þriðjudagur, júní 24, 2008

Sýnishorn úr giftingarveislunni

Fanney Dóra og Jóhanna - eldhressar Anna Rósa veislustjóri og Heimir tónlistarstjóri
Heimir og Snorri spiluðu undir á gítar langt fram undir morgun
Brúðhjónin sungu að sjálfsögðu með
Addi tók snilldartakta - spurning um að blasta videoinu af kauða hér inn?
Fleiri myndir koma svo seinna...

mánudagur, júní 23, 2008

Ó já...

Jæja, það er ástæða fyrir því að ég er/var þunn, þreytt og hölt í gær. Á föstudagsmorgun skundaði ég norður á Akureyrina, ferðin gekk nokkuð vel og ég keyrði í geggjuðu veðri alla leiðina með Super Mama Djumbo í botni.
---
Föstudagurinn fór í undirbúning fyrir partý aldarinnar, Valla og Addi gengu í það allra heilagasta í apríl og héldu upp á það á laugardaginn. Ofurkonurnar, ég og Valla, fóru snemma í háttinn með nýplokkaðar augabrúnir. Fyrri partur laugardagsins fór svo í að klára undirbúninginn, Chile salatið sló í geng - ótrúlega gott með grillmatnum.
---
Kl 17.00 - Fyrstu gestir mæta á svæðið. Ásdís er enn að taka sig til.
kl. 17.30 - Fleiri gestir mæta. Ásdís brunar út í búð að kaupa innlegg í skóna hjá henni og Völlu
kl. 18.00 - Skálað í fyrsta freyðivínsglasinu, stuttu seinna í glasi nr. 2 og aðeins seinna í glasi nr. 3
kl. 18.30 - Matur - engin steinselja varð eftir í tönnum
kl. 19.00-22.30 - Unnið hörðum höndum að því að tapa sjarmanum. Skemmtilegar ræður og skemmtatriði, mikið hlegið og sungið.
kl. 22.36 - Sjarminn farinn. Friðrik hellir yfir Ásdís rauðvíni. Ásdís skiptir um skyrtu. Haldið áfram að syngja
kl. 03.00 - Rölt af stað í bæinn, farið á Karolínu. Ásdísi langaði að dansa. Hringdi í Önnu Rósu, Önnu Beggu, 118 og eitthvað nr sem hún þekkir ekki.
kl. 03.31 - Ásdís fer af Karolínu og hitti fyrrv einnar úr vinahópnum. Hann elskaði hana víst alveg rosalega mikið. Ásdís þurfti að flýta sér á Kaffi Ak áður en það lokaði. Hljóp berfætt.
kl. 03.38 - Ásdís komin á Kaffi Ak. og dansar með Önnu Beggu og Önnu Rósu, fékk heimboð frá einum 21 árs - afþakkaði það.
kl. 03.45 - Ásdís varð pirruð
kl. 04.00 - Ásdís ætlar með Önnu Beggu á barinn, týndi henni á leiðinni. Fór samt á barinn. Ljósin voru kveikt. Hitti Sæsa, fór aftur á barinn.
kl. 04.15 - Ásdís fór á Hlölla
kl. 04.30 - Ásdís leggur af stað heim í Vanabyggðina, berfætt. Deyr úr hlátri í Skátagilinu.
kl. 05.00 - 05.30 - Ásdís farin að nálagast Vanabyggðina, tapaði sér í símanum - hringdi út um allt.
kl. 05.32 - Ásdís leggst til hvílu í öllu nema skónum
kl. 09.30 - Ásdís vaknar að kafna úr hita. Fer í stofuna, úr lopapeysunni og heldur áfram að sofa.
---
Ótrúlega skemmtilegt kvöld og frábær helgi, heimferðin var erfið - ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég stoppaði á Öxnadalsheiðinni, í Varmahlíð, á Blönduósi, í Víðidalnum, í Staðarskála og í Borgarnesi. Mikið hlegið - mikið sungið. Ég elska Akureyri - það er alltaf svo gaman þar

sunnudagur, júní 22, 2008

Ég er...

... hölt, þunn og þreytt eftir frábæra helgi.

miðvikudagur, júní 18, 2008

Talarðu íslensku?

