föstudagur, júlí 11, 2008

Age of Love

Ég er gjörsamlega húkkt á þessum hallærislega þætti - ég hlæ, græt, verð reið, afbrýðisöm og allan pakkann. Mig langar svo í fullkomið líf með fullkomnum manni. En samt langar mig líka að vera bara ein með Maríu það sem eftir er.
---
Mig langar að vakna á morgnana og fara að sofa með einhverjum sem ég elska og elskar mig út af lífinu. Mig langar í rómantískan karl sem vill allt fyrir mig gera en vill líka að ég sé sjálfstæð. Mig langar í karl sem sér ekki sólina fyrir mér og Maríu. Mig langar í karl sem langar ekkert í fyrrverandi kærustuna sína. Mig langar í karl sem heldur ekki framhjá. Mig langar í karl sem er ekki í neinni óreglu, í góðu starfi og með góða menntun. Mig langar í karl sem eldar, þrífur og tekur til. Mig langar í karl sem er handlaginn og getur reddað því sem þarf að redda. Mig langar í karl sem nennir að kúra með mér og horfa á vælu í sjónvarpinu og finnst það krúttlegt þegar ég sofna. Mig langar í karl sem fær mig til að brosa án þess að segja nokkuð.
---
Samt tel ég mér trú um það að mér langi bara að vera single það sem eftir er, búa okkur Maríu gott heimili í sætri íbúð í vesturbænum og ferðast með henni um heiminn án þess að nokkur karl trufli plön okkar. Því þrátt fyrir að mig langi í karl þá langar mig samt líka að geta gert það sem mig langar án þess að þurfa nokkuð að ræða það við nokkurn annan sem mögulega gæti haft skoðun á því sem ég þyrfti að melta. Mig langar samt svo mikið að vera á sama stað og margar vinkonur mínar, að bæta í barnahópinn, gifta sig og koma sér fyrir í framtíðarhúsnæði.
---
Stelpur - komið mér á date!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Mig langar, mig langar"

Ég var einmitt að spá hvaðan stelpan hefði þetta "mig langar"

:)

Ásdís Ýr sagði...

hahahahah hún er svona suðandi eins og mamma sín :)

Nafnlaus sagði...

Æji æ ææææ elsku systa mér þykir svo leitt að valda þér vonbrigðum..en ég held því miður að þessi "karl"´þinn sé ekki til nema í huga okkar og draumum grát grát..ja ekki nema þú náir honum nógu ungum og mótir hann eftir þínu höfði, þú veist svona bara eins og leir.

p.s það er auðvitað einn ókostur við það því þú þurftir að komast höndum yfir hann bara helst í gaggó svo hann verði nú meðfærilegur haaaaaaa..bara grín

love Maja

Nafnlaus sagði...

Miðað við kröfurnar þá er ég ekki vissum að þessi maður sé til, hef allavega ekki heyrt um neinn sem kemst nálægt þessu ;)

En þessi þáttur er alveg dásamlega hallærislegur, við sitjum alveg límd yfir honum því hann nær einhvern veginn að fara hringinn í fáránleikanum ;)