fimmtudagur, mars 27, 2008

Að feisa höfnun...

... er greinilega hluti af því að öðlast MA gráðu, þeas ef maður vill fá einhvern til að styrkja sig. Ég hef verið að fá í hús nokkur svör við styrktarbeiðnum sem ég sendi út í lok febrúar. Einn aðili ætlar að leggja erindið fyrir á fundi um mánaðarmótin, annar aðili óskaði eftir frekari upplýsingum en allir aðrir hafa ekki séð sér fært um að styrkja mig. Neitunarbréfin hafa verið mjög fjölbreytt, allt frá því að vera stuttorð þar sagt að ekki sé hægt að verða við beiðni minni að langorða vangveltum um verkefnið og ég hvött til þess að ljúka þessu enda mikilvægt málefni. Eitt bréfið vakti þó athygli mína, þar kemur fram að aðilinn sjái ekki gangsemi þess að styrkja þetta verkefni og því verði ekki við styrk. Sá aðili er frekar stórt batteríi á þessu sviði, með þeim stærri á landinu. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að senda þeim viðbótarupplýsingar þar sem "gagnsemin" er ítrekuð. Ég var eiginlega bara hissa og hneyskluð. Nú er bara að bíða eftir frekari svörum, sennilega skríða síðustu svörin í hús í lok sumars. En eitt er víst, ég verð orðin ansi sjóuð í því að feisa höfnun þegar ég tek við prófskírteininu - hvenær sem það verður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

*knús*!
Hvet þig til að senda annað bréf með ítrekun á gagnseminni! Fáránlegt að segja að niðurstöðurnar verði ekki hagnýtar!