mánudagur, júní 09, 2008

Af ljótunni og öðrum skemmtilegheitum

Þá er kominn einn einn mánudagurinn, síðasti mánudagurinn minn í vinnunni þar til í ágúst. Næsta mánudag verð ég komin í leyfi og flutt upp á 3.hæð í Odda. Reyndar skýst ég nokkrum sinnum á fundi út í Gimli og sennilegast á ég nú eftir að heimsækja kerlingarnar mínar nokkrum sinnum til að spjalla. Þrátt fyrir að hafa nánast búið í vinnunni síðustu vikur þá eru enn nokkur verkefni sem ég á eftir að klára. Svo er það blessuð MA ritgerðin sem fær að njóta krafa minna í sumar.
---
Annars vaknaði ég með ljótuna í morgun, á háu stigi. Ég vaknaði of seint til að ná að maka henni af mér svo ég hljóp(keyrði) bara í vinnuna, ég hugsaði með mér að ég ætti hvort sem er eftir að vera lokuð inni á skrifstofu í allan dag í samlestri vegna brautskráningarinnar en annað kom á daginn. Þau fáu skipti sem ég var frammi hitti ég fullt af fólki, fólki sem mig langaði ekkert að hitta með ljótuna. Það er svo týpískt. Húðin á mér er öll í fokki, þurrkublettir og bólur og augabrúnirnar eru ekki til umræðu. Ég held að fína andlitskremið mitt sem ég sjoppaði úti á Tenerife sé að gera mér einhvern óleik, spurning um að skipta bara í Nivea - það virkar alla vega fínt.
---
Næst á dagskrá er að ná ljótunni af fésinu áður en ég fer til Akureyrar, koma mér í lærdómsgírinn, undirbúa nokkur viðtöl og missa nokkur kg - öll töfrabrögð í þeim efnum eru vel þegin.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff það fer aldeilis að styttast í veisluna miklu kona góð! Hlakka svooo til :)

Ásdís Ýr sagði...

það verður svo gaman!