miðvikudagur, mars 24, 2010

Soddan er nú það..

"Ég hlakka mikið til að halda fullt af saumaklúbbum, halda pizzupartý fyrir Maríu og vinkonur hennar, opna hvítvínsflöskur og hafa það kósý. Over and out"
Þetta skrifaði ég 1.september 2009 - kvöldið áður en við fluttum inn á Hagamel... hvítvínsflöskurnar hafa verið þrjár eða fjórar, pizzupartýin hafa verið nokkur en bara tvö fyrir vinkonur Maríu og saumaklúbburinn hefur verið einn. Það eru nú engin sérstök afköst á hvað... tæpum 7 mánuðum!
Ekki það, mér finnst ég hafa alveg nóg að gera en samt langar mig svo margt. Ég bíð spennt eftir sumrinu og sumarfríinu - kerlingin sótti um bústaði hjá BHM en ég er nú nokkuð viss um að ég fæ engan í ár, frekar en í fyrra. En bara að hafa það kósý og þurfa lítið að skipuleggja dagana nema þá út frá bakstri og sólskini.. ég fíla það!
Eníveis, kannski maður eigi bara að hætta að henda einhverju hérna inn en æi.. ég veit ekki hvort ég tími þv