fimmtudagur, desember 28, 2006

Farin...

Gleðilega hátíð gott fólk.. eftir sólarhring verð ég komin upp á hótel á Tenerife :) Samkvæmt veðurspánni á Yahoo á að vera 20´C á föstudaginn og heiðskýrt á norðurhluta eyjunnar.. suðurhlutinn er yfirleitt alltaf hlýrri og þar verðum við!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Hvernig veistu að þú ert í prófatíð?

... þegar þú deyrð úr hlátri þegar þú færð lánaðan varasalva í túpu og ferð að hugsa um þrönga sáðrás..

mánudagur, desember 04, 2006

DramaQueen


Þú ert miðlungssteikt dramadrottning.


Miðlungssteiktar dramadrottningar eru konur meðalhófs. Þær eru skynsemisverur miklar, hafa sterka réttlætiskennd og vilja öllum vel. Í raun myndu flestar miðlungssteiktar dramadrottningar frekar vilja vera baunabuff en hamborgari því þá hefðu engin saklaus dýr þurft að líða fyrir samlíkinguna.

Miðlungssteiktar dramadrottningar hafa algera stjórn á dramatíska hluta heilans. Í raun verður sjaldan vart dramatískrar hegðunar hjá hinni miðlungssteiktu. Ekki einu sinni slæmur hárdagur getur raskað ró hennar.

Miðlungssteiktar dramadrottningar eru hæglátar, yfirvegaðar en fylgispakar. Þær eru trúar leiðtoga sínum sem er gjarnan léttsteikta dramadrottningin og fylgja henni oft í blindni. Þegar á reynir er hún hins vegar ekki tilbúin til að hvika frá sannfæringu sinni og á það til að vera samviska þeirrar léttsteiktu og halda henni á jörðinni.

Hversu mikil dramadrottning ert þú?