laugardagur, maí 17, 2008

Akureyrin og gamli skrafurinn

Það var geðveikt á Akureyri - viðbjóðslegt veður á leiðinni en frábært á Eyrinni. Fermingin var fín, áfengið rosalega fínt og félagsskapurinn rosalega góður. Myndirnar eru hér... --- En ég bara varð að stela þessum brandara af öðru bloggi Kona nokkur ákveður að fara í andlitslyftingu á afmælisdegi sínum, eyðir í það 500.000 krónum og er bara nokkuð ánægð með árangurinn. Á leiðinni heim kemur hún við í hreinsun og hreinlega getur ekki hamið sig og spyr afgreiðslumanninn, "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? "Svona 32 segir maðurinn". "Ég er reyndar 47", segir konan ánægð. Skömmu síðar er konan stödd á veitingastað og spyr þjóninn "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? "Þú ert svona 29 ára", svarar þjónninn. "Ekki aldeilis, ég er 47 ára" segir konan og glottir við tönn. Konan er orðin virkilega ánægð með þessa ákvörðun sína og þar sem hún stendur fyrir utan veitingastaðinn og bíður eftir leigubíl getur hún ekki á sér setið og spyr eldri mann sem stendur við hlið hennar. "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? Hann svarar, "Ég er 78 ára sjálfur og sjónin er farin að daprast. En ég komst að því sem ungur maður að það er til örugg aðferð til að segja til um aldur kvenna. Ég þarf þó að lauma hendinni ofan í buxurnar þínar til þess að finna þetta út, en þá veit ég það nákvæmlega. Eftir mikla umhugsun konunnar segir konan afar forvitin, "jú, jú, kannaðu það sem kanna þarf". Gamli maðurinn bíður ekki boðanna og setur höndina mjúklega ofan í buxur konunnar, fyrst annarri og síðan báðum og kannar þessi ókunnu lönd af mikilli gaumgæfni og segir svo, "þú ert 47 ára". Konunni verðu mikið brugðið og segir það hárrétt en spyr líka hvernig í áranum hann hafi farið að þessu. Gamli maðurinn svarar, "Ég sat á næsta borði við þig á veitingastaðnum hérna áðan".

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey vantaði linkinn!! Vonandi er þetta eitthvað oggulítið ritskoðað samt...

Ásdís Ýr sagði...

hey, þú varst of fljót að skoða bloggið. Tölvan fraus og ég missti mig aðeins í símanum og gleymdi þessu svo en linkurinn er kominn... enjoy

Anna Rósa sagði...

Frábærar myndir :) Hló mig máttlausa af sumum þeirra... Þetta kvöld var algjör snilld.