miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Kynþokkinn svífur yfir Eggertsgötunni

Tímabil kynþokkans er komið á fullt - prófatímabilið. Þrátt fyrir að þetta sé 6.árið mitt í HÍ er ég ekki enn búin að læra hvernig maður heldur kúlinu og kynþokkanum á þessum tíma. Ég fór upp í skóla áðan að vinna á SPSS. Outfittið: Bleikköflóttar náttbuxur, grá flíspeysa, brún ullarpeysa og svört stígvel. Kynþokki: Enginn. Ég hitti eina samstarfskonu mína við heftarann - hún sá sig knúa til að koma við efnið í buxunum. Svo til að bæta lúkkið enn frekar þá er ég hvítari IKEA hilla og sýg stanslaust upp í nefið. The Sexy Beast is out!

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Arg!!

Ég stalst til að kíkja á Silfur Egils áðan, þar voru Oddný Sverris og Sigríður Andersen ásamt Grétari Mar og Lýði Árnasyni. Það var verið að ræða um neikvæða umsögn borgarráðs vegna nektardansstaða og launamun kynjanna meðal annars. Mín tilfinning er sú að Sigríði sé svo mikið í mun að komast til metorða innan síns flokks að hún þorir ekki að tjá eigin skoðanir eða jafnvel er hún bara illa upplýst um þessi mál. Rannsóknir sem sýna fram á launamun kynjanna eru að hennar sögn illa unnar og rangar. Þær sem sýna fram á hverfandi launamun eru góðar. Ég spyr, hvaða aðferðafræðiþekkingu hefur hún. Mig minnir að hún sé lögfræðingur. Hún hefur heldur ekki séð neinar sannanir fyrir því að nektardansstaðir séu eitthvað slæmir. Mansal er þekkt í þessum bransa, af hverju ætti Ísland að vera einhver undantekning? Við getum ekki einu sinni komið vel fram við erlenda verkamenn, sagan segir okkur að erlendar konur fá síst betri meðferð. Ég spyr, hvar hefur hún verið undanfarin ár? Mér finnst það mjög alvarlegt og hrikalega ergilegt þegar fólk í áhrifastöðum neitar að horfast í augu við staðreyndir.

föstudagur, nóvember 23, 2007

Gamla konan

Ég man svo vel eftir því þegar ég var að vinna á Vestra Grill í Mosó með Maju systir. Hún var ótrúlega gömul og mikil kerling eitthvað, enda alveg orðin 21 árs. Hún vissi allt, kunni allt og var bara fullorðin gömul kona! Þrátt fyrir gífurlega háan aldur þykir mér einstaklega vænt um hana, þrátt fyrir ýmsilegt hafi breyst frá því við vorum krakkar passar hún mig eins og sín eigin börn. En í dag er hún orðin miklu eldri, þessi elska á afmæli í dag. Hún á afmæli í dag Hún á afmæli í dag Hún á afmæli hún Maja Hún á afmæli í dag Elsku besta systa mín, innilega til hamingju með daginn. Lov u endalaust.

mánudagur, nóvember 19, 2007

Go Fish!

Ég fór með Maríu á skautasvellið í Laugardal í gær sem er nú ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var búin að gleyma hversu margir "pabbar" sækja svellið um helgar. Mér sýndist á öllu að þetta væri nú bara fínasti veiðistaður fyrir ykkur sem vantar reglulegar tilkippingar. Þegar ég sá hreyfingar þessara peyja gat ég ekki hætt að hugsa um orð einnar vinkonu minnar... "Hann hefur hæfileikana til að hreyfa sig, maður sér það sko alveg. Ef hann kann það ekki þá er bara ð kenna honum það." --- Sumir voru nokkuð stirðbusalegir, runnu áfram meira á viljanum en getunni. Þeir voru vel gallaðir með hjálma og þykkar lúffur. Sumir jafnvel með nokkrar bólur. Mjög rauðar kinnar einkenndu þennan flokk. Einn gerðist svo "frakkur" að hann skautaði niður lítill polla, hann náði athygli móðirinnar nokkuð örugglega þar. --- Nokkrir leiddu börnin sín samviskulega og runnu rólega áfram á ísnum. Þeir virtust öruggir á svellinu og þekkja sín takmörk, en spurning er hvort það var feik. Þeir voru klæddir eins og þeir væru nýkomnir úr æfingabúðum í Noregi. Mynstruð húfa, stórar lúffur og ullarpeysa einkenndu þennan hóp. --- Einn hópurinn var þessi týpíski töffari, í ullarjakka með trefil og rauð eyru. Þeir runnu hægt og örugglega um ísinn, juku stundum hraðann en áttu ekki í neinum vandræðum með að hæga á sér ef þess þurfti. Þeir virtust ganga í verkið af miklu öryggi, viljinn og getan stóð algerlega með þeim. --- Svo var einn með minnti mig á Jónas Breka forðum daga - þeir sem stunduðu svellið 1993-1994 vita hvað ég er að meina. Hann skautaði eins og motherf****** um allt svellið. Hraðinn var þvílíkur. Eina sem mér flaug í hug var að maðurinn hlyti að vera eigingjarn. --- Svo var annar, hann var gamall og broshýr. Hann var að kenna ungri stelpu (róleg hún er alveg 27 ára) að fara afturábak á skautunum. Mér fannst þetta eitthvað hálf perralegt, hann var svona ekta þjappari... --- Eníveis, ef þig vantar karlmann þá er nóg af þeim á skautum um helgar.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Pant frá sms!

