föstudagur, ágúst 26, 2005

HALLÓ! Betra er seint en aldrei sagði einhver vitur maður

Þá er ég komin aftur, sumarið er búið og letin sett í skúffu... alla vega í smá tíma. Reyndar verð ég að fá smá auka orku, María er búin að mana mig upp í að klára uppkast af þessari blessuðu ritgerð á miðvikudaginn og svo er skólinn bara að byrja á fullu swingi eftir 10 daga eða svo. Og svo ofan á allt er ég búin að skrá mig í allt of margar einingar, eiginlega 17.5! Sumarið er annars búið að vera mjög fínt, við erum búin að fara í nokkrar útilegur, fara til Færeyja og njóta þess að vera til. Það var mjög gaman í Færeyjum, ótrúlega spes eitthvað, ég kann ekki alveg að lýsa því. Neysluhyggjan hefur greinilega ekki komið við á þessum litlu eyjum á leið sinni yfir Atlantshafið, bensínstöðvar voru sums staðar, ekki alls staðar eins og hér, skyndibitastaðir sáust varla, sjoppur fann ég aldrei og veitingastaðir voru mjög fáir. Eitt lítið moll er í Þórshöfn, svona svipað og Fjörður í Hafnarfirði og miðbærinn minnti einna helst á miðbæinn á Ísafirði. Ég skildi lítið í færeyskunni nema þá helst ef ég sá hana skrifaða, jeminn þá gat maður grátið. Td var sjónbandseftirlit á Select, gosbað í sundlauginni, reyðvín var í boði í brúðkaupinu, Reyði Krossur Færeyja við höfnina og Innanlendismálaráð var í gamla bænum. Heyrðu, svo er búið að fjölga í famelíunni. Maja og Jóhanna frænka áttu með dagsmillibili núna fyrir 11. og 12.ágúst, Jóhanna átti stelpu sem heldur betur dundaði sér í fimleikum í bumbunni og Maja átti algjöran prins sem ákvað að láta hafa svolítið fyrir sér :) Hann fékk nafnið Ottó Már strax og hann fæddist. Ég svolítið búin að kreista hann en ég er ekki enn búin að knúsa Jóhönnu skvísu, það kemur að því.... Over and out

Engin ummæli: