar óléttar, nema Sillu hún notaði pillu
 • Allir krakkarnir horfðu inn í örbylgjuofninn nema Binni, hann var inni!
 • Allar stelpurnar voru með brjóst, nema Lena, hún var með spena
 • Allar stelpurnar fóru á klósettið nema Sigga, hún lét vaða á bringuna á Bigga
 • Allir krakkarnir voru að leika sér með ostaskerann fyrir utan Eið...hann kom út sneið fyrir snei
 • Allir krakkarnir horfðu á kirkjuna brenna, fyrir utan Hermann það var verið að ferm'ann

fimmtudagur, desember 08, 2005

Jákvæðnin í fyrirrúmi

Ég fór til tannsa í gær, ótrúlega skemmtileg heimsókn :) Ég fór í skoðun fyrir mánuði síðan, að deyja úr stressi vægast sagt. Elsku tannsinn vissi að ég væri skíthrædd við hans starfsstétt og gerði hvað hún gat til að róa mig niður á meðan hún skoðaði og tók myndir... Alla vega hún sagði ekkert vit í því að vera svona hrædd við þessa blessuðu tannlækna og bauð mér meðferð við því :) Ég er orðin 24 ára og hef alla tíð verið skíthrædd við þessar elskur en aldrei fyrr hefur neinn tannsi boðist markvisst að taka á þessu hjá mér. Þá vissi ég að ég væri komin á góðan stað.... --- Í gær fór ég svo í fyrsta viðgerðartímann, ég tók eina róandi af læknisráði áður en ég lagði af stað. Nonni kom og sótti mig því ég mátti/gat ekki keyrt... hann varð að leiða mig niður stigann og hjálpa mér svo inn til tannsa, ég var alveg út úr kortinu! Anna tannsi hló bara að mér og hófst handa, hún dró úr mér endajaxl og gerði við eina tönn... allt á sama klukkutímanum og það kom ekki svo mikið sem einn svitadropi eða smá skjalfti --- Nonni sótti mig svo og ég fór í skólann... alla vega fór líkaminn þangað. Ég var alveg out það sem eftir var af deginum en ég var samt mjög sátt við tannsann minn, hlakka bara til að fara á morgun :) Ekki það að pillan hafi verið svona góð, ég gæti aldrei verið fíkill á róandi. Mér finnst það alla vega ekki spennandi að vera svona sambandslaus :) --- Alla vega þá mæli ég hiklaust með henni Önnu Stefáns fyrir svona hræðslupúka eins og mig. Hún er fimmti tannlæknirinn sem ég fer til og sá fyrsti sem tekur hræðsluna mína eitthvað alvarlega. Vonandi gengur þetta svona vel áfram...

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Das Framtíð

Framtíðin er alveg svakalega mikið að brjótast um í mér núna. Ég er eiginlega komin með óeðlilega mikla leið á skólanum :( ég geri allt með hálfri hendi og þarf að berja mig áfram til að gera hlutina. Ég veit að þetta gengur ekki ef ég ætla að ná einhverjum árangri í þessu blessaða námi.
---
Svo að ég er búin að ákveða... ég ætla að minnka við mig í skólann, taka kannski bara 10 einingar á vorönninni og finna mér skemmtilega vinnu með þar sem námið mitt nýtist mér. Ég var jafnvel að hugsa um stuðningsfulltrúa í grunn- eða framhaldskóla en ég veit ekki, við komum ekki heim fyrr en 12.janúar og þá eru náttla allir skólar byrjaðir. Svo langar mig svo bara beint á toppinn... alltaf sama græðgin í mér :)
---
Núna er bara að klára þessa önn og svo njóta lífsins á Tenerife yfir jól og áramót. Af því ég er búin að vera svo löt þá er nú margt sem ég á eftir að gera áður en ég fer í prófin... 3 verkefni og yfirferð á verkefnum.
---
Alla vega þangað til, lifið heil

laugardagur, nóvember 19, 2005

Blessaða 7an...

7 hlutir sem heilla
 1. Nám í útlöndum
 2. Einbýlishús á Ægissíðu eða í Faxaskjóli
 3. MA gráða
 4. Frami í pólitík
 5. Jafnrétti
 6. Ferðast
 7. Sviss Mokka

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég gef upp andann

 1. Mennta mig í útlöndum
 2. Fá MA gráðu
 3. Ferðast
 4. Stuðla að jafnrétti
 5. Koma dóttir minni vel til manns
 6. Skrá mig í Vinstri Græna
 7. Eignast fallegt heimili í vesturbænum

7 hlutir sem ég get gert í dag

 1. Menntað mig meira
 2. Stuðlað að jafnrétti
 3. Undirbúið framtíð dóttir minnar
 4. Skráð mig í Vinstri græna
 5. Fengið mér Sviss Mokka
 6. Ferðast
 7. Lært að verða húsmóðir

7 hlutir sem ég get ekki

 1. Pissað standandi
 2. Keypt mér einbýlishús á Ægissíðu eða við Faxaskjól
 3. Bakað köku án uppskriftar
 4. Séð án gleraugna
 5. Saumað
 6. Skipt um gírkassa
 7. Drukkið Tequila

Stal þessu frá henni Möggu, fannst þetta svakalega sniðugt :)

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ertu skrítin?

You Are 40% Weird
Normal enough to know that you're weird... But too damn weird to do anything about it!

Smá eðlishyggja

Your Brain is 46.67% Female, 53.33% Male
Your brain is a healthy mix of male and female You are both sensitive and savvy Rational and reasonable, you tend to keep level headed But you also tend to wear your heart on your sleeve
What Gender Is Your Brain?

Eitt og annað

 • Silvía Nótt fékk tvenn verðlaun á Eddunni. Hvað er að koma fyrir þessa þjóð? Eins og ég hef áður sagt þá fíla ég hana engan veginn.

 • Björn Bjarnason, aka Bjössi Bush, var með fyrirlestur á málþingi uppeldis- og menntunarfræðiskorar í gær. Kappinn kom alveg ágætlega fyrir, ég var alla vega sátt við hann þegar ég gekk út. Hann talaði mikið um nýtt form á úrræðum vegna afbrota unglinga, hann kallaði það sáttaumleitan. Mér leist vel á...

 • Á fyrirlestri Bjössa kom fyrirspurn sem gerði mig reiða, mjög reiða reyndar. Strákur spurði hann sem kirkjumálaráðherra hvað honum findist um "innprentun" kristinna gilda í æsku landsins með æskulýðsstarfi kirkjunnar, KFUM og K og þá sérstaklega hvítasunnusöfnuðinn, sjálfum fannst honum það mjög slæmt. Hann tengdi það við umræðu síðustu missera um áhrif auglýsinga á börn og vildi sjá sambærilega umræðu um þessa meintu "innprentun". Bjössi svaraði mjög vel fyrir sig og sagðist vera talsmaður trúfrelsis og tæki ekki afstöðu til ákveðinna trúarhópa. Þvílíkir fordómar í stráksa!! Hann gerði sér sennilega ekki grein fyrir því til dæmis hvítasunnusöfnuðurinn hefði hjálpað mörgum krökkum í neyslu á beinu brautina.

 • María fer í sunnudagaskóla hjá Neskirkju. Mér finnst hún ekkert hafa nema gott af því, þar á sér ekki stað neitt öfgatrúboð eins og stráksi virtist vilja halda fram. Þvert á móti er börnunum kennt hvað væntumþykja er, fyrirgefning, kærleikur og svo framvegis. Þeim er líka kennt það að þau hafa ekki stjórn á öllu, heldur sé einhver annar sem ákveði það. Annar kostur sem ég sé líka er að í kirkjunni má sjá ágætis þverskurð af samfélaginu, alla vega hér í vesturbænum. Í sunnudagaskólanum er fólk af mörgum kynþáttum, fatlað, ófatlað, strákar og stelpur.

 • Það verður nóg að gera hjá mér fram að Tenerife. Bara 3 ritgerðir, 1 fyrirlestur, 1 ritdómur og svo heimapróf í 9 daga. Í næstu viku á ég jafnframt að hvísltúlka fyrirlestur um landsátak Ástralíu um seinfæra foreldra fyrir 4 einstaklinga sem ekki skilja ensku. Svo er yfirferð einhverra verkefna líka eftir...

 • Ég er búin að kaupa 3 jólagjafir, verð að klára þetta í næstu viku og fara að senda til útlanda.

 • María fer í myndatöku á laugardaginn, ég verð að panta jólakort um leið og ég fæ myndirnar.

Nóg að gera....