... var fyrsta spurningin sem ég fékk þegar ég settist með tölvuna og vinnudótið mitt á Hressó nú í morgun. Mér er spurn, lít ég út fyrir að vera voðalega útlensk? Kauða vantaði að vita landsnúmerið fyrir Ísland og taldi víst að ég vissi það ekki fyrst ég væri íslensk.... Hann er sjálfur Íslendingur.
---
Ég prufaði að vera 3ja barna móðir um helgina, ég var í Hafnarfirðinum með Maríu, Önnu og Ottó. Ég fór aðeins í búð á sunnudaginn og fékk pössun fyrir börnin, ég hreinlega nennti ekki að smala öllum í bílinn og fara á milli verslana með þau. Ég tek ofan af fyrir þeim mæðrum sem geta átt 3 börn, haldið sómasamlegt heimili og litið þokkalega út. Ég var eins og drusla og átti fullt í fangi með að halda heimilinu sæmilegu. Þau eru samt svo mikil yndi öll saman, eins og systkini - flott systkini.
---
Við mægður kíktum svo í Hafnarfjörðinn í gær og tókum þátt í smá hátíðarhöldum þar, reyndar lögðum við bílnum á kolvitlausum stað svo meirihlutinn af deginum fór í labb. Þreyttar lappir lögðu sig svo í gærkvöldi með Maríu, við horfðum aðeins á imbann saman en barnið er alveg húkkt á "Age of Love" - skilur reyndar ekkert út á hvað hann gengur en vill alltaf horfa á hann með ástsjúku móðurinni.
---
Annars er snúllan mín að fara til pabba síns á föstudag og kemur ekki aftur til mín fyrr en 2.júlí. Mér finnst það ansi langur tími en hún á eftir að skemmta sér vel, þau hafa líka gott af því að vera saman lengur en 4 daga í einu. Hún verður á leikjanámskeiði í næstu viku svo það kemur í hans verkahring að græja hana fyrir það. Ég er ekki hrifin af svona "pabbahelgarpartýum" og við Nonni höfum lagt áherslu á að hún kynnist daglegu lífi hjá okkur báðum þó hún geri nú fleiri skemmtilegri hluti með honum heldur en með mér. En ég á samt eftir að sakna hennar alveg þvílíkt mikið.
---
Nóg af tuði, Akureyrin á föstudag - ég bara elska Akureyrina og fólkið mitt þar. Partý aldarinnar verður svo á laugardaginn þar sem ég verð salatmeistarinn - smátt skorið!

mánudagur, júní 09, 2008

Af ljótunni og öðrum skemmtilegheitum

Þá er kominn einn einn mánudagurinn, síðasti mánudagurinn minn í vinnunni þar til í ágúst. Næsta mánudag verð ég komin í leyfi og flutt upp á 3.hæð í Odda. Reyndar skýst ég nokkrum sinnum á fundi út í Gimli og sennilegast á ég nú eftir að heimsækja kerlingarnar mínar nokkrum sinnum til að spjalla. Þrátt fyrir að hafa nánast búið í vinnunni síðustu vikur þá eru enn nokkur verkefni sem ég á eftir að klára. Svo er það blessuð MA ritgerðin sem fær að njóta krafa minna í sumar.
---
Annars vaknaði ég með ljótuna í morgun, á háu stigi. Ég vaknaði of seint til að ná að maka henni af mér svo ég hljóp(keyrði) bara í vinnuna, ég hugsaði með mér að ég ætti hvort sem er eftir að vera lokuð inni á skrifstofu í allan dag í samlestri vegna brautskráningarinnar en annað kom á daginn. Þau fáu skipti sem ég var frammi hitti ég fullt af fólki, fólki sem mig langaði ekkert að hitta með ljótuna. Það er svo týpískt. Húðin á mér er öll í fokki, þurrkublettir og bólur og augabrúnirnar eru ekki til umræðu. Ég held að fína andlitskremið mitt sem ég sjoppaði úti á Tenerife sé að gera mér einhvern óleik, spurning um að skipta bara í Nivea - það virkar alla vega fínt.
---
Næst á dagskrá er að ná ljótunni af fésinu áður en ég fer til Akureyrar, koma mér í lærdómsgírinn, undirbúa nokkur viðtöl og missa nokkur kg - öll töfrabrögð í þeim efnum eru vel þegin.