þriðjudagur, september 06, 2005

Að vinna með skóla!

Allt grunnnámið höfum við fengið að heyra það að maður eigi ekki að vinna með skólanum, og þá sérstaklega ekki þannig að það bitni á náminu. Þegar maður er kominn í framhaldsnám þá kveður við annan tón, það þykir sjálfsagt að vinna með skólanum og námið er sniðið að miklu leyti eftir því. Tímar byrja almennt ekki fyrr en seint á daginn og eru langt fram eftir degi, allt vegna þess að fullt af fólki er að vinna með skólanum. Ég þoli þetta ekki, af hverju eigum við sem erum í fullu námi að "líða" fyrir það að sumir ákveða að vinna það mikið með skólanum að þeir geta ekki mætt á dagvinnutíma. Svo toppaði ein kerling þetta áðan, henni fannst Háskólafjölritun opin á svo óhentugum tíma þar sem hún væri sko að vinna á daginn og kæmist ekki, halló hvað er að?
Sorry, ég er bara pirruð

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jamm, mér finnst reyndar allt í lagi að hafa kúrsa í námi sem er sérstaklega hugsað sem nám meðfram vinnu, seint á daginn, en ekki þegar þetta er allt orðið svona, frekar ófjölskylduvænt :(

Ásdís Ýr sagði...

Hinn gullni meðalvegur... mér finnst einmitt meirihlutinn af framhaldanáminu skipulagður þannig að fólk sé í vinnu, burtséð frá því hvort á fjölskyldu eða ekki.