föstudagur, september 30, 2005

Allt í vinnslu

Það er vægast sagt nóg að gera hjá mér þessa dagana, ég er eiginlega bara að drukkna. Það er líka brjálað að gera hjá Nonna og mamma verður með ömmu um helgina svo það er ekki góðar líkur á pössun þar. En fyrir mánudaginn verð ég að vera búin með:
  • Lagakaflann í ritgerðinni, á ca helming eftir
  • Kenningakafla í ritgerð um félagslegar aðstæður fatlaðra, ekki byrjuð á því
  • Kynningu um hugtakið University of the Third Age, við María vorum að klára það áðan.

Fyrir þriðjudaginn

  • Klára kenningarkafla í annarri ritgerð um fatlaða, ég ætla að vera sniðug og nota sama kafla og á mánudag
  • Klára velferðarkaflann í ritgerðinni, ekki byrjuð á því
  • Undirbúa mig fyrir hópverkefni í Skipulagi fræðslu, ekki byrjuð á því

Fyrir miðvikudaginn

  • Klára sögulega kaflann um menntun í ritgerðinni, ekki byrjuð á því
  • Finna heimildir fyrir hópverkefni með Maríu, ekki byrjuð á því

Fyrir fimmtudaginn

  • Klára hinn kaflann um menntun í ritgerðinni
  • Klára krísukaflann í ritgerðinni
  • Klára lokaorð fyrir ritgerðina

Fyrir föstudaginn

  • Klára inngang fyrir ritgerðina

Á föstudaginn þarf ég svo að fá lagakaflann frá Róberti frænda, lagfæra ef þarf. Setja ritgerðina í eitt skjal og skila til JTJ.

Fyrir utan þetta er hellingur af lesefni sem situr á hakanum :( HJÁLP

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vísa bara í fyrirsögnina á síðunni þinni: SKVÍSAN SEM GETUR ALLT! Þetta verður nú örugglega strembið en þú stendur þig :)