sunnudagur, maí 21, 2006

...

Ja hérna hér, aldeilis langt síðan síðast. Ég er búin í prófunum og farin af stað í vinnunni en annars hafa aðrir hlutir breytt aðeins plönum mínum og hvatt mig til að hugsa vel um lífið og tilveruna. Hún elskulega amma mín kvaddi þennan heim fyrir rúmri viku. Ég sakna hennar rosalega mikið og hef mikið hugsað til hennar undanfarið. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa átt hana fyrir ömmu, án hennar væri ég ekki sú sem ég er. Hún var alltaf svo góð, ég held að það hafi ekki verið til neinn með stærra hjarta eða bara yndislegri. Ég átti bestu ömmu í heimi.

föstudagur, maí 05, 2006

Brilliant lag

Íslensk þýðing á You´re beautiful..... http://www.sigurjon.com/mp3/BrynjarMar-YourBeautiful.mp3 Ég meig næstum því á mig :)

fimmtudagur, maí 04, 2006

Blessað málfarið :)

Vínbúðin Garðabæ óskar eftir starfsfólki til að vinna alla virka daga, einnig fimmtudaga og föstudaga.... Síðast þegar ég vissi tilheyrðu fimmtudagar og föstudagar virkum dögum, er ég eitthvað að rugla? Eða er þetta svona þegar maður er að djúsa, eru þá virku dagarnir bara 3? Sá þessa auglýsingu á töflu í Odda...

þriðjudagur, maí 02, 2006

Ógó sniðugt

1. Aldrei í lífi mínu: mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn! 2. Þegar ég var fimm ára: átti ég heima á Blönduósi- mekka sveitarfólksins 3. Menntaskóla árin voru: bara nokkuð fín... Kynnist henni Helgu minni fyrsta skóladaginn. Við áttum frábærar stundir í hálkunni eða í Gullnesti :) 4. Ég hitti einu sinni: Pétur Jóhann Sigfússon á Húðlæknastöðinni- ég var alveg pottþétt á því að þetta væri falin myndavél eða eitthvað. Guttinn var bara að fara til doksa eins og ég 5. Einu sinni þegar ég var á bar: varð ég of drukkkin- bara einu sinni 6. Síðastliðna nótt: horfði ég á sjónvarpið þar til ég sofnaði og svaf í sófanum til 6 í morgun... 7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verður af gefnu tilefni 8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: skrítið fólk að læra með ipodinn á fullu 9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: fleira skírtið fólk sem er líka að læra, ein er meira að segja í kínaskóm 10.Þegar ég verð gömul/gamall: ætla ég að njóta þess að vera til 11. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég að læra fyrir próf, vonandi í náms- og starfsráðgjöf 12. Betra nafn fyrir mig væri: Sigríður 13. Ég á erfitt með að skilja: marga hluti, suma langar mig ekki einu sinni að skilja 14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég tala við þig aftur 15. Fyrsta manneskjan til að eignast barn í þínum vinahóp væri: Iss, old news- síðust væri meira inn, þá skýt ég á Guðrúnu eða Sunnefu. 16. Farðu eftir ráðum mínum: ef þig langar, en passaðu þig ég get verið viðbjóðslega stjórnsöm ef ég er í essinu mínu 17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Coca Cola... með smá nikótíni 18. Afhverju myndir þú hata mig: því þú gerðir mér eitthvað sem ekki er hægt að fyrirgefa 19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: heimstyrjöld myndi bresta á 20. Heimurinn mætti alveg vera án: fíkniefna, lélegra foreldra, mannkynbóta, misréttis.... 21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: heftari. 23. Ef ég geri e-ð vel, er það: Mjög vel gert. 24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: Fer nú eftir því hvernig liggur á mér... Labama kallar alltaf fram tár- sætar og sorglegar myndir eru my thing

