sunnudagur, mars 30, 2008

Brilliant kvöld

... á föstudaginn eftir vinnu komst að því að partý sem ég hélt að búið væri að cancela væri on. Ég var ekki í stemmaranum en ákvað nú samt að kíkja og ég hef sjaldan hlegið eins mikið, drukkið eins mikið og sofnað eins seint. Við Guðrún fengum Gunna til að keyra okkur upp í Mosó því gamli vinahópurin ætlaði að hittast og tjútta saman. Mæting var heim til Sigga Palla sem var í gamla daga íbúðin hans Davíðs Jóns - án gríns þá vorum við ekki alveg að rata þetta en komumst þó á leiðarenda. Heim til Sigga Palla komu Erna, Kolla Svans, Davíð Jón, Anna Heidi, Siggi Valli, Svanni og einhverjir fleiri (less important people hahha) --- Gamlar myndir, gamlar minningar - margar tengdar þessari blessuðu íbúð- og börnin okkar voru umræðuefnið. Frá Sigga Palla fórum við á Players þar sem ég hitti konu úr uppeldisfræðinni sem ég lofaði að skipuleggja hitting fyrir (Hildur, Valla, Ingunn og þið uppeldisfræðiskvísur - við eigum að fara að hittast). Af Players fórum við upp í Mosó heim til Davíðs Jóns þar sem setið var og borðað og drukkið milli þess sem við grétum úr hlátri til að vera sjö. --- Eníveis, frábært kvöld. Takk allir saman - myndirnar eru hér - ritskoðaðar :)

fimmtudagur, mars 27, 2008

Að feisa höfnun...

... er greinilega hluti af því að öðlast MA gráðu, þeas ef maður vill fá einhvern til að styrkja sig. Ég hef verið að fá í hús nokkur svör við styrktarbeiðnum sem ég sendi út í lok febrúar. Einn aðili ætlar að leggja erindið fyrir á fundi um mánaðarmótin, annar aðili óskaði eftir frekari upplýsingum en allir aðrir hafa ekki séð sér fært um að styrkja mig. Neitunarbréfin hafa verið mjög fjölbreytt, allt frá því að vera stuttorð þar sagt að ekki sé hægt að verða við beiðni minni að langorða vangveltum um verkefnið og ég hvött til þess að ljúka þessu enda mikilvægt málefni. Eitt bréfið vakti þó athygli mína, þar kemur fram að aðilinn sjái ekki gangsemi þess að styrkja þetta verkefni og því verði ekki við styrk. Sá aðili er frekar stórt batteríi á þessu sviði, með þeim stærri á landinu. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að senda þeim viðbótarupplýsingar þar sem "gagnsemin" er ítrekuð. Ég var eiginlega bara hissa og hneyskluð. Nú er bara að bíða eftir frekari svörum, sennilega skríða síðustu svörin í hús í lok sumars. En eitt er víst, ég verð orðin ansi sjóuð í því að feisa höfnun þegar ég tek við prófskírteininu - hvenær sem það verður.

mánudagur, mars 24, 2008

5. dagur í ofáti og eigingjarnir foreldrar

Heil og sæl... 5 dagur í ofáti - sjésé hvað við erum búnar að hafa það notalegt og borða allt allt of mikið. Skírdagur - "matarboð" hjá okkur: hamborgarhryggur. Föstudagurinn langi: Matarboð í Hafnarfj.: hamborgarrhryggur. Laugardagur - "matarboð" hjá okkur: Pestókjúlli, súkkulaðikaka, nammi og salsa. Páskadagur - matarboð í Garðabænum: Bayonne skinka og fullt af kökum + páskaegg allan daginn. Annar í páskum - "matarboð" hjá okkur: Party skinka og páskaegg. Við erum ss búnar að borða vel yfir okkur þessa dagana - og við fáum aldrei leið á reyktu svínakjöti og getum ekki beðið eftir því að það sé kominn tími á að borða skinkuna góðu. Á milli þess sem við höfum borðað höfum við legið yfir TV, farið í bíó, þrifið og haft það notalegt. Ekta páskafrí - ég man ekki til þess að hafa tekið neitt páskafrí af viti frá því María fæddist, ég hef alltaf verið á haus í verkefnum og þótt ég hafi nóg að gera í þeim efnum ákvað ég að vera skemmtileg mamma þessa páska og hlaða batteríin hjá okkur báðum fyrir næstu tarnir.
---
En út í allt annað. Ég átti gott spjall um daginn um eigingjarna foreldra og börn þeirra, ss börn fráskildra foreldra. Ég hef ekkert þol, ekki snefil af þoli fyrir foreldrum sem hugsa bara um sinn rass en ekki barnanna. Þegar foreldrar barna búa ekki saman flækjast óneitanlega ýmis mál er varða barnið, en hversu fólkin þau verða er val foreldranna og þeirra skylda er að halda börnunum fyrir utan þessi mál eins og hægt er. Sem betur fer ákváðum við Nonni frekar fljótlega að jarða þann ágreining sem ekki skiptir máli og snúa okkur að Maríu - einstaka stuttar rimmu hafa jú komið upp en það að vera reiður og sár er val. Ég persónulega nenni ekki að eyða orkunni í að vera reið út af einhverju eða sár vegna einhvers sem mun ekki bæta líf mitt og Maríu að neinu leyti í dag.
---
Dæmi: Fólk á barn saman en býr ekki saman lengur, annar aðilinn er kominn í nýja sambúð en hinn ekki. Þegar barnið á afmæli, þá skal halda tvö afmæli - eitt fyrir móðurfjölskylduna og annað fyrir föðurfólkið. Af hverju? Jú því foreldrunum finnst svo óþægilegt að vera saman með nýja makanum eða what ever - mitt svar I don´t care! Hvað með barnið?
---
Annað dæmi: Barnið er að útskrifast úr framhaldsskóla. Pabbinn vill ekki koma á útskriftina því mamman er þar með nýja manninn því honum finnst svo óþægilegt að vera á sama stað og hann. Mitt svar I don´t care! Hvað með barnið?
---
Svo þegar barnið er orðið fullorðið er það búið að læra þennan leik og fær í magann í hvert skipti sem einhver áfangi nálgast sem hef er fyrir að hafa fjölskylduna með, td skírn, afmæli, barnaafmæli, gifting og allt það. Fullorðna barnið þarf þá að hafa allt þægilegt fyrir foreldrana sama hversu óþægilegt því finnst ástandið vera.
---
Mitt líf er langt frá því að vera fullkomið en það mun aldrei vera þannig að María þurfi að dansa í kringum okkur Nonna svo okkur finnist þægilegt. Á Páskadagsmorgun voru ansi súrealískar aðstæður hér á heimilinu - óþægilegar fyrir fullorðna fólkið en María var í essinu sínu. Við vorum ss þrjú fullorðin að japla á páskeggjum með barninu. Mér finnst mjög mikilvægt að sýna henni að við séum öll sátt við lífið og tilveruna og séum öll vinir. Aldrei nokkurn tíman mun ég fara fram á það að Nonni haldi sér afmæli fyrir sitt fólk og ég veit að hann mun aldrei gera þá kröfu á mig. Sem betur fer erum við mjög góðir vinir, en það er val. Við hefðum auðveldlega, mjög auðveldlega lagst í ævilangt stríð en við völdum að fara vinaleiðina með hagsmuni Maríu að leiðarljósi.
---
AMEN (þetta var páskahugvekja einstæðu móðurinnar)

mánudagur, mars 17, 2008

Rannís, árshátíð, kaffihús..

Frábær helgi að baki!
Rannís: Skilaði á föstudaginn - það var ansi skrítið að skila þessu inn sem maður er búinn að væflast með síðustu vikurnar. Hörkuvinna sem virðist samt vera svo lítil þegar búið er að steypa öllu á 10 blaðsíður. Ég held ég hafi aldrei skrifað eins knappan og efnismikinn texta á eins fáar blaðsíður. Á bak við þessar 10 blaðsíður eru eitthvað um 50 heimildir.
---
Árshátíð HÍ: ... á laugardagskvöldið. Mætti "hæfilega" seint í fyrirpartýið eða korteri áður en rútan fór í Gullhamra - náði nú samt að slátra einu rauðvínsglasi áður. Íris ofurpæja gerði mig súpersæta - ég hef barasta aldrei verið svona fín. Hárið var pörfekt og meikoppið brilliant. Hitti eina "óæskilega" á árshátíðinni sem var þvílíkt lásí - bara með heimatilbúið hár hehehe. En árshátiðin var þvílík snilld, veislustjórinn var með þeim fyndnari sem ég hef hlustað á. Fjöldasöngur var á heila og hálfa tímanum og Sniglabandið spilaði svo fyrir balli með Stebba Hilmars í brúnni. Í vinnunni heyrðist í dag að árshátíðin minnti helst á þorrablót í Húnavatnssýslum enda veislustjórinn ættaður frá Höllustöðum. Féll í misjafnan jarðveg en ég fílaði það í tætlur. Dísin söng eins og brjálæðingur og dansaði alveg eins og hún ætti ekkert eftir ... það var greinilegt að Stebbi þarf ekki Sálina til að fá lögin þeirra til að virka. Ég var svo komin heim um tvö - ótrúlega fínn tími. Engin þvinka að ráði á sunnudaginn og bömmer í algjöru lágmarki.
---
Kaffihús: Við Hildur Halla skelltum okkur á kaffihús í gærkvöldi - eitthvað sem við höfum ekki gert lengi lengi. Ótrúlega næs að sitja saman í kuldanum á Hressó. Einu sinni fór maður á kaffihús í hverri viku en núna er það kannski einu sinni í mánuði, iss piss. Mjög gaman að sitja og spjalla um allt og ekkert eins og okkur einum er lagið.
---
Ég var eiginlega bara í skýjunum í gærkvöldi þegar ég sofnaði. Það var eitthvað svo ótrúlega gaman um helgina, fullt af skemmtilegum hlutum í gangi og Dísan sátt við lífið og tilveruna.

