---
Meðfram ritgerðarbrasinu hef ég fengið stórgóða hugmynd af doktorsverkefni, en hugmyndin er ennþá leyndó á milli mín og kollega míns á Akureyri :) Mig langar að byrja strax og ekki seinna en í gær en til að ég eigi möguleika á því verð ég að klára þessa blessuðu ritgerð. Nýja verkefnið er samt meira í anda grunnámsins en MA námsins - en ótrúlega spennandi samt sem áður ...
---
Þessa dagana er ég að greina gögnin mín, eitthvað sem ég hélt að ég gæti gert á nótæm - en það er ótrúlega tímafrekt og krefst sjálfsaga sem mig skortir en meðfram greiningunni hef ég oft og iðulega "lent" á netinu og fundið ný gögn sem eiga það til að afvegaleiða mig ... en spennandi samt sem áður :)
---
Markmiðið núna er að klára greininguna í þessari viku og helst komast af stað með niðurstöðukaflana, skrifa þá í heilu lagi. Einhvern veginn tókst manni oft að skrifa fínustu ritgerðir á fáum dögum svo ég hef ákveðið að hugsa um niðurstöðurnar sem þrjár 20 síðna ritgerðir. Það á ekki að vera mikið mál? Eða hvað?