mánudagur, janúar 19, 2009

Blessuð sértu sveitin mín...

... ég bý í sveit, langt út sveit.. kílómetramælirinn á bílnum sýnir meiri keyrslu síðustu tvær vikur en í nóvember og desember til samans. Það fylgja því ákveðnir kostir að búa svona langt frá hjartanu - maður fær quality tíma í bílnum á hverjum morgni og alltaf á leiðinni heim. Ég gat til dæmis sagt Guðrúnu frá því hvernig lopapeysusöfnunin byrjaði - því jú ég var að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinna einn morguninn - svo veit ég yfirleitt alltaf hver spurning dagsins er í Reykjavík Síðdegis.... og og og..
---
Ég ákvað að nýta mér það út í ystu æsar að búa í sveitinni á síðasta fimmtudag - og fékk þrefalt sjokk.. ég vildi bara fá Hressó, Smart og Melabúðina í lok kvöldsins! Ég þurfti aðeins að skjótast í búð og 10-11 í Arnarbakka var fyrir valinu þar sem hún var næst. Búðin minnti mig á sóðalegan súpermarkað á Spáni. Það var vond lykt þar inni, lítið af vörum í hillum og skuggalegt yfirbragð yfir öllu. Þrátt fyrir að öryggisvörður væri að afgreiða fann ég litla öryggistilfinningu í litla hjartanum mínu og dreif mig út.
---
Því næst ákvað ég að fara í ljós á minn gamla vinnustað - ég hef ekki farið þar í mörg ár. Ég held að ég ljúgi ekki að neinum þegar ég segist hafa kíkt í einn ljósatíma þar frá því ég hætti 2002 - á árunum 1997-2002 fór ég aftur á móti í marga tíma, þreif öll skúmaskot og bardúsaði við bekkina ef þess þurfti. Því mættu röntgenaugu á Sólbaðstofuna. Fyrst ætlaði ég að kaupa mér sjampó, það var ekki til. Þá ætlaði ég að kaupa mér krem á kroppinn, það var til ein tegund - sú sama og var seld 2002. Því næst fékk ég leyfi til að fara í bekkinn. Ég kveikti á honum og veitti því athygli að lítið hefur verið gert á þessum blessaða stað síðustu árin, veggirnir eru ennþá grænir og bekkirnir þeir sömu. Nema hvað, bekkurinn fór í gang með þvílíkum látum en samt ekki nógu kraftmiklum því það var dautt á 3 perum í efra - mig langaði að fara fram og biðja kerlu um skiptilykillinn og snúa perunum, athuga hvort ég gæti ekki fengið þær í gang eeeeennn mér fannst bekkur eitthvað svo ógirnilegur að ég var farin út eftir 4 mín - henti mér í sturtu og út í bíl þar sem ég setti upp andlit, greiddi hárið og kláraði að fínpússa apaköttinn. Heimsóknin á Sólbaðstofuna tók sennilega um 15 mínútur í allt.
---
Eftir ljósin fór ég og hitti Elínu mína á Draumakaffi - það var svo sem ekkert að því nema bara svona sveitó - krúttlega sveitó. Æi, bara svona ekki Hressó undir teppi með hitara.. tvöfaldan latte í glasi.. og nikótín
---
...eftir þessa sveitareisu brunaði ég í 101!

1 ummæli:

Helga Björg sagði...

Maður fór nú annsi oft í ljós í Mosó :)
En frekar glatað að stofan hafi ekki fengið neitt make over síðan í den... hehe...
Hefði alveg viljað vera fluga á vegg þegar þú varst að rannsaka staðinn ;)