mánudagur, desember 14, 2009

Jóla jóla

Jólin skella á eftir nokkra daga - alltaf lofa ég sjálfri mér að næstu jól ætli ég ekki að hafa eins mikið að gera eins og þau síðustu. Einhvern veginn tekst mér samt aldrei að standa við það, ég er með ferlegt samviskubit gangvart Maríu að hafa ekki jólast nóg. Sú var tíðin að Ásdísin skreytti allt í nóvember - og líka jólatréð! Nú eru nokkrir dagar í jól og eitt lítið og aumingjalegt aðventuljós er í glugganum. Þessu verður bætt úr næstu daga - ferð í Sorpu plönuð á morgun, ný gluggatjöld og jólahreingerning til að hægt sé að skreyta kotið.
----
Ég er samt ekki komin í neitt jólaskap, ekki fyrir fimmaura - jólaskapið minnkar einhvern veginn með árunum held ég. Ég hlakka ekki til jólanna neitt sérstaklega nema þá bara samverunnar með fjölskyldu og vinum. Ég á eftir að sakna systu og mömmu mikið. Jólin 1999 var ég úti á Flórída og grét af heimþrá á aðfangskvöld, þar var allt svo öðruvísi - maturinn var ekki fyrr en kl 21 um kvöldið og lítil jólastemming. Jólin 2006 fór Maja til Tenerife á undan okkur mömmu, það voru með lélegri jólum - góður tími fór í símtal á milli Spánar og Íslands á aðfangadagskvöld. Jólin í ár verða samt góð, ég er alveg viss um það - en þau verða öðruvísi.
----
María er hefur litlar skoðanir á því hvað hana langar að fá í jólagjöf, þegar ég spurði hana yfir kvöldmatnum sagðist hún vilja fá Íslandsbanka ef ég myndi gefa Leif einkaþotu og þyrlu - sem er engin hætta á svo ég er nokkuð lost hvað ég á að gefa henni.
----
Enveis, stutt í að ástarpungurinn minn láti sjá sig í jólafrí ... 5 vikur eru allt í einu orðnar að örfáum dögum.