Síminn minn þoldi ekki kaffibaðið og dó svo að ég er komin með algjöran gellusíma - totallí tjíck fón! En ég þar sem sá gamli dó með 90% af símanúmerunum mínum þá panta ég að fá sms frá öllum...

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Quick and accurate?

Róleg - ég vil bara hafa þá nákvæma en ekki snögga :) Það er meira hvað sumir geta alltaf verið dónalegir í hugsun! --- En mig vantar einhvern til að afrita fyrir mig viðtöl svo ég eigi þess kost að útskrifast í júní 2008. Skipulagið mitt er ekki alveg að ganga upp: prófa- og verkefnatörn til 17.des, hálskirtlataka 18.des og 2-3 vikur þar á eftir í slapperí, jólin og svo Tenerife 5.-23.janúar. Í mars þarf ég að vera tilbúin með ritgerðina mína fyrir innanhúslestur og lagfæringar. --- Miðað við óbreytt ástand þá gengur þetta ekki upp. Ef ég klára alla gagnasöfnun fyrir jól og get byrjað að greina um jólin (í veikindafríinu) þá er séns að ég verði tilbúin með drög að ritgerð í mars. Þannig að ég er búin að ákveða að fá hjálp við þetta :) Ef þið vitið um einhvern sem er hraðvirkur og mjög vandvirkur sem er til í að afrita ca 8 - 10 viðtöl næstu tvo mánuði fyrir smá pening endilega látið mig vita. --- Fyrir ykkur sem súpið hveljur og fáið martraðir um sinaskeiðabólgu þá ætla ég að benda ykkur á að maður er mikið fjótari að afrita beint með því að sleppa AR. Ég er ekki nema 3-4 tíma með eitt viðtal ef ég er ekki að skrifa AR á sama tíma, svo eru græjurnar orðnar svo góðar núna að á tækniöld eru engar kasettur heldur hljóðskrár í tölvunni og fótstig við tölvuna. --- Er ég ekki að selja þetta einhverjum hérna? --- Ps. Kynningin gekk alveg glimrandi vel :)

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Afrek síðasta sólarhrings

- ég drap síðustu fiskifluguna - ég sofnaði í sófanum og svaf þar alla nóttina - ég svaf yfir mig - ég gleymdi hádegismatnum heima - ég missti símann minn ofan í kaffibollann - ég sofnaði yfir lærdómnum og svaf í rúmlega klukkutíma - ég uppgötvaði að "bilunin" í vefkerfi HÍ var vankunnáttu minni að kenna - ég downlodaði demo útgáfu af SPSS í þriðja skiptið á tölvuna mína - ég kláraði kynninguna á MA ritgerðinni minni Fleira var ekki gert ...

mánudagur, nóvember 05, 2007

Vinna og vetrarfrí

Vinna, vinna og aftur vinna... eftir gott helgarfrí á Akureyri er ég komin á kaf í vinnu. Ég lenti á bílastæðinu eftir tvær búðarferðir rétt um sjöleytið. María Rún var í vetrarfríi svo við mæðgur ákváðum að skella okkur til famelíunnar á Akureyri. Ferðalagið norður gekk mjög hægt en sem betur fer komumst við á leiðarenda - ég var orðin ansi óttaslegin á tímabili og þakkaði guði fyrir endalausa þolinmæði ferðafélagans og gsm síma - ég hringdi reglulega í múttu og lét hana fylgjast með mér. Sveittir lófar, stífar axlir og brotið sjálfstraust lentu á Eyrinni seint á fimmtudagskvöldið.
---
Annars höfðum við það rosalega gott hjá Völlu og famelí, ég er ekki frá því að ég hafi bætt á mig kílóum þessa helgina. Jóhannes Árni er náttla algjör krúttsprengja, það er svo krúttlegt þegar hann "spjallaði" við mann og hló. Stóru stelpurnar skemmtu sér líka mjög vel saman, bjuggu til marga leikþætti í "Maríu herbergi" og svo komust þær að því að pabbi hennar Lovísu Marý væri útlenskur og heitir eitthvað sem byrjar á M.... Skvísan mun reyndar vera Kristjánsdóttir - sennilega vitlaus dyrabjalla :) Svo kíktum við á nýju Akureyringana, Sigrúnu og co. Þau búa í krúttlegu húsi á á besta stað (eða svo segja "gömlu" Akureyringarnir). Hef ég einhvern tímann sagt ykkur hvað mér finnst Akureyrin frábær staður - á leiðinni heim fékk ég alveg svona "flytja til Akureyrar" fíling...
---
En svo þegar við mægður vorum búnar að koma dótinu okkar heim, borða og gera og græja fyrir svefninn þá fór ég beint í tölvuna að vinna. Yfirleitt gengur fínt að vinna með blessaða forritið sem háskólavefurinn er vistaður á en í kveld erum við ekki vinir - gengur barasta ekki neitt! Ég hef alveg einstaklega litla þolinmæði fyrir forritum sem virka ekki eins og ég vil. Sérstaklega fer í taugarnar á mér þegar forrit skemma skipulagið mitt - ég þarf að klára vefsetursvinnuna í kvöld því á morgun þarf ég að klára kynningu á MA ritgerðinni minni ... Ég þarf að kynna ritgerðina á fimmtudaginn - wish me good luck, I sure need it :)
---
Eníveis - spurning um að halda áfram að vinna?