mánudagur, janúar 19, 2009

Blessuð sértu sveitin mín...

... ég bý í sveit, langt út sveit.. kílómetramælirinn á bílnum sýnir meiri keyrslu síðustu tvær vikur en í nóvember og desember til samans. Það fylgja því ákveðnir kostir að búa svona langt frá hjartanu - maður fær quality tíma í bílnum á hverjum morgni og alltaf á leiðinni heim. Ég gat til dæmis sagt Guðrúnu frá því hvernig lopapeysusöfnunin byrjaði - því jú ég var að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinna einn morguninn - svo veit ég yfirleitt alltaf hver spurning dagsins er í Reykjavík Síðdegis.... og og og..
---
Ég ákvað að nýta mér það út í ystu æsar að búa í sveitinni á síðasta fimmtudag - og fékk þrefalt sjokk.. ég vildi bara fá Hressó, Smart og Melabúðina í lok kvöldsins! Ég þurfti aðeins að skjótast í búð og 10-11 í Arnarbakka var fyrir valinu þar sem hún var næst. Búðin minnti mig á sóðalegan súpermarkað á Spáni. Það var vond lykt þar inni, lítið af vörum í hillum og skuggalegt yfirbragð yfir öllu. Þrátt fyrir að öryggisvörður væri að afgreiða fann ég litla öryggistilfinningu í litla hjartanum mínu og dreif mig út.
---
Því næst ákvað ég að fara í ljós á minn gamla vinnustað - ég hef ekki farið þar í mörg ár. Ég held að ég ljúgi ekki að neinum þegar ég segist hafa kíkt í einn ljósatíma þar frá því ég hætti 2002 - á árunum 1997-2002 fór ég aftur á móti í marga tíma, þreif öll skúmaskot og bardúsaði við bekkina ef þess þurfti. Því mættu röntgenaugu á Sólbaðstofuna. Fyrst ætlaði ég að kaupa mér sjampó, það var ekki til. Þá ætlaði ég að kaupa mér krem á kroppinn, það var til ein tegund - sú sama og var seld 2002. Því næst fékk ég leyfi til að fara í bekkinn. Ég kveikti á honum og veitti því athygli að lítið hefur verið gert á þessum blessaða stað síðustu árin, veggirnir eru ennþá grænir og bekkirnir þeir sömu. Nema hvað, bekkurinn fór í gang með þvílíkum látum en samt ekki nógu kraftmiklum því það var dautt á 3 perum í efra - mig langaði að fara fram og biðja kerlu um skiptilykillinn og snúa perunum, athuga hvort ég gæti ekki fengið þær í gang eeeeennn mér fannst bekkur eitthvað svo ógirnilegur að ég var farin út eftir 4 mín - henti mér í sturtu og út í bíl þar sem ég setti upp andlit, greiddi hárið og kláraði að fínpússa apaköttinn. Heimsóknin á Sólbaðstofuna tók sennilega um 15 mínútur í allt.
---
Eftir ljósin fór ég og hitti Elínu mína á Draumakaffi - það var svo sem ekkert að því nema bara svona sveitó - krúttlega sveitó. Æi, bara svona ekki Hressó undir teppi með hitara.. tvöfaldan latte í glasi.. og nikótín
---
...eftir þessa sveitareisu brunaði ég í 101!

fimmtudagur, janúar 08, 2009

Fjarlægðin gerir fjöllin blá...

... sagði eitthvað gáfumennið. Úr nýju stofunni "minni" hef ég gríðarlega gott útsýni yfir Reykjavíkina og upp á Skaga ef þannig liggur á. Á leiðinni í vinnuna í morgun virti ég fyrir mér útsýnið á meðan ég keyrði niður brekkuna og áttaði mig á því hvað Reykjavík er gríðarlega falleg borg, sérstaklega vestasti hlutinn..
---
Eggertsgatan var kvödd með trega á sunnudagkvöld. Búslóðin var flutt á tvo staði, hluti fór í geymslu og annar hluti fór með mér í "sveitina" eða úthverfið eins og mér finnst betra að kalla þennan stað ;) Þvílíkt og annað eins magn af dóti hefur sjaldan sést á heimili mægðna sem taldi aðeins 68 fm - flutningabílinn var einn, og burðarmenn/konur og hjálparkokkar voru 10 þegar mest lét. Ferðirnar á flutningabílnum voru tvær og klukkutímarnir við burðinn voru rúmlega þrír.
---
Síðustu daga hef ég verið að venjast því að vakna upp á nóttunni til að koma mér og Maríu af stað í skóla og vinnu. Eftir vinnu hefur tekið við þrotlaus vinna að koma fyrir dóti, Ólafsgeislinn er ekki enn farinn að minna á heimili enda er draslið þvílíkt sem fylgdi okkur Maríu. Sveitapjöllan ég er samt orðin ansi kræf í fatamálum - ég er búin að setja til hliðar heilan haug af fötum en samt bara búin að fara í gegnum ca helminginn af klæðum okkar mæðgna. Aðeins föt í "stöðugri" notkun fá skápapláss - hinn fara til vandalausra og vandamanna.
---
Það er merkilega erfitt að koma tveimur einstaklingum fyrir í einu herbergi ;)