þriðjudagur, júlí 08, 2008

IRONMASTER

... já eða bara bloggmaster, ég er alla vega ekki master í fötlunarfræðum. En í síðustu færslu var ég nýkomin heim frá Akureyri - hölt. Í dag er ég ennþá hölt en nýkomin heim frá Blönduósi með smá millilendingu á Krít. Maja systa reddaði sennilega fætinum með því að draga glerbrot úr ilinni fyrr í dag :)
Við Guðrún vorum ss svo miklir snillingar að í byrjun maí pöntuðum við ferð til Krítar eins og margir vissu - flestir nema Sunnefa - en hún var að fara í sömu ferð með Vicktoríu. Hún vissi ekki af okkur Guðrúnu fyrr en við mættum henni á innritunarborðinu í KEF. Við vorum í viku á Krít þar sem við lágum í sólbaði, sáum drauga, lásum bækur (aðallega Plúsferðabæklinginn samt) og gerðum gloríur á bílaleigubíl... ég dó næstum því úr hræðslu þegar Guðrún þurfti að bakka ca 0,5 km á einbreiðum malavegi efst upp í fjalli. Ég gekk með bílnum og Sunnefa gædaði um topplúguna. Myndir koma fljótlega eða bara þegar ég nenni ...
Annars fórum við mútta með Óla frænda og krökkunum norður um síðustu helgi. Ég keyrði allt liðið á Fordinum hennar Maju, þvílík draumadós - mig langar í Ford Explorer þegar ég verð rík. Eigum við eitthvað að ræða það hvað það er gott að keyra þetta tæki? En nú er komin pása á sumarfríið, ég er sest að upp í Odda - að sjálfsögðu um leið og Helgi fer út hahha - en planið er að vera komin með góða mynd á ritgerðarskrímslið þegar ég mæti aftur í vinnu í ágúst. María brillerar á námskeiðum út um allan bæ og við dúllumst saman á kvöldin. Eníveis, ég hendi myndum inn þegar ég nenni

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir snilldarferð til Krítar skvísan mín, þetta var ótrúlega huggulegt!
Ég fæ ennþá martraðir um einbreiða malarveginn en mun vonandi jafna mig á því fljótlega ;)
Skelltu svo inn myndunum fljótlega, nógu mikið tókstu nú af þeim!
Gangi þér svo vel með ritgerðina, þú átt eftir að rúlla þessu upp eins og öllu öðru :)