fimmtudagur, ágúst 12, 2010

Drög að fyrsta niðurstöðukaflanum send!

Jíbbý! Mér tókst að merja saman fyrsta niðurstöðukaflanum og senda hann til leiðbeinandans. Næstu skref eru að klára annan kafla en hann er um skilning og skilgreiningar á hugtakinu "skóli án aðgreiningar" sem er í raun sérstakt áhugaefni mitt :)
Meennn þetta er allt að skríða í land.. eftir 5 ár!

þriðjudagur, ágúst 10, 2010

....

Jæja, þá fer vonandi að líða að lokum þessarar ritgerðarvinnu. Einn kafli fer í skil á morgun (aka annað kvöld) og svo hrannast þeir vonandi inn.. og hviss, bamm og búmm - kvikyndið í prentun 10.september! Sem er nákvæmlega eftir einn mánuð - sem væri lítið mál ef ég væri ekki byrjuð að vinna og að undirbúa annað nám... en ég ætla að taka þetta með báðum og skila.
---
Verkefni vetrarins eru spennandi, talsverð kennsla, skrifstofuvinna, skóli og jafnvel rannsóknaastúderingar. Ég hlakka óstjórnlega til þegar ritgerðarskrímslið verður komið innbundið og búið. Mín tilfinning er að því fylgi óstjórnlega mikið frelsi og fullt fullt af tækifærum.
---
Annars panta ég eina lesandann minn í yfirlestur fyrstu vikuna í september :)

miðvikudagur, ágúst 04, 2010

Það er komin nótt...

... og ég á að vera sofandi. Einhvern veginn tekst mér samt alltaf að ná mér í betra flug þegar nóttin skellur á. Ég fór annars á fund með leiðbeinandanum mínum í kvöld, ég er nokkuð viss um að hún er einn sá besti - fundurinn fór fram á kaffihúsi í miðbænum yfir latte. Notalegt var það.
---
Annars er allverulega farið að styttast í að vinnurútínan hefjist að fullu aftur sem þýðir að spýta verður ansi fast í alla lófa til að ná þessari blessun í prentun á réttum tíma. En miðað við planið sem ég lagði upp með í dag þá getur þetta alveg gengið bara þokkalega. Hanna fær kafladrög á miðvikudag eftir viku og þá eru bara 2 - 3 kafladrög eftir (aðeins eftir því hvernig efnið liggur). Smotteríslagfæringar og þá er þetta búið - smotterís verður reyndar alltaf mikið á endanum en ég ætla að hugsa það sem smotterís.
---
Ég þoli samt ekki þegar verslunarmannahelgin er búin og veturinn nálgast, ég kvíði vetrinum pínkupons. Ég veit ekki hvort að ákvarðanirnar sem ég tók í vor voru þær réttu - ég reyni að finna Pollyönnu og komast í gegnum þetta - amk í vetur. Ef til vill átti ég bara að standa við það sem ég ákvað en ég gerði það ekki svo að ég þarf að bíta í það súra ... Ég hef þó alla vega skemmtilegu lotunar í HA til að rífa upp stemmarann!
---
Pælið samt í því hvað það verður sweet þegar október bankar upp á, 5 ár frá því ég kláraði BA og engin MA ritgerð lengur hangandi aftan á manni!