sunnudagur, maí 25, 2008

Sleepy sunday

Í dag er sunnudagur, crazy vinnuvika að baki og önnur crazy að banka upp á. Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt eins og á föstudagskvöldið þegar ég hlunkaðist til Maju að passa, ég svaf á mínu græna alla nóttina og eins og góðri barnapíu sæmir vaknaði ég ekki við börnin um morguninn heldur svaf til hádegis... Ég fór þá heim og sofnaði aftur.
Guðrún bauð okkur Sunny í Eurógrill í gærkvöldi, kvöldið var rosalega fínt í alla staði en ég komst aldrei í partýgírinn - þetta var bara eitt af þessum kvöldum. Ég var bara ógeðslega þreytt og fór snemma heim. Ég svaf í pörtum fram undir morgun, og lagði mig svo aftur seinni partinn - það er svo gott að sofa þegar maður er freyttur skratti.
Ég verð svo eiðarlaus á sunnudagskvöldum - ég skil þetta ekki. Mig langar að Vallan mín búi hérna í húsinu og komi með mér á kaffihús og ræði helstu málefnin eins og í den... bara einn bolli - það var næs. Ohh mig langar á kaffihús núna.
---
En hvernig líst ykkur annars á þessa mynd af mér og Nonna í útskriftinni minni í október 2005??? Við skulum hafa það á hreinu að ég er bara 24 ára þarna.... Af hverju sagði enginn neitt? Ég er hræðileg á þessum myndum

sunnudagur, maí 18, 2008

It´s complicated....

Mér leiðist, ég nenni ekki að fara að sofa en ég veit að ég ætti að gera það - mér leiðist of mikið til að nenna í rúmið. Mig langar svo margt og hugurinn er all over the place

  • Mig langar að kaupa mér ný húsgögn, en why? ég er að fara flytja eftir hálft ár
  • Mig langar að flytja en ég hef ekki efni á því
  • Mig langar að mála íbúðina en ég má það ekki
  • Mig langar að búa á Akureyri en mamma og Mæja þurfa þá að flytja líka
  • Mig langar að í augnbrúnatattú, gervineglur, sílikón og sixpakk en ég nenni ekki að hreyfa mig og hitt er of dýrt til að spreða í það svona á sunnudegi
  • Mig langar að læra eitthvað annað en fötlunarfræði en ég er samt eiginlega búin með hana. Mig langar í stjórnmálafræði en það er fáránlegt að vera með 2 BA próf
  • Mig langar að fara til útlanda í nám en það er bara svo flókið og dýrt
  • Mig langar í stelpuferð til útlanda en bara
  • Mig langar að vera sjálfstæð og geta gert allt sem mig langar til

Hvað skal mann þá gjöra? ohhh

laugardagur, maí 17, 2008

Akureyrin og gamli skrafurinn

Það var geðveikt á Akureyri - viðbjóðslegt veður á leiðinni en frábært á Eyrinni. Fermingin var fín, áfengið rosalega fínt og félagsskapurinn rosalega góður. Myndirnar eru hér... --- En ég bara varð að stela þessum brandara af öðru bloggi Kona nokkur ákveður að fara í andlitslyftingu á afmælisdegi sínum, eyðir í það 500.000 krónum og er bara nokkuð ánægð með árangurinn. Á leiðinni heim kemur hún við í hreinsun og hreinlega getur ekki hamið sig og spyr afgreiðslumanninn, "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? "Svona 32 segir maðurinn". "Ég er reyndar 47", segir konan ánægð. Skömmu síðar er konan stödd á veitingastað og spyr þjóninn "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? "Þú ert svona 29 ára", svarar þjónninn. "Ekki aldeilis, ég er 47 ára" segir konan og glottir við tönn. Konan er orðin virkilega ánægð með þessa ákvörðun sína og þar sem hún stendur fyrir utan veitingastaðinn og bíður eftir leigubíl getur hún ekki á sér setið og spyr eldri mann sem stendur við hlið hennar. "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? Hann svarar, "Ég er 78 ára sjálfur og sjónin er farin að daprast. En ég komst að því sem ungur maður að það er til örugg aðferð til að segja til um aldur kvenna. Ég þarf þó að lauma hendinni ofan í buxurnar þínar til þess að finna þetta út, en þá veit ég það nákvæmlega. Eftir mikla umhugsun konunnar segir konan afar forvitin, "jú, jú, kannaðu það sem kanna þarf". Gamli maðurinn bíður ekki boðanna og setur höndina mjúklega ofan í buxur konunnar, fyrst annarri og síðan báðum og kannar þessi ókunnu lönd af mikilli gaumgæfni og segir svo, "þú ert 47 ára". Konunni verðu mikið brugðið og segir það hárrétt en spyr líka hvernig í áranum hann hafi farið að þessu. Gamli maðurinn svarar, "Ég sat á næsta borði við þig á veitingastaðnum hérna áðan".

föstudagur, maí 09, 2008

Akureyris og stjörnunar

Jamms, mín er að fara að leggja í hann til Akureyris... færðin er ekta ég, hálka og éljagangur - lovly. Stjörnurnar eru fyndnar í dag, ég flétti upp stjörnuspánni minni eins og ég geri ansi oft. Sunny, um hvað vorum við að tala í gær? Naut: Þú ert klár og heilbrigður í kollinum, og langar að eiga viðskipti við þína líka. Það er ekkert skrýtið, en einhver öfl eru vilja endilega stríða þér. hahhahahaha