þriðjudagur, maí 10, 2005

Fitubolla í fullu starfi

Þá er blessaða prófið búið... er einhver game í sumarpróf? Ég ætla alla vega að fara í sumarpróf því ég veit að mér gekk ekki betur en konunni sem reyndi við páfann um daginn, vonlaust dæmi!
Ég ákvað að vera góð við mig í dag því mér gekk svo illa í prófinu í gær. Ég fór snemma á fætur og skutlaði liðinu mínu í leikskólann og vinnu en fór heim og hentist í sófann. Ég horfði á alla dagskrána síðan í gær, meira að segja Jay Leno. Plan dagsins var einfalt:
  1. Fara í ljós
  2. Versla eitthvað fyrir afmælispeninginn minn

Mér tókst að fara af stað um eittleytið, ég skellti mér í ljós og brann ekki. Ég hafði bara viftuna á fullu og fór út áður en tíminn var búinn, sko mína. Svo fór ég í Kringluna til að eyða peningum. Ég var fyrir miklum vonbrigðum.

Sko áður fyrr var ég fitubolla í frístundum, eða að mesta lagi í hlutastarfi en í dag komst ég að því að ég er orðin fitubolla í fullu starfi. Ekki hafa áhyggjur, það spurði mig enginn hvort ég væri ólétt en ég var í mesta basli að finna á mig föt sem pössuðu og voru í "eðlilegri stærð". Ég gat nú keypt mér skó í mínu gamla númeri en tuskur á kroppinn þurftu að vera í stærra númeri en í den. Mér tókst nú að kaupa mér pils, buxur, skó, glimmerpúður og augnbrúnalit... Svo vantar mig bara jakka og bol, með síðum ermum takk!

Plan morgundagsins er líka einfalt:

  1. Hætta að vera fitubolla og fara í ræktina
  2. Fara upp í skóla og vinna í sérefnisritgerðinni
  3. Fara á skorarfund kl. 15
  4. Ef það er laus tími þá væri voða gaman að fara í Smáralind og athuga hvort þeir eigi eitthvað fyrir fitubollur í fullu starfi.

En þangað til næst, allir að syngja afmælissönginn á morgun því hún Sunnefa á afmæli... Til hamingju með daginn

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

komdu bara út að hlaupa með mér hérna á Ægissíðunni ;)

Ásdís Ýr sagði...

Það væri nú kannski ráð... ég væri samt hrædd um að detta niður dauð :)

Nafnlaus sagði...

Mundu bara að þú ert ekki ein í þessu... ef það hjálpar eitthvað