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Silvía nótt

Sorry en ég þoli ekki fimmtudaga kl. 22 á Skjá einum. Ég þoli ekki Silvíu Nótt. Húmor mæ es, ég er greininlega algjör þurrkvunta en ég sé engan húmor í þessu bara pjúra hálfvitaskap. Okei, smá djók í góðra vina hópi en heill sjónvarpsþáttur og heil sería. Ég er bara orðlaus, svo er þetta tilnefnt til Edduverðlaunanna???

mánudagur, október 31, 2005

Stanslaust stuð á Fróni

Ég hélt upp á útskriftina mína á laugardaginn, við vorum með smá rétti og smá áfengi... 60 lítra af bjór, 18 lítra af hvítvíni, 1 Baccardi flösku og 20 Breezera. Varla dropi var eftir svo að ég held að það sé nokkuð ljóst að þorstinn sækir að fólki svona með fyrsta kuldakastinu :) ---
Bara svona smá update af kvöldinu... Elín, Danni og Hildur komu og hjálpuðu okkur við að græja salinn. Ég mæli eindregið með Elínu og Danna við borðskreytingar, þau skreyttu allt glimrandi vel, takk kærlega fyrir :) Glimmerið fór reyndar á veislugesti í lok kvöldsins. Svo komu gestirnir, nánast allir sem ætluðu að koma komu, alveg frábær mæting. Svo var setið fram eftir nóttu, sötrað áfengi og nartað í matinn. Kolla og Homero tóku snilldartakta á "dansgólfinu" þegar Kolla náði yfirráðum á græjunum :) María Helen fékk óvænt en glaðlegt brjóstanudd og Siggi hélt skemmtilega ræðu um alþjóðlegu og flóknu fjölskylduna.
---
Kvöldið var einstaklega vel heppnað, en það hefði ekki verið svona nema fyrir ykkur öll sem komuð, takk fyrir mig! Sunnefa mín, það hefði sko verið gaman að hafa þig líka, takk fyrir kveðjuna *kiss kiss*.
---
Ég er búin að setja inn myndaalbúm af kvöldinu, hérna til hægri. Ef einhver kann að setja inn video þá má hann endilega láta mig vita :)

sunnudagur, október 23, 2005

Þá er það skjalfest

Ég er formlega orðinn uppeldis- og menntunarfræðingur, frekar fyndið finnst mér, eitthvað svo fullorðins :) Brautskráningin var í gær í Háskólabíó, alveg stappað í stóra salnum af fólki. Það voru samt ekkert svo margir að útskrifast núna, 332 og að sjálfsögðu flestir úr félagsvísindadeild. Þetta var mjög hátíðlegt allt saman, forsetinn og frú Vígdís létu meira að segja sjá sig með öllum hinum.
Eftir athöfnina fórum við fjölskyldan á MacDonalds til að seðja hungrið :) Uppáklædd og fín sátum við í barnahorninu á Makkanum. Svo skunduðum við bara heim og fórum úr sparifötunum, bara svona í smástund. Við fórum svo öll saman, ég, Nonni, María, mamma, Siggi og Maja út að borða á Ítalíu í boði mömmu og Sigga. Það var rosalega fínt og skottan var voða góð, rölti bara um á milli þess sem hún fékk sér bita. Henni fannst ristaða brauðið og tómatarnir bestir á meðan við fengum okkur dýrindis steik, hún vildi fyrst fá hakk og spaghetti en svo fékk hún lasange...
Við komum svo heim og höfðum það náðugt, María bauð mér að vera besta vinkona sín ef ég myndi lita með henni í nýju litabókina sem Maja gaf henni á föstudaginn, algjör dúlla. Núna er ég bara að læra fyrir próf á þriðjudaginn, lokapróf í fagi sem ég kann ekki neitt í. Þetta er nú samt heimapróf þannig að ég vona að það bjargi mér eitthvað :)

fimmtudagur, október 13, 2005

Uppeldi

Frú Ásdís afskiptasama fékk áfall í morgun! Ég, nývöknuð og úrill, gekk fram á gang með mína yndislegu dóttir :) Þegar ég var að fara í skóna heyrði ég að barni var hent fram á gang með þvílíkum látum á hæðinni fyrir neðan. Barnið grét ansi sárt, mér datt helst í hug að barnið hefði meitt sig all svakalega og reyndi að kíkja niður um handriðið en ég sá ekki neitt. Ég dró því dóttir mína á eftir mér niður á 2.hæð, þar sé ég litla stelpu sem er á 5.ári hágrátandi, hangandi á hurðinni heima hjá sér að biðja mömmu sína um að opna. Mér blöskraði svo að ég gekk til stelpunnar og bað hana um að hætta að sparka í hurðina, sem hún gerði. Því næst bankaði ég á hurðina, til dyranna kom stúlka sem ég þekki :( eða þekkti :) ---
Ég spurði þessa svokölluðu móðir hvað gengi eiginlega á, hún svaraði mér að hún yrði að gera þetta við hana. Ég sagði að hún yrði ekki að gera þetta og ef hún ætti í vandræðum með uppeldi barna sinna þá væru til dæmis námskeið í boði fyrir hana. Hún hreytti í mig að það kostaði peninga, ég sagði henni að ódýrasta námskeiðið kostaði nú bara 3.000 kall hjá heilsugæslunni fyrir háskólanema. Skvísan var í mjög dýrum gallabuxum! Ég sagði þá við hana að þetta væri nú framtíð barnsins hennar þá sagði hún að maður þyrfti að hafa tíma, ég sagði bara við hana aftur að hún væri að tala um framtíð barnsins og gekk í burtu.
---
Svo segir María við mig, þetta var XXXXX XXXXX á leikskólanum. Barnið er nýtt á deildinni hennar Maríu... Ég finn ekkert smá til með þessu barni, ég viðurkenni alveg fúslega að ég er ekki fullkominn uppaldandi en þetta myndi ég aldrei gera mínu barni og hef ég nú verið sökuð um að halda heraga á mínu heimili, sem er reyndar langt frá því að vera rétt.
Ef þú höndar ekki samskipti við 5 ára barn, hvernig getur þú þá höndlað samskipti við 15 ára ungling? Ef þú byrjar á því í æsku barnsins að brjóta það niður hvað færðu annað í hendurnar en niðurbrotinn unglinginn. Agi og ástúð geta og eiga að fara saman, ekki niðurlæging.
----
Það sem líka kom mér á óvart, eða ekki, er að þessi stelpa átti mjög erfiða æsku sjálf. Það er alveg hellingur í mínu uppeldi sem ég er ekki sátt við og vill ekki taka upp heima hjá mér, við eigum að vera gagnrýnin á eigið uppeldi en ekki bara gera eins og við upplifðum. Ef við erum óörugg þá eigum við að leita okkur aðstoðar, í bókum, á námskeiðum, hjá fagaðilum og svo framvegis. Uppeldisfærni er ekki eðlislæg, það er fátt til eins alvarlegt og slæmt uppeldi.

þriðjudagur, október 11, 2005

Búin að skila!!!!

Ég skilaði ritgerðinni áðan innbundinni inn á skrifstofu, svo fékk ég einkunn í gær :) Nokkuð sátt, fékk 8,5 ...er í tíma, skrifa seinna

sunnudagur, október 09, 2005

Frábær helgi

Ég og María brugðum undir okkur betri fætinum á laugardag og skelltum okkur upp í Munaðarnes í tilefni þess að ég skilaði ritgerðinni af mér á föstudag til yfirlestrar. Elín og Danni voru í bústað þar og buðu okkur að koma. Nonni var of upptekinn í vinnunni til að komast með okkur.
Við komum uppeftir seint á laugardag og það var bókstaflega tekið á móti okkur eins og prinsessum. Danni töfraði fram dýrindismáltíð, franska önd með vanillueplum, steiktu grænmeti, salati og bakaðri kartöflu í aðalrétt og heit súkkulaði kaka með ís og jarðaberjum í desert. Bara gott, og ótrúlega flott enda meistarakokkur á ferð. Flosi, gamall skólafélagi Nonna og vinur Danna var líka upp í bústað og eftir að María sofnaði sat fullorðna fólkið að ostaáti og sötraði léttvín með. Potturinn var reyndar eitthvað stríða okkur og neitaði að hitna en við sátum bara inni í staðinn :)
Við María skunduðum svo af stað eftir um miðjan dag í dag eftir að hafa fengið sörveraða ommelettu í hádegismat. Hún var líka mjög ánægð með helgina, enda er Elín eitt af idolunum hennar. Elín las fyrir hana og lá hjá henni á meðan hún sofnaði og svo átti Elín bara að gera allt...
Elsku Elín og Danni, kærar þakkir fyrir okkur.

miðvikudagur, október 05, 2005

I´m so happy!

Ég er að springa, þetta er allt að koma! Ég er langt á undan áætlun og núna á ég bara eftir Inngang, Lokaorð og Útdrátt....nenenenne. Ég ætla að skila JTJ handriti annað kvöld og svo á pakkinn að fara í prentun á mánudag ef allt gengur svo vel áfram.
Núna finnst mér þetta gaman, loksins þegar ég sé fyrir endann á þessu. Reyndar er hún alltof löng en ég get ekki stytt hana meira, og gamli setti ekkert út á lengdina síðast. Hún endar sennilega í 20 þús orðum, en ég veit um lengri ritgerð svo að ég er bara sátt.
Ég var að fá tilboð um að blanda mér í pólitík, þið sem þekkið mig vitið að mér finnst svoleiðs ýkt skemmtó. Ef ég þigg boðið fæ ég sæti ofarlega á lista fyrir næstu kosningar, spennandi :) En tíminn, ég veit ekki hvort ég á svoleiðis eftir fyrir eitthvað svona. Ég ætla reyndar að vera minna í skólanum eftir áramót, er bara skráð í 10 einingar... kannski breyti ég því eitthvað, aldrei að vita. Ég ætla alla vega að pæla í þessu...
Skottan mín getur ekki beðið eftir því að það komi föstudagur, þá er starfsdagur á leikskólanum og ég ætla að vera heima með henni. Við María þurfum reyndar að vinna verkefni en við reddum því heima hjá snúllunni. Hún var voðalega óheppin eitthvað í gær, datt á leikskólanum og sprengdi vörina, svo datt hún úr rúminu okkar í svefni og fékk stóra kúlu á höfuðið. Í takt við lífið síðustu daga faðmaði hún pabba sinn og vildi lítið við múttuna ræða, en þetta lagast.

