miðvikudagur, mars 05, 2008

Bíssí as hell

Síðasta vika var kreisí og þessi virðist ætla að verða það líka... í hnotskurn: Mánudagur - Vinna og skóli. Anna María átti afmæli og við kíktum aðeins á hana. Skólamálin komust loks í eitthvað ferli. Andlegu batteríin illa hlaðin. Stússast í styrkjamálum. Fór seint að sofa. Þriðjudagur - Vinna og skóli. Andegu batteríin tæmd um hádegi. Flugvél tekin til Akureyrar beint úr vinnunni. Kvöldmatur og kaffisopi með Völlunni minni - afskaplega notalegt. Sofnað tiltölulega snemma. Miðvikudagur - Kynningarstúss. Pæjugírinn settur á fullt. Kynning í VMA. Kynningartúr um HA - rosa flott, mín varð bara "pínu" abbó. Rakst á suma og spjallaði við aðra. Sötraði gott kaffi á Jafnréttistofu. Kvöldmatur hjá Völlunni minni. Náði ekki að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn á Akureyri. Flugvél til Reykjavíkur. Sofnaði seint. Fimmtudagur - Kynningarstúss. Pæjugírinn frh. Flugvél tekin til Egilsstaða. Kynning í ME. Kaffisopi á krúttlegu kaffihúsi. Rúntur um sveitirnar í kringum bæinn með skemmtilegu fólki. Rakst ekki á neinn. Flugvél tekin til Reykjavíkur. Sofnaði mjög snemma. Föstudagur - Mamma. María veik. Sjónvarpsgláp og Tölvustúss. Gettu Bettur. Lærdómur. Sofnaði tiltölulega snemma Laugardagur - Útstálesi. Lærdómur. Fermingarveisla í Keflavík. Sumarbústaður við Laugarvatn. Heitur pottur. Pestó kjúlli. Hvítvín. Breezer og Singstar. Sunnudagur - Sunnudagur. Barnaafmæli. Lærdómur. Mánudagur - Vinna og skóli. Kynning á MA ritgerð. Heimilisþrif. Lærdómur. Þriðjudagur - Vinna og skóli. María sótt snemma - meiddi sig í illa í skólanum. Lærdómur. Fer sennilega seint að sofa. I morgen fer ég svo til Ísafjarðar - ég elska að fljúga til Ísafjarðar, ég elska fjallið sem mér finnst flugvélin alltaf vera að rekast í þegar hún flýgur inn fjörðinn, ég elska trygginguna fyrir því að það verði ekki ófært... En ég útskrifaðist um síðustu helgi! Með diploma í fötlunarfræðum :) Reyndar námskeið sem ég kláraði vorið 2006 en fattaði ekki fyrr en um daginn að ég græddi eitthvað á því að útskrifast með þau - góð meðmæli fyrir mig og mitt starf :)

Engin ummæli: