fimmtudagur, júlí 31, 2008

Skilgreining Peters á menntun? HJÁLP

Man einhver hvar þessa blessuðu skilgreingu er að finna? Við lærðum þetta orð fyrir orð þegar við tókum Innganginn? Ég er búin að fara í gegnum alla Exploring Education og þar finn ég bara vangaveltur Peters um the educated man..... er það það sama??

þriðjudagur, júlí 29, 2008

.... illa girtar meyjar

Talsverð umræða hefur verið í þjóðfélaginu um lag Baggalúts um Þjóðhátið í Eyjum. Ég er kannski svona rotin að innan en mér finnst þetta bara þrælfyndið - ég get ekki séð að það sé verið að hvetja til nauðgana nema fólk kjósi að oftúlka einstaka setningar. Þjóðhátið er lausgirt hátíð einhleypra - ég held því miður að það sé ekki of sagt að margir vita ekkert endilega hver setti í hvern ...

mánudagur, júlí 28, 2008

Nautið 28.júlí 2008

"Þú ræðst í áskoranir og drauma. Ekki hengja þig í smáatriði eða hræðast að geta ekki gert allt. Allt verður auðvelt ef þú bara nýtur þess."

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Það sem koma skal

Nú er að koma að því, ég get ekki flúið það mikið lengur að spá í því hvað við María gerum um áramótin. Við þurfum að flytja héðan 5.janúar nk. Sama þótt ég færi í eitthvað nám fengi ég ekki að vera lengur - búin með kvótann. En hvernig á maður að fara að?
---
Ég skil ekki hvernig þetta á allt að ganga upp. Húsaleiga fyrir 3ja herbergja íbúð fer ekki undir 110.000 á mánuði, algengt verð virðist vera 150-170.000 á mánuði. Mjög svipuð upphæð færi í að greiða af lánum og öllu tilheyrandi ef maður skyldi kaupa. Frístundaheimili kostar 10.000 á mánuði, sem er nauðsynlegt að borga svo hægt sé að vinna fullan vinnudag. Matur fyrir í skólamötuneyti kostar 5325 á mánuði. Í dag borga ég 7.000 á mánuði í hita, rafmagn og internet. Þetta gerir tæpar 200.000 krónur á mánuði, þetta eru allt greiðslur sem ekki er hægt að komast hjá og fullt vantar inn í ss síma, tryggingar, RÚV, rekstur á bíl, íþróttir og gamlar syndir. Gert er ráð fyrir því að einstaklingur með eitt barn þurfi að lágmarki 68.700 á mánuði í mat, hreinlætisvörur, frístundir, læknisþjónustu, fatakaup og "ýmislegt" samkvæmt Ráðgjafarstofu heimilanna. Kannski er ég ótrúlega svartsýn en ég er bara ekki að sjá þetta ganga upp.
---
Hvenær ætlar blessaða ríkistjórnin okkar að vakna og sjá að þjóðfélagið okkar er ekki ganga upp, samkvæmt fræðingunum á húsnæðiskostnaður að vera þriðjungur af útborgðuðum launum til að boginn sé "rétt" spenntur - þeas til að hann þoli minni háttar áföll. Samkvæmt því ætti einstaklingur sem borgar 150.000 í leigu að vera með 450.000 í útborguð laun á mánuði.
---
Þið fyrirgefið tuðið - skárra að lesa þetta hér heldur en að hlusta á mig kvarta og kveina í símann ekki satt??

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Hvað þarf marga til að skipta um ljósaperu?

Daman fór í lit og klipp í dag til Önnu Siggu - kom út hæstánægð eins og alltaf. Nema hvað að ég gluggaði í Vikuna með ég beið með litinn og rakst á skemmtilegar pælingar um stjörnumerkin.. nokkrar þeirra áttu svo vel við ákveðna aðila ...
  • Naut: Einn, reyndu að segja að peran sé ónýt og best sé að skipta henni út og svo þurfi að henda henni
  • Tvíburi: Tvo, þeir skipta samt aldrei um peru heldur ræða um það hver á gera það og afhverju þurfi að skipta um peru
  • Meyja: Um það bil einn með skekkjumörkum +/- milljón
  • Bogmaður: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú hefur áhyggjur af ljósaperu!
  • Steingeit: Eyðum ekki tíma í þessa barnalegu brandara

Sérfræðingur eða kollegi

Mér finnst alltaf pínulítið kjánalegt og jafnvel óþægilegt þegar fólk spyr mig að einhverju um mitt sérsvið og jafnvel kallar mig sérfræðing á því sviði, eða hvað þá þegar fólk spyr um kollega mína - þær Valgerði og Hildi Höllu... mér finnst maður ekki eignast kollega fyrr en á fimmtugsaldri. Kannski er þetta spurning um sjálfstraust, því jú eitthvað hlýtur maður að hafa lært á fimm árum í háskóla.
---
Dagurinn í dag fór í lestur á lagatextum, umsögnum, greinargerðum, ræðum og fleiri skemmtilegheitum frá Alþingi. Mér finnst lúmst gaman að lögum og reglugerðum, kannski af því ég get verið svo ferköntuð stundum :) Nýju grunnskólalögin eru mjög sérstök fyrir margar sakir og tímamótalög að vissu leyti en að mörgu leyti fara þau aftur til eldri lagasetninga hvað varðar minn hóp. Mikil gagnrýni kom frá ýmsum hagsmunahópnum þegar frumvarpið var lagt fram en ég get ekki séð að sú gagnrýni sem kom á klausur er varða nemendur með sérþarfir hafi fengið jafn mikið vægi og sú gagnrýni sem kom á "kristilegt siðgæði" á sínum tíma.
---
Fyrrum kennari minn úr BA náminu kom að spjalla við mig og við áttum gott og skemmtilegt spjall um nýju lögin, krakka með ADHD, SMT-og PMT agastjórnunarkerfin og þess háttar. Í samtalinu vísaði hún til mín sem sérfræðings í þessum málum, sérfræðingur er fyrir mér alvitur einstaklingur sem er orðinn nokkuð gamall. Það er ég ekki, hvorki alvitur né gömul. Kannski aftur, spurning um sjálfstraust. Ég veit margt um þetta efni, en ekki allt.
---
Ég átti líka samtal við annan einstakling sem var á öndverðum meiði við mig í þessum málum, ég kvíði fyrir því að kynna efni ritgerðarinnar og mæta fleira fólki með þær skoðanir - því jú, þeir sem eru á öndverðum meiði við mig eru fleiri en þeir sem mér eru sammála. Allt spurning um vald ráðandi hópa.
--- En kollegar mínir, ég hvet ykkur til að kíkja á nýju lögin :)

Sumarið er að verða búið...

... og mér finnst ég ekkert hafa gert "sumarlegt". Það sem af er sumri hef ég farið til Akureyrar í 2 helgarferðir, eina ferð norður á Blönduós og svo viku til Krítar. Næsta helgi verður tekin á Skagaströnd city og svo er það sumarbústaður í ágúst. Þegar sumarið kveður mun ég hafa fest tjaldvagninn einu sinni aftan í bílinn. Þegar fjárfest var í gripnum var ákveðið að vera alltaf í útilegu, ég fer aldrei í útilegu samt búin að eiga gripinn núna í 3 ár. Góð kaup þar.
--- Mér finnst ég hafa verið svo upptekin en samt hef ég ekki gert margt.

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Barnið grét...

... yfir lokaþættinum af Age of Love og gat ekki hætt að gráta. Hún ætlar greinilega að erfa stáltaugarnar hennar mömmu sinnar.

Blettatígur með bólgið auga

Frá því ég fæddist á stofu 6 á Héraðshæli Austur Húnvetninga hef ég verið B manneskja, eða svo gott sem. Mér finnst best að vinna fram á nótt og þegar ég var sem mest í námskeiðum sátum við og lásum (og hlógum) í Odda þar til við vorum nánast reknar út úr húsinu - ýtið bara á "push to open" sagði einn öryggisvörðurinn við okkur þegar við héldum að við værum læstar inni.
---
Mér finnst algjörlega ómögulegt að fara snemma að sofa og að sjálfsögðu er mér ókleift að vakna fyrr en um sjö, hálf átta á morgnana í fyrsta lagi. Sem betur fer mæti ég ekki til vinnu fyrr en níu og Melaskóli byrjar ekki fyrr en hálf níu - gjörsamlega sniðið fyrir okkur mæðgur. Yndið mitt er nefnilega alveg eins og ég, hún nennir mjög sjaldan á fætur á morgana og er lengi að sofna á kvöldin. Litla dýrið er klædd í föt og fær morgunmat á skrifborðið sitt inn til sín - annars tekur það heila eilífð að koma henni á fætur. Ef ég næ ekki að grípa hana þegar hún er búin með morgunmatinn fer hún aftur að sofa. Eitt sinn ætlaði ég að kvarta við mömmu undan þessari hegðun hjá barninu en hún hló bara, ég var víst svona líka :)
---
Ég ætlaði þó að breyta til í kvöld, fara að sofa fyrir miðnætti. Ég ákvað þó að fara í sturtu fyrir svefninn og fara í smá beauty meðferð. Nema hvað, mig fór allt í einu að klægja svo svakalega í augað en pældi lítið í því fyrr en ég var búin að taka til augnbrúnalitinn. Ég hætti skyndilega við þegar ég sá að annað augað var eldrautt og stokkbólgið eins og á leikskólabarni með augnkvef. Jæja, ég ákvað að sleppa andlitsdúlleríi og skellti mér í sturtuna. Mér til mikillar ánægju steig ég úr sturtunni endurfædd sem blettatígur, fallega brúna húðin mín er öll að fara. Eftir að hafa borið á mig body butter ákvað ég að hætta við að fara snemma að sofa... það er alveg sama hvað ég geri, ég verð pottþétt með ljótuna á morgun.
---
Myndir frá bryllupinu á Akureyri eru hér

sunnudagur, júlí 13, 2008

Það eru naumast viðbrögðin..

.... við síðustu færslu - vill enginn að ég gangi út? Valla bauð mér aðstoð við ferminguna hennar Maríu þegar ég var að hjálpa henni fyrir bryllupið, ómeðvitað gerði hún ráð fyrir því að ég myndi ferma fyrr en gifta mig - greinilega fleiri sem hugsa svoleiðis :)
---
Ég er búin að vera frekar mikið á netinu undanfarna daga og bloggrúnturinn minn hefur ekki beint verið uppörvandi, allir að blogga um karlaleysi, kvennaleysi eða vonlausa kosti. Greinilegt að það tekur á sálina að vera single á þessum árstíma. Sumarið er svo skemmtilegur date tími, svona eins og hálfgerður fengitími.
---
Annars er helgin bara að verða búin og á morgun taka við ritgerðarskrif - sem nota bene ganga bara nokkuð vel! Hanna Björg gaf mér þvílíka vítamínsprautu í morgunkaffinu um daginn, ég kom mér fyrir við vinnuskrifborðið mitt í Gimli og vann eins og mófó enda kerlingar mínar í næsta nágrenni ef mig vantaði spjall eða truflun. Ég var ekki alveg að finna mig í Odda, þar er enginn þessa dagana og þögnin er þrúgandi. Þeir sem þekkja mig vita að lærdómur í þögn hefur aldrei verið mín sterka hlið.
---
Við María erum búnar að vera nokk duglegar þessa helgina, á föstudag fór sú stutta í flugferð með pabba sínum í 2 tíma um SV- landið. Á laugardag dúlluðumst við heima og fórum svo í Hafnarfjörðinn að hjálpa til við flutninga og það sem þarf að gera þar. Í dag réðumst við svo á herbergi heimasætunnar, það verk er enn óklárað en 4 pappakassar og 1 ruslapoki hafa kvatt alltof stóra herbergið hennar. Við gerðum smá hlé á tiltektinni og fórum í bíó á KungFu Panda. Þessi elska var búin að sjá myndina svo hún sagði mér alltaf hvað gerðist næst :)
---
Næsta helgi er svo pabbahelgi -aldrei að vita hvað maður gerir þá. Reyndar er ég að leita mér að smá helgarvinnu þær helgar sem hún er í burtu svo það er aldrei að vita nema maður verði að vinna - who know´s
----
En stelpur, ég var ekkert að grínast í síðustu færslu - komið mér á deit

föstudagur, júlí 11, 2008

Age of Love

Ég er gjörsamlega húkkt á þessum hallærislega þætti - ég hlæ, græt, verð reið, afbrýðisöm og allan pakkann. Mig langar svo í fullkomið líf með fullkomnum manni. En samt langar mig líka að vera bara ein með Maríu það sem eftir er.
---
Mig langar að vakna á morgnana og fara að sofa með einhverjum sem ég elska og elskar mig út af lífinu. Mig langar í rómantískan karl sem vill allt fyrir mig gera en vill líka að ég sé sjálfstæð. Mig langar í karl sem sér ekki sólina fyrir mér og Maríu. Mig langar í karl sem langar ekkert í fyrrverandi kærustuna sína. Mig langar í karl sem heldur ekki framhjá. Mig langar í karl sem er ekki í neinni óreglu, í góðu starfi og með góða menntun. Mig langar í karl sem eldar, þrífur og tekur til. Mig langar í karl sem er handlaginn og getur reddað því sem þarf að redda. Mig langar í karl sem nennir að kúra með mér og horfa á vælu í sjónvarpinu og finnst það krúttlegt þegar ég sofna. Mig langar í karl sem fær mig til að brosa án þess að segja nokkuð.
---
Samt tel ég mér trú um það að mér langi bara að vera single það sem eftir er, búa okkur Maríu gott heimili í sætri íbúð í vesturbænum og ferðast með henni um heiminn án þess að nokkur karl trufli plön okkar. Því þrátt fyrir að mig langi í karl þá langar mig samt líka að geta gert það sem mig langar án þess að þurfa nokkuð að ræða það við nokkurn annan sem mögulega gæti haft skoðun á því sem ég þyrfti að melta. Mig langar samt svo mikið að vera á sama stað og margar vinkonur mínar, að bæta í barnahópinn, gifta sig og koma sér fyrir í framtíðarhúsnæði.
---
Stelpur - komið mér á date!

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Af eplum og öðrum ávöxtum

Sólin skín úti og ég sit inni við tölvuna. Ég fór og hitti Hönnu í morgunmat í gær, hún er svo yndisleg og svo mikið vítamínsprauta. Ég held að ef ég myndi hitta hana einu sinni í viku þá myndi ég rúlla þessari ritgerð upp á no-time. Ég þarf að taka nokkur fleiri viðtöl og lesa nokkrar ritgerðir uppi á safni - svo er ég bara búin með gagnsöfnun og þá er bara eftir að skrifa. Mér finnst gaman að skrifa og þá sérstaklega þegar mikið er komið á blaðið - þá er svo lítið eftir.
---
Hanna Björg sannfærði mig líka um að þetta væri skemmtileg ritgerð og mér fannst efnið mjög áhugvert eftir okkar samtal - var nefnilega komin með nett ógeð á því. Það er náttúrlega fáránlegt þegar lögum er breytt svo ráðandi hópar þurfi ekki lengur að brjóta lögin þegar verið að brjóta á rétti valdaminni einstaklinga. Minnir mann bara á maríjúnalöggjöfina í USA sem var mjög ströng þar til börn háttsettra aðila voru tekin að fá sér smók. Nema hvað að það eru ansi mjög ár síðan og maður hélt að Ísland ræki ekki svona stefnu.
---
Dagskrá dagins í dag er að setja upp hvern kafla, ss hvað á að vera í honum og hvað ekki. Á morgun ætla ég að skipuleggja allt lesefnið sem ég er með út frá þessum köflum.

þriðjudagur, júlí 08, 2008

IRONMASTER

... já eða bara bloggmaster, ég er alla vega ekki master í fötlunarfræðum. En í síðustu færslu var ég nýkomin heim frá Akureyri - hölt. Í dag er ég ennþá hölt en nýkomin heim frá Blönduósi með smá millilendingu á Krít. Maja systa reddaði sennilega fætinum með því að draga glerbrot úr ilinni fyrr í dag :)
Við Guðrún vorum ss svo miklir snillingar að í byrjun maí pöntuðum við ferð til Krítar eins og margir vissu - flestir nema Sunnefa - en hún var að fara í sömu ferð með Vicktoríu. Hún vissi ekki af okkur Guðrúnu fyrr en við mættum henni á innritunarborðinu í KEF. Við vorum í viku á Krít þar sem við lágum í sólbaði, sáum drauga, lásum bækur (aðallega Plúsferðabæklinginn samt) og gerðum gloríur á bílaleigubíl... ég dó næstum því úr hræðslu þegar Guðrún þurfti að bakka ca 0,5 km á einbreiðum malavegi efst upp í fjalli. Ég gekk með bílnum og Sunnefa gædaði um topplúguna. Myndir koma fljótlega eða bara þegar ég nenni ...
Annars fórum við mútta með Óla frænda og krökkunum norður um síðustu helgi. Ég keyrði allt liðið á Fordinum hennar Maju, þvílík draumadós - mig langar í Ford Explorer þegar ég verð rík. Eigum við eitthvað að ræða það hvað það er gott að keyra þetta tæki? En nú er komin pása á sumarfríið, ég er sest að upp í Odda - að sjálfsögðu um leið og Helgi fer út hahha - en planið er að vera komin með góða mynd á ritgerðarskrímslið þegar ég mæti aftur í vinnu í ágúst. María brillerar á námskeiðum út um allan bæ og við dúllumst saman á kvöldin. Eníveis, ég hendi myndum inn þegar ég nenni