mánudagur, október 03, 2005

Sá gamli orðinn stressaður

Ég sendi JTJ lagakaflann í gærkvöldi og líka Róberti frænda til yfirlestrar. Eftir tímann í morgun var gamli eitthvað að sýna stressmerki... Hann vill fá þetta allt tilbúið á föstudag, mér líst mjög vel á það enda var ég búin að gera ráð fyrir því. Róbert ætlar að skila mér í síðasta lagi á föstudag, ég er búin að "endurvinna" fyrsta kafla ritgerðarinnar svo að það eru bara 4 eftir. Mesta vinnan er kannski í þeim síðasta, svona hálfgert pillerí að týna til upplýsingar úr ritgerðinni og fella inn í þennan. Ég verð endalaust fegin þegar þetta er búið

sunnudagur, október 02, 2005

Rómantíkin vék fyrir önnum :(

Já, við ákváðum að fara seinna út að borða... kannski þegar það róast eitthvað hjá okkur. Inga tók Maríu fyrir okkur eftir hádegið á morgun þannig að ég gat farið að læra, ég lærði fram yfir kvöldmat og afrekaði frekar mikið. Nonni kom heim með skottuna um níuleytið, ég sakna hennar svo mikið þessa dagana og hún lætur mig sko alveg finna fyrir því að ég sé ekki mikið með henni, óþekk með eindæmum!
Í gær náði ég sem sagt að klára ritgerðarhlutann sem ég átti að skila fyrir hópavinnuna, á bara eftir að laga smá hnökra. Svo vann ég í lagakaflanum og ég er komin alveg til ársins 1991, bara 14 ár eftir og 84 búin. Ég næ alveg að klára hann fyrir yfirlestur á morgun. Mamma tók Maríu fyrir mig áðan og Nonni sækir hana svo þegar hann er búinn að vinna, en ég verð eitthvað fram á kvöld.
Ég gat gert mikið meira núna um helgina en ég bjóst við, en ég er mjög mikið að hugsa um þær fórnir sem maður þarf að færa sem foreldri í námi. Ég veit vel að þetta er bara tímabundið ástand en getur maður unnið það upp seinna? Sá tími sem ég á með Maríu er því miður ekkert sérstakur þessa dagana þar sem hún er eins og ég sagði áðan með eindæmum óþekk og ég með eindæmum óþolinmóð. Ég reyni eins og ég get að setja mig í hennar spor og róa mig án þess þó að slaka á reglum. Greyið litla vildi ekki fara í pössun áðan, hún vildi bara vera heima með mér. Henni var alveg sama hvert hún væri að fara en hún vildi bara vera heima hjá mér, punktur!
Ég reyndi að útskýra fyrir henni að við þyrftum öll að hjálpast að við þetta, eins vel og hægt er fyrir 4ára barni. Þá sagði hún að hún óskaði þess að ég væri ekki í skóla, þá gætum við alltaf verið saman. Ég veit af eigin reynslu hvernig það er að eiga upptekna foreldra og ég vil ekki að snúllan mín kynnist því líka of vel. Þess vegna er ég í námi, til að geta unnið á heilbrigðum tímum en samt gefið henni gott líf.
Þessi tími kemur aldrei aftur, ég er samt ekki tilbúin að fórna mínu námi, en þetta er bara tímabil. 23.október verð ég búin að útskrifast og þá hef ég vonandi meiri tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með henni, ég var einmitt að pæla í því áðan að við höfum ekki farið í sund eða fjöruferð í háa herrans tíð.

laugardagur, október 01, 2005

Tíminn flýgur, 5 ár

Við skötuhjúin eigum 5 ára afmæli í dag, vá hvað tíminn líður hratt. Gamli ákvað að koma með á óvart og bjóða mér út að borða í kvöld. Það verður kærkomið í öllu þessu stressi að slaka aðeins á yfir góðum mat. María verður í pössun hjá Ingu og Ragga og fær að gista þar. En er nú ekki við hæfi að rifja upp hvernig við kynntumst...
Ég var í drykkjupásu, búin með kvótann :) en var samt mikið úti á lífinu með Sunnefu og Helgu. Sunnefa var að vinna á Glaumbar og átti þar vin sem yfirleitt var kallaður Nunnan. Ekki misskilja, það var ekkert í tengslum við skírlífi heldur grímubúning. Svo var það í kveðjupartýi sameiginlegs vinar Sunnefu og Nunnunnar, og reyndar fyrrv. hans Nonna líka, að hann gaf sig á tal við mig og bauð mér í Bláa Lónið daginn eftir. Það var nú bara í gríni svo ég þáði boðið en hann bað um símanúmerið mitt. Þegar hann vissi að ég væri á lausu spurði hann mig hvort ég væri svona erfið í umgegni! Mig langaði til að slá hann.
Daginn eftir fékk ég SMS að ferðinni í Bláa Lónið hefði verið frestað vegna veðurs, eins og ég hefði eitthvað ætlað að fara. Næstu skipti sem ég fór á Glauminn hitti ég hann, hann endaði svo með því að bjóða mér út. Ég var voðalega tvístígandi og sagði við hann að ég væri til í að fara með honum en það fylgdi því ekkert, hann gerði nú bara grín af mér og sagðist reyndar vera búin að skipuleggja brúðkaup helgina eftir.
Alla vega, hann kom og sótti mig heim, 1.október 2000. Við fórum á Caruso þar sem ég fékk algjöra prinsessuþjónustu. Eftir matinn fórum við á íshokkíleik og svo þaðan í bíó á leiðinlegustu mynd allra tíma, Scary Movie. Eftir bíóið keyrði hann mig heim. Næstu dagar og vikur liðu með blómasendingum, sms, símtölum, dekri og dúlleríi. Ég sagði stelpunum að ég ætlaði mér sko ekki að ná í kærasta heldur bara kannski sofa aðeins hjá honum. Ég hélt því statt og stöðugt fram að hann væri bara bólfélagi minn og ekkert annað....
Svo fórum við nú að eyða nánast öllum stundum saman, þannig að ég smám saman viðurkenndi að ég ætti nú kærasta. Mamma fékk að vita af honum rétt fyrir jólin, hitti hann á annan í jólum og svo eftir áramótin var ekki aftur snúið. Ég var orðin bomm... Það var nú ekki eins og ég hafði gert ráð fyrir en það blessaðist nú allt.

föstudagur, september 30, 2005

Allt í vinnslu

Það er vægast sagt nóg að gera hjá mér þessa dagana, ég er eiginlega bara að drukkna. Það er líka brjálað að gera hjá Nonna og mamma verður með ömmu um helgina svo það er ekki góðar líkur á pössun þar. En fyrir mánudaginn verð ég að vera búin með:
 • Lagakaflann í ritgerðinni, á ca helming eftir
 • Kenningakafla í ritgerð um félagslegar aðstæður fatlaðra, ekki byrjuð á því
 • Kynningu um hugtakið University of the Third Age, við María vorum að klára það áðan.

Fyrir þriðjudaginn

 • Klára kenningarkafla í annarri ritgerð um fatlaða, ég ætla að vera sniðug og nota sama kafla og á mánudag
 • Klára velferðarkaflann í ritgerðinni, ekki byrjuð á því
 • Undirbúa mig fyrir hópverkefni í Skipulagi fræðslu, ekki byrjuð á því

Fyrir miðvikudaginn

 • Klára sögulega kaflann um menntun í ritgerðinni, ekki byrjuð á því
 • Finna heimildir fyrir hópverkefni með Maríu, ekki byrjuð á því

Fyrir fimmtudaginn

 • Klára hinn kaflann um menntun í ritgerðinni
 • Klára krísukaflann í ritgerðinni
 • Klára lokaorð fyrir ritgerðina

Fyrir föstudaginn

 • Klára inngang fyrir ritgerðina

Á föstudaginn þarf ég svo að fá lagakaflann frá Róberti frænda, lagfæra ef þarf. Setja ritgerðina í eitt skjal og skila til JTJ.

Fyrir utan þetta er hellingur af lesefni sem situr á hakanum :( HJÁLP

miðvikudagur, september 28, 2005

Lögfræðingur eða laganemi

Einhver gefðu þig fram?

The Final Tax!

Við Hildur vorum að spjalla saman í dag um muninn á bálförum og jarðarförum. Hildur var orðin ansi létt á því (ekki í glasi samt) eftir samtalið við RT um ritgerðina og skellti þessu svo skemmtilega fram. Við spáðum fram og til baka um þetta, burtséð frá trúarbrögðum og öllu því þá fannst okkur í raun skárra að vera brenndur, þá verður maður jú ekki étinn.
En þá kom Hildur með gullið, ef maður er jarðaður á hefðbundinn hátt þá er maður í raun að gefa jörðinni sem maður hefur alið allt sitt líf næringu, svona ...final tax :) Það er náttla ekki hægt að þiggja endalaust, einhvern tímann verður maður að gefa af sér og ef þetta er ekki síðasta tækifærið þá veit ég ekki hvað!

þriðjudagur, september 27, 2005

...kollegar þínir

Á ég kollega, er ég orðin svo fullorðin? Ég var í viðtali hjá JTJ í gær og hann sagði mér frá samtali sínu við kollega mína. Mér fannst þetta mjög fyndið, að ég skuli eiga kollega!
Hann er alla vega búin að fara yfir uppkastið, ég var orðin mjög stressuð áður en ég hitti hann. Ég bjóst alveg eins við því að hann myndi koma með einhver komment um að bæta við efni, það er bara svo hann eitthvað. Hann sagðist reyndar sakna þess að sjá ekki umfjölllun um samskonar vandamál erlendis en ritgerðin sjálf væri mjög efnismikil og því kæmi það kannski ekki að sök, kannski ég pæli eitthvað í því, ég veit það ekki.
Hann vill að ég stytti einn kafla án þess þó að tapa nokkru úr honum, svo vill hann að ég lengi annan kafla. Auk þess á ég að búa til þráð í gegnum ritgerðina, ég vildi óska þess að ég hefði haft diktafóninn minn hjá honum þegar hann komst á flug. .. svo hérna gætirðu sagt að ekki sé hægt að vísa nemenda úr skólakerfinu, heldur færa hann á milli úrræða velferðarkerfisins...
Ég var alla vega sátt við kallinn, mér fannst hann mjög sanngjarn og ég var alveg sammála hans athugasemdum. En hvenær ég á að skila, það er bara þegar ég er búin.... ég get lofað því að ég á eftir að vinna í þessu alveg fram að útskrift.

mánudagur, september 26, 2005

Fattarinn smá seinn :)

Gat verið ég var klukkuð, meira að segja tvisvar. Takk elskurnar mínar, Valla og Erna að hugsa til mín :) Á ég að setja fram 10 atriði fyrst það er búið að klukka mig tvisvar eða hvað?
 1. Ég er sjúklega hrædd við beljur sem ekki eru bundnar í bás, ég notaði meira að segja Önnu Maju (eldri) sem skjöld í gamla daga þegar við þurftum að standa fyrir beljunum þegar verið var að reka þær.
 2. Ég er líka alveg hryllilega lofthrædd, ég svitna á tánum og í lófanum þegar ég er hátt uppi eða horfi á einhvern hátt uppi, alveg sama hvort það er í sjónvarpinu eða í raunveruleikanum.
 3. Ég get verið stundum mjög gagnrýnin, stundum einum of án þess að átta mig á því.
 4. Ég hef oftar en einu sinni reynt að borga með FS-þvottakortinu í 10-11, Bónus og á kaffistofunni í Odda.
 5. Mér finnst ógeðslega gaman að pæla í pólitík, og ég skil ekki fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn.