mánudagur, maí 01, 2006

Sælan búin- heimapróf tekið við

Ég átti alveg frábært afmæli- ég bara man ekki eftir því hvenær það var svona gaman á afmælinu mínu síðast! --- Nonni kom um morguninn og hann og María vöktu mig með afmælisgjöfum og morgunmat. María gaf mér gullhring með áletruninni Mamma 25 ára - bara æði. Svo gaf Nonni mér gjafakort í svaka dekur í Baðhúsinu og pening til að kaupa föt fyrir 2. í afmæli. --- Svo hitti ég Hildi á Hressó til að læra, þar fékk ég afmæliskók með eyrum og franskar þar sem búið var að skrifa Happy Birthday. James stóð alveg fyrir sínu og skemmti okkur í tilefni afmælisins, verst hann er að hætta kappinn- ætlar í sveitina og vinna á háklassahóteli. --- Svo var það fyrirlestur hjá GG um orðræðugreiningu á uppeldishandbókum, fyrirlesturinn gekk svona langt framar vonum og GG var bara ánægð með hann- ég er ekki að grínast, ég held hún hafi verið ánægð. --- Svo fór ég í búðina ti að versla í matinn, sjálfan afmælismatinn. Ég keypti bleikt veislukjöt eftir pöntun prinsessunnar minnar. Anna Maja kom og borðaði með okkur og svo passaði hún skvísuna fyrir mig um kvöldið. Maturinn var æði, við að sjálfsögðu átum á okkur gat eins og venja er. Það er alveg æði að bjóða Önnu Maju í mat, henni finnst alveg jafn gaman og mér að borða góðan mat. --- Eftir matinn fór ég á fund á leikskólanum- sá var ekki skemmtilegur nema að því leyti að ég er enn ákveðnari í að taka Maríu af leikskólanum í haust. FS tekur við rekstrinum 1. september og þá gjörbreytist allt en ég nenni ekki að ræða það hér :) Eftir fundinn fór ég og hitti Elínu og Hildi á Hressó- bara í smá kaffi hélt ég. En þegar ég kom var Ingunn komin líka og ég fékk kveðjur frá Kollu og Maríu sem komust ekki. Skvísunar voru búnar að láta taka frá borð fyrir okkur og panta súkkulaðiköku með kertum og páskaunga, svo var búið að skrifa á kökuna: Ásdís 25 ára. Elín gaf mér káflaskinn sem hún ætlar að sauma handa mér tösku úr- mig er búið að dreyma lengi um svona skinntösku :) Skemmtileg kvöld sem kom skemmtilega á óvart- takk stelpur mínar! --- Föstudagurinn var svo annar í afmæli. Ég byrjaði daginn á Vorhátíð leikskólans þar sem skotta mín var með söngatriði með hópnum sínum. Þau sungu indjánalagið- ferlega sætt. Svo fór ég þaðan í Baðhúsið í smá dekur- ég hafði ekki tíma fyrir allt dekrið sem ég átti inni svo að ég fór bara í litun, plokkun, augnmaska og lúxusandlitsbað- geðveikt! --- Svo lá leið mín í Kringluna til að kaupa föt fyrir kvöldið. Það gekk nú ekki eins og ég hafði vonast til- helvítis kíló skemma alltaf allt :) En ég sjoppaði samt buxur, jakka og bol. Svo brunaði ég heim til að fínpússa mig fyrir kvöldið. --- Svo komu Maja og Beggi að sækja mig því við vorum að fara út að borða með mömmu og Sigga. Við fórum á Lækjarbrekku- forrétturinn og afmælidesertinn voru æði, kjötið aðeins síðra en kvöldið alveg frábært. Við sátum og spjölluð langt fram eftir um allt og ekkert. Rifjuðum upp gamla dag og Beggi tók okkur Maju í nefnið á spjalli við nossara- sænskan hans kom honum vel. Nossararnir sögðust vera olíubarónar í leit að olíu á Íslandi því nú væri sko tíminn til að græða :) --- Ég var komin heim um eittleytið eftir frábæran dag. Takk allir fyrir að gera dagana svona skemmtilega og eftirminnilega- knús og kossar. En núna á ég að vera í heimaprófi- held áfram við það eftir smá stund :)