miðvikudagur, mars 12, 2008

... á flugi

Merkilegt nokk þá finnst mér alltaf svo notalegt að farast úr stressi fyrir stór skil - ég skil þetta ekki. Ég þrífst ótrúlega vel í stressuðu umhverfi - það er að segja ef ég ræð við aðstæðurnar og þær eru ekki yfirþyrmandi. Eníveis, ég fór heim úr vinnunni á réttum tíma í dag sem hefur ekki gerst í talsvert langan tíma þannig að ég var að læra í dagsbirtu - sömuleiðis langt síðan síðast. Á morgun verður stuttur vinnudagur, 13-15 svo ég nái að klára þetta annað kvöld og get mætt galvösk í vinnuna á föstudag. Tilgangslaust blogg - mig vantaði bara smá pásu :) Svo bara alllir að krossa putta næstu þrjá mánuði og vona að ég fái þennan blessaða styrk - líkurnar eru víst alveg stjarnfræðilega litlar þetta árið en maður á ekki séns nema maður sé með miða, eða hvað?

miðvikudagur, mars 05, 2008

Óheppin eða bara klaufi?

Dagurinn í dag...
-
Ég stökk á fætur kl. 6 því ég hélt að ég væri að sofa yfir mig... ætlaði að vakna kl. 7. Ég var tímanlega út á flugvöll og allt gekk vel þar til kynning í MÍ var búin, þá flaug ég svo illilega aftur fyrir mig að ég lá kylliflöt á bílastæðinu fyrir utan skólann. Við græjuðum kynninguna í Háskólasetrinu og ákváðum að kíkja á kaffihús - við vorum 3 sem ákváðum að ganga þennan stutta spotta og vitið menn, ég flaug fram fyrir mig og faðmaði snjóinn. Kynningin í setrinu gekk vel en þegar búið var að ganga frá öllu tók ég töskuna mína upp og hvað haldiði? Ég gleymdi að loka töskunni svo allir bæklingarnir flugu út á gólf. Svo var komið að því að taka flugið heim og hvað haldiði - ég átti sæti í 13D en það var engin sætaröð nr 13! Ég fékk annað sæti í vélinni.
-
Eftir daginn er ég að drepast í rófubeininu eftir afturbyltuna og öxlinni eftir frambyltuna. Egóið er sært og ég er að spá ... kalt mat, er ég óheppin eða klaufi?

Bíssí as hell

Síðasta vika var kreisí og þessi virðist ætla að verða það líka... í hnotskurn: Mánudagur - Vinna og skóli. Anna María átti afmæli og við kíktum aðeins á hana. Skólamálin komust loks í eitthvað ferli. Andlegu batteríin illa hlaðin. Stússast í styrkjamálum. Fór seint að sofa. Þriðjudagur - Vinna og skóli. Andegu batteríin tæmd um hádegi. Flugvél tekin til Akureyrar beint úr vinnunni. Kvöldmatur og kaffisopi með Völlunni minni - afskaplega notalegt. Sofnað tiltölulega snemma. Miðvikudagur - Kynningarstúss. Pæjugírinn settur á fullt. Kynning í VMA. Kynningartúr um HA - rosa flott, mín varð bara "pínu" abbó. Rakst á suma og spjallaði við aðra. Sötraði gott kaffi á Jafnréttistofu. Kvöldmatur hjá Völlunni minni. Náði ekki að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn á Akureyri. Flugvél til Reykjavíkur. Sofnaði seint. Fimmtudagur - Kynningarstúss. Pæjugírinn frh. Flugvél tekin til Egilsstaða. Kynning í ME. Kaffisopi á krúttlegu kaffihúsi. Rúntur um sveitirnar í kringum bæinn með skemmtilegu fólki. Rakst ekki á neinn. Flugvél tekin til Reykjavíkur. Sofnaði mjög snemma. Föstudagur - Mamma. María veik. Sjónvarpsgláp og Tölvustúss. Gettu Bettur. Lærdómur. Sofnaði tiltölulega snemma Laugardagur - Útstálesi. Lærdómur. Fermingarveisla í Keflavík. Sumarbústaður við Laugarvatn. Heitur pottur. Pestó kjúlli. Hvítvín. Breezer og Singstar. Sunnudagur - Sunnudagur. Barnaafmæli. Lærdómur. Mánudagur - Vinna og skóli. Kynning á MA ritgerð. Heimilisþrif. Lærdómur. Þriðjudagur - Vinna og skóli. María sótt snemma - meiddi sig í illa í skólanum. Lærdómur. Fer sennilega seint að sofa. I morgen fer ég svo til Ísafjarðar - ég elska að fljúga til Ísafjarðar, ég elska fjallið sem mér finnst flugvélin alltaf vera að rekast í þegar hún flýgur inn fjörðinn, ég elska trygginguna fyrir því að það verði ekki ófært... En ég útskrifaðist um síðustu helgi! Með diploma í fötlunarfræðum :) Reyndar námskeið sem ég kláraði vorið 2006 en fattaði ekki fyrr en um daginn að ég græddi eitthvað á því að útskrifast með þau - góð meðmæli fyrir mig og mitt starf :)