Ég læt bara vaða eitt klukk í viðbót :)

 1. Mér fannst ógeðslega töff að kýla einhvern í gamla daga og lagði mikið upp úr því að læra að kýla undir ábyrgri leiðsögn gamals vinar sem var ansi reyndur í þeim bransa.
 2. Ég æfði mig með einni vinkonu að læra að reykja fyrir partý þegar ég var 14 ára, æfingatólin voru stubbar eftir Maju systir.
 3. Ég hélt að ég hefði fundið draumaprinsinn þegar ég var 16 ára, sem betur fer áttaði ég mig á því að samfélagið býður upp á betri drauma.
 4. Ég ætlaði að verða gullsmiður þegar ég yrði stór og læra í Finnlandi.
 5. Sumir segja að ég sé algjör frekja en ég vil meina að ég sé ákveðin með frekjuívafi.

Svona, þá er þetta komið og ég klukka Hildi Höllu, Ingunni og Sigurrósu

sunnudagur, september 25, 2005

Ingibjörg Hekla

Ingibjörg Hekla er nafnið á nýjustu prinsessunni í fjölskyldunni, mjög fallegt og íslenskt nafn. Prinsessan er sem sagt dóttir Jóhönnu og Jóhanns, ég átti alls ekki von á þessu nafni, það er orðið svo sjaldgæft að börn í dag fái gömul íslensk nöfn.
Mamma laug því reyndar að Maju að skvísan hefði fengið nafnið Karólína Fjóla.... Maja þagði víst bara í símann. Það hefði reyndar alveg getað verið svo því Guðrún (amman) heitir Guðrún Karólína, Karólínu nafnið hefur reyndar ekki átt neinum vinsældum að fagna í fjölskyldunni.
En með nöfnin, fólk virðist stundum vera í einhverri keppni. Það þykir ekki flott ef að margir heita sama nafni. Eru nöfnin þá ekki falleg? Ég verð að viðurkenna að ég athugaði það ekki hversu margir hétu María Rún, mig langaði að skíra barnið Maríu burtséð frá því að báðar fjölskyldurnar hafi í raun overdosað á því fallega nafni :)
María er annars mjög upptekin af öllum fræðingum samfélagsins þessa dagana. Hún segist vera leikskólafræðingur, ég er háskólafræðingur og Nonni vinnufræðingur. Í skírninni í gær toppaði hún allt, hún sá prestinn en spurði mig svo hvar skírnarfræðingurinn væri.... Hún hélt að presturinn væri bara gestur í skírnarveislunni.
Nóg af bulli núna, uppkastið af ritgerðinni hefur ekki enn sést :)

föstudagur, september 23, 2005

Alveg pollrólegur

Hann JT er nú með þeim rólegri sem finnast hér á landi, ég held að það sé nokkuð ljóst. Í dag er skiladagur á lokaritgerðum við deildina sem þýðir að ég eigi að skila ritgerðinni minni í dag... ekki alveg. JT er búin að vera með uppkastið af blessaðri ritgerðinni í 10 daga og sagði mér að hafa ekki áhyggjur af frestinum, hann myndi redda því :) Ég sendi honum svo annað uppkast í gær, ég var búin að vinna svolítið í hinu uppkastinu svo að ég ákvað að senda gamla nýjasta eintakið... bara svona smá update. Mig langar samt svo að losna við ritgerðina og fá einkunn fyrir hana, það er alveg nóg annað í pípunum að gera.
Út í allt annað, Sunnefa vinkona er orðin fræg. Ekkert smá fræg, það er viðtal við hana í Vikunni um flakkið og ástina í Chile. Með fylgir ótrúlega flott mynd af henni, kannski ekkert ótrúlega, hún er náttla algjer bjútí in pörsón.
Allir að leggjast á bæn og biðja þess að JT fari að skila mér uppkastinu af ritgerðinni svo ég geti bundið blessunina inn.

miðvikudagur, september 14, 2005

Das uppkast is gone

Sko, ég var að senda JTJ uppkastið af ritgerðinni minni. Búin að stytta hana helling en hún er samt ennþá alltof stór :) 16.500 orð (15.000 hámark) og 57 bls. Ég vona að hann sé sáttur við það... reyndar er hvorki Inngangurinn, né lokaorðin í þessum tölum. Ég ætla ekki einu sinni að hugsa um þetta fyrr en ég fæ þetta tilbaka...

þriðjudagur, september 13, 2005

Öll börn fæðast vangefin!

Á Íslandi býr misgáfulegt fólk, þökk sér margbreytileika mannkyns. Á næsta borði við mig hér á Hressó sat einn maður, greinilega ekki edrú. Í daglegu tali er vísað til þess hóps sem hann tilheyrir sem róna eða ógæfufólks. Hann var búinn að reyna að tala við mig um eitt og annað, eins og að fá að prufa símann mig og svona þegar hann spurði mig hvað ég væri að gera, samtalið okkar var svona:
ÉG: uppeldisfræði (ég reyndi að svara honum eins snubbótt og ég gat án þess að vera dónaleg)
HANN: Í Háskólanum?
ÉG: Já
HANN: Þú verður að passa þig að læra ekki yfir þig
ÉG: Já
HANN: Þú veist að öll börn fæðast vangefin
ÉG: Nei
HANN: Afhverju kunna þau þá ekki að tala þegar þau fæðast, segja bara gaga og gúgú?
ÉG: Því þau hafa ekki þroska til annars
HANN: Eru þau þá ekki þroskaheft?
ÉG: Nei
HANN: Þarf ekki að kenna þeim að tala?
ÉG: Jú
HANN: Eru þá ekki öll börn vangefin þegar þau fæðast?
ÉG: Nei
HANN: Þú skalt sko ekki þræta um þetta við mig, þú þarft greinilega að læra meira. Ég er sko læknir og veit allt um þetta.
Sagði maðurinn sem vissi ekki hvaða dagur er í dag, og var að spá í því hvort 11.september hefði ekki örugglega verið í gær.

mánudagur, september 12, 2005

Blessuð sveitin

Að kafna úr stressi lagði ég upp í langferð með mínum nánustu, ferðinni var heitið norðu í Vindhæli en smölun að hefjast. Við gistum í bústað á Blönduósi með Maju, Begga, Önnu Maríu og Ottó Má. Strákarnir voru af stað langt á undan okkur enda fóru þeir í göngurnar en við létum okkur nægja að fara í fyrirstöðu. Reyndar var aldrei þessu vant krögt af fólki upp í dal, rúmlega 20 manns fóru frá Vindhæli annað hvort ríðandi, gangandi eða á bíl.
Við hentumst svo úteftir rétt um hádegi enda héldu allir að féð væri að koma, svo var ekki enda steikjandi hiti og logn. Blessaðar skjáturnar vilja þá oft ekkert koma heim ef veðrið er gott, síðust menn komu niður upp úr fimm þá eftir 12 tíma smölun. Stelpurnar fengu að prufa hestana hjá köllunum eins og alltaf á þessum tíma, en hesturinn sem Nonni fékk var alls ekki svo saklaus. María Rún, Thelma og María Jóna voru búnar að fá að prófa að sitja aðeins á en ég held að það sé næsta víst að María Rún á seint eftir að vilja fara aftur á hestbak. Hesturinn var svo kvikur að þegar Óli var að draga rollu úr kerrunni fældist hesturinn og fyrir ótrúlegt snarræði Maju og Rögnu náði hann aðeins að sparka í Maríu Jónu en ekki stíga á hana. Sjokkið sem allir fengu var gífurlegt, skottan slapp sem betur fer hræðslan sem greip um sig var þvílík, María vildi bara fara heim í sumarbústaðinn.
Það gekk vel að draga og stelpurnar léku sér í réttinni innan um allar kindurnar og Anna María vildi nú helst bara hlaupa með þeim niður á tún þegar verið var að hleypa úr réttinni :) Algjör sveitastelpa. Um kvöldið tók svo við bakstur enda var ég búin að lofa drottningunni minni að halda upp á smá afmæli í sveitinni, það var mjög kósý en Ragna og stelpurnar komu, allir af Vindhæli og Guðrún og Bjarni. Við fórum svo heim rétt fyrir kvöldmat.
Núna er ég bara á fullu að vinna í ritgerðinni til að klára uppkastið í dag eða á morgun því JTJ er að fara til útlanda og ég vill líka bara koma þessu frá mér, ég held að ég tapi mér ef ég vinn mikið meira við þetta eins og er.

þriðjudagur, september 06, 2005

Að vinna með skóla!

Allt grunnnámið höfum við fengið að heyra það að maður eigi ekki að vinna með skólanum, og þá sérstaklega ekki þannig að það bitni á náminu. Þegar maður er kominn í framhaldsnám þá kveður við annan tón, það þykir sjálfsagt að vinna með skólanum og námið er sniðið að miklu leyti eftir því. Tímar byrja almennt ekki fyrr en seint á daginn og eru langt fram eftir degi, allt vegna þess að fullt af fólki er að vinna með skólanum. Ég þoli þetta ekki, af hverju eigum við sem erum í fullu námi að "líða" fyrir það að sumir ákveða að vinna það mikið með skólanum að þeir geta ekki mætt á dagvinnutíma. Svo toppaði ein kerling þetta áðan, henni fannst Háskólafjölritun opin á svo óhentugum tíma þar sem hún væri sko að vinna á daginn og kæmist ekki, halló hvað er að?
Sorry, ég er bara pirruð

mánudagur, september 05, 2005

ÚTSKRIFT Í OKTÓBER????

Var ég eitthvað að misskilja? Á maður ekki að djamma og hafa gaman af lífinu þegar maður útskrifast? ég er nokkuð viss um að þessir blessuðu kennarar hafa gert ráð fyrir því að maður eigi að vera búin að útskrifast þegar skólinn er byrjaður :)
Þetta verður klikkuð önn, og ég sem ætlaði að taka aukafag, ég er sko steinhætt við það. Það er eitthvað trend í gangi hjá öllum kennurum að færa mesta þungann af námskeiðunum á fyrri hlutann til að vera ekki með allt á hælunum í lok annar.... er þessi aðgerð ekki farin úr skorðum þegar allir ákveða að gera það? Og hvað á maður svo að gera í lok annar, bara lesa? Maður spyr sig.
Varðandi útskriftina, ég var svakalega ánægð þegar ég sá að prófið í Skipulagi fræðslu er 25.október en svo minnti Kolla mig á það að við erum að útskrifast á laugardeginum áður (25. er þriðjudagur). Ok, ég hugsaði bara að ég myndi læra vel vikuna áður en samt ná að djamma á útskriftinni. En Dísa var ekki lengi í Draumalandinu, í morgun mætti ég svo í tíma hjá JTJ í Kenningum í fullorðinsfræðslu. Hann ákvað að prófa nýtt form í ár, í hverjum tíma verða nemafyrirlestrar (2 saman) alveg út önnina og svo ein stór ritgerð svo í lokin á prófatíma. Alla vega, við eigum að vera með fyrirlestra á mánudeginum eftir úrskrift... Svo fékk ég mér einn kaffi svona fyrir næsta tíma og þar með var Draumalandið algerlega úr sögunni. Næsti tími var Félagslegar aðstæður fatlaðra, og hvað haldið þið? Þar er hópverkefni fram í lok október, kynningar hefjast 24.október. Ofan á allt þá verður okkur skipað í hópa, til að efla þessa blessuðu samskiptahæfni. Það er fátt ömurlegra en að vera í hópavinnu með önnum köfnu fólki, ég á eftir að verða ein af þessum leiðinlegu.
Ég kem alla vega til með að hafa nóg að gera, ef ég kemst ekki á útskriftina þá fæ ég bara skírteinið í pósti. Eins gott að ég fékk borð í lesstofunni annars myndi ég gera út af við fólkið mitt.

laugardagur, september 03, 2005

Blessaða ritgerðin mín, the never ending story... Ég held að ég sé á leiðinni að skrifa alltof stóra ritgerð, alla vega miðað við það sem ég er komin með og það sem ég á eftir að gera. Ég er að spá í að sneiða frá smá hluta, redda þessu þannig. Ég er samt eitthvað svo stressuð að ná þessu ekki, ég veit samt alveg að ég næ þessu en ég ætlaði að vera búin og uppkastið átti í það minnsta að vera tilbúið fyrir skólabyrjun. Ég held að ég get fullvissað mig um að ég á eftir að fara á taugum fljótlega þegar skólinn fer á fullt líka, vá hvað ég á eftir að verða óþolandi.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Þegar ég er að læra þá reynist mér oft erfitt að hafa hugann á réttum stað, allskonar hlutir þjóta í gegn sem oftar en ekki tengjast námsefninu ekki neitt. Til dæmis var ég að lesa pistilinn hennar Sigurrósar (www.rosidjusi.blogspot.com) og þá fór ég að hugsa um ef ég ætti samkynhneigða vinkonu, hvernig myndi ég bregðast við? Ég vil meina að ég sé mjög opin og langt frá því að vera fordómafull í garð samkynhneigðra en samt held ég að ég myndi fá smá sjokk, er ég þá ekki fordómafull?
Svo er annað, ég var á einum umræðuvef á netinu áðan, ég held að ég þurfi ekkert að nefna hann neitt sérstaklega :) Alla vega, þar var verið að ræða ýmislegt og til dæmis var ein stelpan að segja frá því hvernig hún stóð upp í hárinu á læknum á LSH eftir að hún komst að því að hún var ólétt, eftir bullandi neyslu. Læknarnir vildu að hún færi í fóstureyðingu og að minnsta kosti annar vildi að hún myndi láta klemma fyrir. Mér er spurn, kona sem misnotaði hefur vímuefni á meðgöngu á hún rétt á því að taka sjálfstæða ákvörðun um að fá að ganga fulla meðgöngu með barnið og ala það upp? Hver getur sett sig í þann stól að banna nokkri manneskju að eiga barn? En hver getur boðið barni að koma í heiminn, ef til vill illa farið af neyslu móðurinnar? Mér persónulega finnst ansi hart að bjóða barn velkomið í heiminn eftir að hafa eitrað fyrir því í móðurkviði með hættulegum efnum. Konur, líkt og þessi sem ég vitnaði til, eru þær að þjóna eigin hagsmunum með því að fæða barnið eða hvað er málið? Ég kemst ekki til botns í þessu.
Stopp, ritgerðin verður ekki til af sjálfu sér! Back to the books!

föstudagur, ágúst 26, 2005

HALLÓ! Betra er seint en aldrei sagði einhver vitur maður

Þá er ég komin aftur, sumarið er búið og letin sett í skúffu... alla vega í smá tíma. Reyndar verð ég að fá smá auka orku, María er búin að mana mig upp í að klára uppkast af þessari blessuðu ritgerð á miðvikudaginn og svo er skólinn bara að byrja á fullu swingi eftir 10 daga eða svo. Og svo ofan á allt er ég búin að skrá mig í allt of margar einingar, eiginlega 17.5! Sumarið er annars búið að vera mjög fínt, við erum búin að fara í nokkrar útilegur, fara til Færeyja og njóta þess að vera til. Það var mjög gaman í Færeyjum, ótrúlega spes eitthvað, ég kann ekki alveg að lýsa því. Neysluhyggjan hefur greinilega ekki komið við á þessum litlu eyjum á leið sinni yfir Atlantshafið, bensínstöðvar voru sums staðar, ekki alls staðar eins og hér, skyndibitastaðir sáust varla, sjoppur fann ég aldrei og veitingastaðir voru mjög fáir. Eitt lítið moll er í Þórshöfn, svona svipað og Fjörður í Hafnarfirði og miðbærinn minnti einna helst á miðbæinn á Ísafirði. Ég skildi lítið í færeyskunni nema þá helst ef ég sá hana skrifaða, jeminn þá gat maður grátið. Td var sjónbandseftirlit á Select, gosbað í sundlauginni, reyðvín var í boði í brúðkaupinu, Reyði Krossur Færeyja við höfnina og Innanlendismálaráð var í gamla bænum. Heyrðu, svo er búið að fjölga í famelíunni. Maja og Jóhanna frænka áttu með dagsmillibili núna fyrir 11. og 12.ágúst, Jóhanna átti stelpu sem heldur betur dundaði sér í fimleikum í bumbunni og Maja átti algjöran prins sem ákvað að láta hafa svolítið fyrir sér :) Hann fékk nafnið Ottó Már strax og hann fæddist. Ég svolítið búin að kreista hann en ég er ekki enn búin að knúsa Jóhönnu skvísu, það kemur að því.... Over and out

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Frábær helgi!

Það er nú ekki seinna vænna en á þriðjudegi að segja svona rétt frá helginni, hún var bara frábær. Unglingurinn minn fékk að fara í ferðalag með vinkonu sinni, henni Rannveigu, föstudaginn norður í Skagafjörð. Við Mosóstelpurnar fórum svo í sumarbústað, enda var Sunnefa nýkomin heim í bili :) Maður verður að nýta tímann vel þegar skvísan er á landinu því hún er vön að fara jafn skjótt og hún kemur heim :) Ég fór upp í Mosó að sækja Kollu, saman fórum við svo í Bónus að versla inn fyrir alla í matinn. Bónusferðin var fróðleg í það minnsta, tja við eigum alla vega ekki eyðibýli. Þegar við komum út í bíl héldum við að við værum alveg á síðasta séns.... ekki alveg. Fannslan hringdi þegar við vorum rétt skriðnar úr Mosó, hún var að bíða eftir farinu sínu og var reyndar búin að bíða frekar lengi.... Við Kolla settum bara í fluggírinn og hentum okkur austur í Öndverðarnes, þegar þangað var komið splæsti Kolla símtali á Höllu til að fá að vita hvar bústaðurinn væri, Halla var nú frekar hissa að við værum komnar því hún var enn heima hjá Ernu. Við vorum sem sagt fyrstar! Við létum samt ekkert deigan síga, við skelltum volgum öllara í okkur og svo komu stelpurnar og þá var farið að hella í sig. Við Guðrún sáum svo um grillið í Grillhúsi Einars, algjör snilld nema hvað að Guðrún fékk vott af reykeitrun. Maturinn var svaka góður en svo var bara haldið áfram drykkju og farið í pottinn. Umræðuefnið í pottinum var að sjálfsögðu kynlíf, hvað annað? Sem betur fer var engin þvinnka á laugardeginum enda kláruðu flestir áfengisbirgðirnar ansi snemma, eða svo héldum við alla vega. Reyndar var slatti í kælinum úti í geymslu. Þegar við vorum svo búnar að þrífa og borða var haldið af stað í bæinn. Þar sem kallinn minn var að vinna eins og stundum áður kíkti ég aðeins á hann. Planið okkar var að fara út að borða, í fyrsta skipti í langan langan tíma. Við fórum á Caruso, maturinn minn var nú ekkert spes, aðeins og kaldur og bragðlaus fyrir minn smekk. Svo kíktum við í bíó, á Mr. & Mrs. Smith, jeminn hvað hún var góð! Svo lá leiðin heim í videó. Við skemmtum okkur alveg konunglega saman, það er mjög langt síðan það var svona gaman hjá okkur :) Þá er þetta komið....

miðvikudagur, júní 29, 2005

Er þetta ég?

Valhnetutré - Ástríða 21.04-30.04 & 24.10-11.11
___________________________________
Manneskjan stendur föst á sínu og er erfitt að skilja því hún er mjög mótsagnakennd. Hún er oft sjálfhverf og gefur ekki eftir, en á móti kemur að hún er bæði göfuglynd og víðsýn.Það er erfitt að segja til um viðbrögð hennar. Manneskjan er hvatvís og hefur mikinn metnað. Hún er snjöll, en erfið og ósveigjanleg í samskiptum. Hún er mjög afbrýðisöm og ástríðufull. Margir dást að henni, en hún er langt frá því að vera allra.
____________________________________________________
Jæja, er þetta ég eða hvað... Látið mig vita :)
____________________________________________________
Kalt mat: Stundum hugsa ég bara um sjálfa mig, stundum bara um aðra. Nonni segir stundum að ég sé erfið og sumir vilja meina að ég sé þver. Ég er stundum hryllilega hvatvís. Ég hef metnað en stundum týni ég honum og á erfitt með að finna hann. Afbrýðisöm... haha, stundum alltof. Ég hef ekki orðið vör við dásemdir annarra á mér, en ef maður er nú hreinskilinn við sjálfan sig þá var ég nú allra í denn en ekki í dag!

sunnudagur, júní 26, 2005

Rauðvín...ó mæg gad!

Valla, Addi og Ingunn voru öll að útskrifast í gær. Til lukku með það! Við fórum fyrst í veislu til Ingunnar í Kópavoginum. Svo fórum við til Völlu og Adda. María dundaði sér að mestu inn í herbergi að kubba og að borða ávexti og grænmeti :) Svo skildu þau mig eftir.... Ég sat með Völlu og vinum hennar fram eftir nóttu að sötra rauðvín í heldur ótæpilegu magni. Elskulegi nágranninn í kjallarnum var búinn að fá nóg af látum (sem voru þá mjög lítil) og hringdi á lögguna rétt fyrir 24. Málunum var nú samt bara reddað, við fórum með taxa heim til Völlu og Adda og héldum áfram að sulla og syngja með gítarspilinu. En svo kom að því bara allt í einu, að ég varð ofurölvi og skottaðist heim þar sem ég byrjaði að æla og æla eins og ég veit ekki hvað. Svo kom nýr dagur og heilsan var vægast sagt slæm. Nonni fór að vinna í morgun og svo að ég þurfti að rífa mig á lappir. Ég ældi og ældi... María fékk svo að fara í heimsókn til vinkonu sinnar svo að ég fór heim og svaf og svaf þar til hún kom aftur heim. Undir kvöldið var heilsan að verða í lagi... Ég held að ég sé loksins búin að læra það að rauðvín á að sötra með mat en ekki drekka og detta í´ða...

föstudagur, júní 10, 2005

Hitti pabba

Pabbi er á landinu, hann kom um síðustu helgi með Monu konunni sinni. Við hittumst öll áðan, ég og María, Maja og Anna María, og Martin, í pizzu hjá Maju. Þegar ég sagði Maríu að við værum að fara að hitta Össa afa vissi hún ekkert um hvern ég var að tala enda hefur hún ekki hitt hann í 1,5 ár og ég hef ekki talað um hann við hana.
Það var alveg ágætt hjá okkur, karlinn er orðinn nokkuð sleipur í dönskunni en dæturnar ansi slappar :) Við spjölluðum um heima og geima á meðan stelpurnar léku sér með tilheyrandi látum.
Ég keyrði svo Martin heim og settið á gistiheimilið, þau fara aftur til Danmerkur á morgun. Martin hitti hann fyrst í dag fyrir utan óvænta uppákomu í Kolaportinu á sunnudag... alveg týpískt. Hausinn á mér er alveg á fleygiferð núna, allt of mikið af tilfinningum í gangi. Það er miklu auðveldara að hafa hann bara úti, það eitt að hitta hann fær mann til að hugsa allt of mikið um gamla tíma þegar maður var lítill og vissi ekki margt. Svona er lífið...

föstudagur, júní 03, 2005

Nákvæmlega..

Snæland.. not my cup of thea. Alla vega þá verð ég ekki í Snæland í sumar, pælið í því ég þarf ekki einu sinni að redda mér fríi á 17.júní! Löng saga og á ekki heima á internetinu. Ég fór í leikhús í gær með Völlu, hún fékk boðsmiða og bauð mér með. Leikritið Ævintýri Þumalínu í sýnt í Borgarleikhúsinu í tilefni 75 ára afmælis Sólheima í Grímsnesi. Leikmyndin var ótrúlega einföld og sýningin var eiginlega svolítið töff, allir búningar og allt var á sviðinu og sögumenn sögðu söguna. Ólafur Ragnar Grímsson lét nú sjá sig þarna en hann heilsaði nú ekki, við ákváðum að erfa það ekki mikið við manninn. Mjög sennilega sá hann okkur ekki enda snérum við baki í hann alla sýninguna og svo vorum heldur ekkert að klína okkur upp á hann, hann virtist hafa nóg að spjalla við liðið. Eftir leikhúsið kíktum við í einn bolla og breyttum aðeins til, við fórum á París en ekki Brennsluna eins og venjulega. Ég var sennilega ekkert skemmtileg því síminn hringdi látlaust þennan stutta tíma sem við vorum þarna, síminn minn sem hringir aldrei. Dagurinn í dag er nokkuð einfaldur:
 • Fara í morgunkaffi með Hildi
 • Fara á vinnumiðlun
 • Taka til heima
 • Sækja Maríu
 • Sækja Önnu Maríu
 • Svo bara eitthvað...

þriðjudagur, maí 31, 2005

Snælandsgellan

Þá er ég komin aftur í gamla gallan, bláan stuttermabol skreyttan auglýsingum frá Góu og Kjörís! Nákvæmlega, ég er orðin Snælandsgella alveg eins og í den nema hvað að núna er ég í heimsborginni Reykjavík en ekki upp í sveit :) Og svo er stutt fyrir Guðrúnu að skeppa til mín í hádeginu.
Ég sem sagt byrjaði að vinna í Snæland á Laugaveginum í gærkvöldi, Elín sér um sjoppuna svo að þetta verður næstum því eins og í gamla daga. Nema hvað að við erum aðeins eldri og erum sjaldanst á leiðinni á djammið eftir vinnu. Ég komst að því að vinna í Snæland er eins og að vera skáti, einu sinni skáti ávallt skáti! Ég kann ennþá að gera ís, vá hvað mér kveið fyrir því að klúðra öllu ísdótinu en ég missti bara einn ís ofan í dýfuna og einn í nammið... geri aðrir betur eftir 4 ára pásu frá ísvélinni.
Ég ætla að vinna þarna með ritgerðinni í sumar, verð 2 daga í viku sem er bara fínt og brýtur aðeins upp vikuna. Annars verð ég að mestu leyti heima með Maríu þessa viku því hún er í aðlögun á Leikgarði út þessa viku í það minnsta, svo að við eyðum deginum hérna heima og á flakki. Í dag vorum við með mömmu að taka upp úr kössum og henda gömlu dóti og ég rétt náði að bjarga uppáhaldskjólnum mínum, munið þið eftir þessum brúna stutta gamla þarna... ég elska hann en kemst að sjálfsögðu ekki í hann. En svo tók ég líka með heim kjól sem ég var í eitt kvöld í Stapanum fyrir 6 árum síðan...ég kemst ekki í hann heldur :)
En fyrst ég nú að skrifa hérna þá verður maður að monta sig aðeins, hún Valla ofurduglega er næsti uppeldisfræðikennari Menntaskólans á Akureyri. Til hamingju Valla!

laugardagur, maí 28, 2005

Fínn föstudagur

Föstudagurinn var bara nokkuð góður, ég fór til Guðrúnar rétt um sexleytið því við vorum að fara saman í leikhús. Guðrún var svo góð að bjóða mér með sér að sjá Vodkakúrinn. Við byrjuðum kvöldið á Hamborgarabúllunni, alveg hreint ágætis borgarar og hröð þjónusta. Því næst var tekinn taxi upp í Austurbæ og þar byrjuðu sko herlegheitin. Guðrún vissi að það væri eitthvað hvítvín í boði fyrir sýningu en við vissum ekki að við vorum með VIP miða þar sem boðið var upp á hvítt, rautt og bjór og svo geggjaðar snittur. Við sögðum engum frá því að við værum nýkomnar af Búllunni og vorum ansi duglegar í snittunum. Sýningin sjálf var mjög skemmtileg, Steinn Ármann kom þvílíkt á óvart og Helga Braga er náttla Helga Braga. Eftir sýninguna fórum við á Victor, ég fékk mér kaffi, kokteil og kók (í þessari röð) og þurfti ekkert að borga fyrir það! Það borgar sig sko að vera með "rétta" fólkinu :) Guðrún gaf mér meira að segja líka afmælisgjöf, geggjað flottan bol en svo þegar ég ætlaði í hann í morgun þá var hann bara alltof þröngur (ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur númerið) svo að ég fór í Kringluna og ætlaði að fá að skipta en stærri bolur var ekki til svo að ég fékk mér grænt pils í staðinn. Takk æðislega fyrir mig Guðrún mín!

Fínn föstudagur

Föstudagurinn var bara nokkuð góður, ég fór til Guðrúnar rétt um sexleytið því við vorum að fara saman í leikhús. Guðrún var svo góð að bjóða mér með sér að sjá Vodkakúrinn. Við byrjuðum kvöldið á Hamborgarabúllunni, alveg hreint ágætis borgarar og hröð þjónusta. Því næst var tekinn taxi upp í Austurbæ og þar byrjuðu sko herlegheitin. Guðrún vissi að það væri eitthvað hvítvín í boði fyrir sýningu en við vissum ekki að við vorum með VIP miða þar sem boðið var upp á hvítt, rautt og bjór og svo geggjaðar snittur. Við sögðum engum frá því að við værum nýkomnar af Búllunni og vorum ansi duglegar í snittunum. Sýningin sjálf var mjög skemmtileg, Steinn Ármann kom þvílíkt á óvart og Helga Braga er náttla Helga Braga. Eftir sýninguna fórum við á Victor, ég fékk mér kaffi, kokteil og kók (í þessari röð) og þurfti ekkert að borga fyrir það! Það borgar sig sko að vera með "rétta" fólkinu :) Guðrún gaf mér meira að segja líka afmælisgjöf, geggjað flottan bol en svo þegar ég ætlaði í hann í morgun þá var hann bara alltof þröngur (ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur númerið) svo að ég fór í Kringluna og ætlaði að fá að skipta en stærri bolur var ekki til svo að ég fékk mér grænt pils í staðinn. Takk æðislega fyrir mig Guðrún mín!

þriðjudagur, maí 24, 2005

Hrós dagsins

Eins og margir vita þá á ég frænku sem greindist með hvítblæði í október síðastliðinum. Hvítblæðið er af sérstakri gerð sem yfirleitt greinist eingöngu í fullorðnum og á síðustu 6 árum hafa aðeins 3 börn greinst með þessa gerð. Fjölskyldan hennar var að breyta öllu sínu lífi á örfáum tímum til að koma henni í meðferð, en þau búa úti á landi og krabbameinsmeðferðin er einungis í boði á Barnaspítalanum. Sama dag og greiningin kom voru þau komin suður.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna útvegaði þeim íbúð til að búa í en starx var ljóst að Barnaspítalinn yrði þeirra fyrsta heimili um tíma. Harpa byrjaði fljótlega í lyfjameðferð. 9 ára afmælið var haldið á Barnaspítalanum. Meðferðin var mjög erfið og um tíma var henni ekki hugað líf, fjölskyldunni var sagt að kveðja hana. Það tók enginn í mál, hvorki hún né fjölskyldan. Á undraverðan hátt fór líkami hennar að starfa aftur og hún gat haldið áfram í meðferðinni. Um jólin var hún of veik til að fá að vera heima svo að fjölskyldan kom saman á stofunni hennar á Barnaspítalanum og hélt sín jól. Margrét frænka var í viðtali við RÚV á aðfangadag og benti fréttamönnum á að þetta væri það besta sem þau gætu hugsað sér, hún væri með þeim á jólunum, þau gætu ekki beðið um meira.
Meðferðin gekk upp og niður eftir áramótin en aldrei var eins tvísýnt um hennar líf og fyrir jólin. Í dag hefur Harpa Lind verið útskrifuð af spítalanum og er kominn norður með kisuna sína hana Jasmín. Þessi tími hefur verið stuttur en erfiður, þó svo að ég hafi aðeins getað fylgst með úr fjarlægð. Ég er svo stolt fyrir hennar hönd og fjölskyldunnar hennar, þau misstu aldrei vonina og sýndu að þau geta allt. Þvílíkur kraftur og þrautsegja.

mánudagur, maí 23, 2005

Afmælisbarnið

Hann á afmæli í dag Hann á afmæli í dag Hann á afmæli hann Nonni Hann á afmæli í dag Hann er 36 ára í dag Hann er 36 ára í dag Hann er 36 ára, hann Nonni hann er 36 ára í dag Til lukku með daginn gamli minn

sunnudagur, maí 22, 2005

Á ferð og flugi!

Helgin er búin að vera ansi pökkuð, ég hef bara ekkert verið heima að neinu viti. Á laugardagsmorguninn fórum við María og mamma í sveitaferð hjá Mánagarði. Við mægður náðum að vakna í tæka tíð sem má nú telja nokkuð gott því við þurftum að labba á leikskólann, og græja okkur og allt og vera komnar þangað 10.45 :) Ferðinni var haldið upp í Mosfellsdal, ég mundi ekki hvað bærinn héti en mamma hafði nú áhyggjur af því hvert við færum... flestir úr Mosó vita að í dalnum er nú allskonar fólk. En við fórum nú á besta stað, bílstjóranir reyndar villtust (enda voru þeir frá Hópferðum eða eitthvað álíka). Það var fullt af dýrum þarna, og skottan skemmti sér alveg konunglega en það var eitt sem stóð upp úr og reyndar líka hjá okkur mömmu. Rétt eftir að við komum fór ein rollan að bera, ég hef ekki séð rollu bera síðan ég var álíka stór og María og mamma sennilega ekki heldur í 20 ár. Mamma stóð með Maríu og Arey Rakel við stíuna og ég var eins og óður maður á myndavélinni á meðan greyið rollan engdist um. En alla vega, út komu tvö hvít lömb og sú stutta var alveg gáttuð á þessu öllu saman, sérstaklega því það þurfti ekki að skera rolluna, lambið gerði bara gat með fótunum???? Við komum heim um miðjan daginn, og dúlluðumst aðeins hérna heima en fórum svo á Drekavellina í Euró-mat. Reyndar var lítið pælt í þessari leiðinda keppni, meira var bara spjallað um heima og geima. Mamma og Siggi fóru á undan okkur heim en við alltof seint... Við mægður máttum svo hafa okkur allar við því önnur ferð var á dagskrá í dag og við sváfum yfir okkur en mæting var klukkan 11.00 í Neskirkju, jeminn eini. Við misstum nú ekki af rútunni sem betur fer en þetta var vorferð barnastarfsins í Neskirkju. Við fórum í Törfagarðinn á Stokkseyri en þar var algjört rokrassgat og varla stætt úti, svo fórum við í Hveró og grilluðum pylsur í ágætisveðri. Við komum svo ekki heim fyrr en um sexleytið. Sá gamli á afmæli á morgun, hann er nú ekkert svo gamall. Það er alveg 4 ár í fertugsafmælið... En þangað til næst, bæjó

föstudagur, maí 20, 2005

Lyfjamisnotkun

Í Kastljósinu miðvikdagskvöldið 18.maí síðastliðinn var Þórarinn Tyrfingsson á spjallinu. Ég horfði svona á það með öðru auganu þar til hann fór að tala um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. Hann vildi meina að læknar gætu ekki borið kennsl á fíknir þar sem lítið væri kennt um fíknisjúkdóma í Læknadeildinni og einnig vildi hann meina að það væri einungis fullorðið fólk misnota rítalín en ekki börn. Ég er ekki alveg sammála...
Það er auðvelt að misnota lyfseðilsskyld lyf á Íslandi, það er lítið eftirlit eftir ávísunum lyfja og lyfseðlum fólks. Að auki eru mörg önnur lyf sem eru misnotuð heldur en þessi klassísku, morfín og rítalín. Ef við hugsum okkar karlmann í Reykjavík sem misnotar lyf þá eru ýmsar leiðir fyrir hann til að verða sér út um lyfeðilsskyld lyf, einn dagur er nóg fyrir fullt af lyfjum.
Hann er sennilega með sérfræðing á sínum snærum, td geðlækni, svo er hann með heimilislækni og að auki hefur hann aðgang að bráðamóttökunni og læknavaktinni ef hann skyldi skyndilega verða slæmur. Hann gæti byrjað að morgninum og kvartað við heimilislækninn yfir höfuðverk sem er mjög slæmur, heimilislæknirinn ávísar sterkum verkjalyfjum handa honum þar sem hann á sögu um að þurfa sterk lyf. Því næst, eftir klukkan 17.00 fer hann á læknavaktina með sömu sögu og fær önnur lyf, sennilega ekki eins sterk og hjá heimilislækninum þar sem læknavaktin er með ákveðnar reglur um lyfjaávísanir. Svo gæti hann sest upp í bílinn og keyrt í Fossvoginn til að fara á bráðamóttökuna, segir sömu sögu og fer í endalausar rannsóknir. Niðurstaðan þar gæti verið sterk lyf til að slá á mestu verkina á meðan beðið er eftir niðurstöðum rannsóknanna. Afrakstur dagsins gæti verið þrír lyfseðlar, og svo ef hann er öryrki þá eru lyfin sennilega niðurgreidd af ríkinu- ódýrt að misnota lyfseðilsskyld lyf ef maður er öryrki. Það versta af þessu öllu er að læknarnir vita ekkert af hvor öðrum. Þetta væri hægt að koma í veg fyrir að stórum hluta með því að halda miðlægan gagnagrunn þar sem haldið væri utan um lyfjaávísanir til einstaklinga, en því miður hefur Persónuvernd ekki gefið samþykki sitt fyrir því.
Annað mál, rítalínið. Það er að sjálfsögðu fullorðið fólk sem misnotar það en líka unglingar, og unglingar eru börn að 18 ára aldri. Ég hef kynnst því að unglingar sem greindir eru með ADHD og taka rítalín að staðaldri hafa margir hverjir selt félögum sínum lyfið því jú rítalín er nánast litli bróðir amfetamíns. Ég held að aðalmunurinn á þessum tveimur hópum sé sá að þeir fullorðnu fá lyfinu ávísað frá lækni með svindli og selja það á svörtum en unglingarnir fá lyfinu ávísað frá lækni því þeir eru með greiningu en selja það á svörtum til vinnanna til að fjármagna aðra neyslu. Unglinganna vegna er mjög gott að nýtt lyf er komið á markaðinn sem ekki þarf að taka eins oft við ADHD heldur eru þetta einhvers konar forðatöflur.
Ég held samt að aldrei verði hægt að koma í veg fyrir að fullu að lyfseðilsskyld lyf séu misnotuð. Flest öll þessara lyfja þurfa læknavísindin, hvernig væri ef morfín væri bara tekið af markaðnum? Það myndi einfaldlega ekki ganga og að auki færi morfín þá bara í sölu í undirheimum. En læknar þurfa aftur á móti að vera meira á varðbergi gagnvart neyslu sjúklinga sinna og síðast en ekki síst eiga ættingjar að láta lækna vita ef þeir vita að sjúklingar þeirra misnota lyf sem þeir ávísa.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Prófin búin...

Ég skellti ritgerðinni minni í brúnt umslag, merkti hana Sigurlínu og skellti henni í fína pappakassann hennar fyrir utan skrifstofuna. Svo fórum við hjónakornin á Hressó og fengum okkur smá kvöldmat, nammi gott grísasamloku. Sá gamli var að fara í afmæli svo að rétt fyrir átta skottaðist hann af stað og ég tölti yfir á Pravda. Ég var langfyrst svo að ég fékk mér bara bjór... og drakk svo nokkra í viðbót eftir því sem leið á kvöldið. Svo var það bara Broadway, hellings bjór drukkinn þar líka. En ég vildi nú meina að ég hefði ekki verið drukkin, en ég held það svona samt miðað við magnið sem ég slukraði. Á Broadway var hellingsfjör og fullt af fitubollum, já án djóks þá voru engar mjónur á dansgólfinu á tímabili. Mér leið bara nokkuð vel með mín aukakíló. En það gerðist eitt fyndið, ein stelpa í skólanum, nefnum engin nöfn :) fékk væna hræru hjá Mosfellingi í den, það er ansi langt síðan og þau hafa ekkert hist síðan þá... ekki einu sinni í strætó. Alla vega, þá rak ég augun í þennan strák. Hann er nú búinn að eldast svolítíð síðan ég sá hann síðast, hvað þá hún? Ég segi honum þessa skemmtilegu sögu af skólafélagnum mínum og hann bara mundi ekkert, fyrr en umræddur skólafélagi kom til mín. Ég stóð sem sagt á milli þeirra tveggja! Þetta varð smá vandræðlegt en við redduðum því bara, fórum að tala um kókaín bak við sætin í einhverjum innfluttum bílum og snobbaðar stelpur í Mosó. Kvöldið endaði svo bara ansi snögglega með leiðindum í afmæli... ég var því komin heim rétt um 2.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Soddan er það

Ég stóð nú ekki alveg við planið mitt en... ég fór nú samt á skorarfundinn, hann var bara fínn fyrir utan smá samtal sem ég átti við Guðnýju Guðbjörns fyrir fundinn. Ömurlegt og pirrandi, ég segi ykkur frá því seinna, ennþá smá leyndó! Fundurinn sem átti að vera stuttur, var að sjálfsögðu langur og ég skaust út rétt fyrir fimm til að sækja skutluna á leikskólann. Aðeins 1 starfsmaður var á deildinni hennar Maríu í dag, ég hélt að það væri vegna veikinda en skottan sagði mér að ein fóstran væri í fríi og hefði farið til útlanda... ókei, er ekki eðlilegt að reyna að redda því áður en kellu er gefið frí? Ég er svo fegin að María er að fara á Leikgarð, ég er orðin svo hundleið á þessu, maður getur aldrei treyst því að neitt sé í lagi á þessum blessaða leikskóla. Hún hættir á Mánagarði eftir rúmar 2 vikur, svo verðum við í fríi smá saman og svo byrjar aðlögunin á Leikgarði 1.júní. Við sóttum svo múttu og skutluðumst til Maju í Hafnarfjörðinn en þar var á planinu kerlingagrautur á la Vindhæli, við elduðum sem sagt grjónagraut og amma, mamma, Guðrún, Sigrún og strákarnir, Jóhanna og bumban, Dóra og Elísabet, Maja og Anna María, Sibba og við mæðgur vorum þar fram eftir kvöldi í grjónagrautsáti. Rétt áðan hringdi ég í Sunnefu og óskaði henni til hamingju með daginn, sambandið var frekar slæmt en ég gat nú aðeins spjallað við hana. Það var svolítið fyndið að tala við hana, greinilegt að íslenskan er ekki daglegt mál í Chile :) bara krúttlegt.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Fitubolla í fullu starfi

Þá er blessaða prófið búið... er einhver game í sumarpróf? Ég ætla alla vega að fara í sumarpróf því ég veit að mér gekk ekki betur en konunni sem reyndi við páfann um daginn, vonlaust dæmi!
Ég ákvað að vera góð við mig í dag því mér gekk svo illa í prófinu í gær. Ég fór snemma á fætur og skutlaði liðinu mínu í leikskólann og vinnu en fór heim og hentist í sófann. Ég horfði á alla dagskrána síðan í gær, meira að segja Jay Leno. Plan dagsins var einfalt:
 1. Fara í ljós
 2. Versla eitthvað fyrir afmælispeninginn minn

Mér tókst að fara af stað um eittleytið, ég skellti mér í ljós og brann ekki. Ég hafði bara viftuna á fullu og fór út áður en tíminn var búinn, sko mína. Svo fór ég í Kringluna til að eyða peningum. Ég var fyrir miklum vonbrigðum.

Sko áður fyrr var ég fitubolla í frístundum, eða að mesta lagi í hlutastarfi en í dag komst ég að því að ég er orðin fitubolla í fullu starfi. Ekki hafa áhyggjur, það spurði mig enginn hvort ég væri ólétt en ég var í mesta basli að finna á mig föt sem pössuðu og voru í "eðlilegri stærð". Ég gat nú keypt mér skó í mínu gamla númeri en tuskur á kroppinn þurftu að vera í stærra númeri en í den. Mér tókst nú að kaupa mér pils, buxur, skó, glimmerpúður og augnbrúnalit... Svo vantar mig bara jakka og bol, með síðum ermum takk!

Plan morgundagsins er líka einfalt:

 1. Hætta að vera fitubolla og fara í ræktina
 2. Fara upp í skóla og vinna í sérefnisritgerðinni
 3. Fara á skorarfund kl. 15
 4. Ef það er laus tími þá væri voða gaman að fara í Smáralind og athuga hvort þeir eigi eitthvað fyrir fitubollur í fullu starfi.

En þangað til næst, allir að syngja afmælissönginn á morgun því hún Sunnefa á afmæli... Til hamingju með daginn

sunnudagur, maí 08, 2005

Síðasta prófið í BA náminu

Þá eru bara 13,5 tími í síðasta prófið í BA náminu mínu hérna í uppeldis- og menntunarfræðinni. Ég er gjörsamlega úti að skíta í þessu námsefni enda einstaklega leiðinlegt... ég hef sjaldan eða aldrei verið svona óörugg, það væri ferlega fúlt að falla í fyrsta skipti á sínu síðasta prófi! Svo er það bara sérefnisritgerðin sem ég ætla að klára í vikunni og svo í næstu viku á að byrja á blessaða BA verkefninu. En fyrst er fjandans prófið á morgun!

fimmtudagur, maí 05, 2005

Súrefnisskortur í Odda

Þungt loft og hiti... loftið í Odda er ógeðslegt, ógeðslega heitt og loftlaust. Mig langar heim í kalda sturtu, stuttbuxur og hlýrabol (ef ég væri 15 kg léttari). Mér líður eins og feita svíninu í Húsdýragarðinum.

Prófastemning

Það er svo skrítið að vera upp í Odda á prófatíma, stemningin þar verður svo furðuleg. Það verður allt fyndið og sennilega er allt rætt... sama hvort það er til prófs eða ekki. En hér eru nokkur merki þess prófatíðin er á fullu:
 • Þér finnst afskaplega fyndið að tómatar tala ekki
 • Þú veist að afi lesfélagans var skipstjóri á Keflvíkingi
 • Þú veist allt um erfðamál langömmu þess sem situr hægra megin við þig
 • Þú átt alltof mikið af nammi
 • Þú innbyrðir meira koffein en hollt getur talist
 • Þú ferð alltof oft að borða á kaffihúsum borgarinnar
 • Þú kemst að því einn gutti er abbó út í vin þinn og dissar hann á blogginu sínu http://kop200.blogspot.com
 • Þú bíður eftir myrkrinu svo þú getir reykt við hurðina
 • Það er vond lykt á klósettinu
 • Það vantar klósettpappír á klósettið
 • Þú veist allt um fæðingu
 • og síðast en ekki síst, þú veist allt um bólfarir lesfélaganna í den

mánudagur, maí 02, 2005

Svo fullorðin

já, litla drottningin mín er orðin svo stór, bara svona allt í einu! Hún er með hlaupabóluna og ég hef nánast ekkert verið með henni síðan á laugadag en við er nú duglegar að tala í símann. Símtölin við hana er alveg met, hún segir mér allt og ekkert. Í dag var svo ánægð með útlenska tyggjóið sem afi gaf henni, hann keypti það sko í útlandinu. Svo sagði hún mér að afi hefði séð íkorna í útlöndum sem hefðu verið að byssast, amma og afi kannast nú ekki við að hafa sagt henni frá því en svona er þetta, maður er svo fullorðinn að maður veit bara allt. Ég ætla að vera með henni annað kvöld, borða saman og lesa fyrir hana. Ég sakna hennar svo mikið en ég veit ekki hvort að hún saknar mín jafn mikið... Nú er það bara ritgerðarvinna og próf fram að 14.maí en þá verður sko tekið gott djamm, svona í tilefni þess að maður er að fara aftur af stað með BA verkefnið.

laugardagur, apríl 30, 2005

Allt í vinnslu

Sko mína, ég er bara búin að fá mér nýja síðu. Ég er soddan ofurbloggari að ég hef nú tekið minn tíma í þetta eins og eðlilegt er :) en þegar prófin verða búin þá verður þetta sko flottasta bloggið í bænum (sko, Valla hjálpar mér sennilega við þetta).

miðvikudagur, janúar 12, 2005