miðvikudagur, maí 18, 2005

Prófin búin...

Ég skellti ritgerðinni minni í brúnt umslag, merkti hana Sigurlínu og skellti henni í fína pappakassann hennar fyrir utan skrifstofuna. Svo fórum við hjónakornin á Hressó og fengum okkur smá kvöldmat, nammi gott grísasamloku. Sá gamli var að fara í afmæli svo að rétt fyrir átta skottaðist hann af stað og ég tölti yfir á Pravda. Ég var langfyrst svo að ég fékk mér bara bjór... og drakk svo nokkra í viðbót eftir því sem leið á kvöldið. Svo var það bara Broadway, hellings bjór drukkinn þar líka. En ég vildi nú meina að ég hefði ekki verið drukkin, en ég held það svona samt miðað við magnið sem ég slukraði. Á Broadway var hellingsfjör og fullt af fitubollum, já án djóks þá voru engar mjónur á dansgólfinu á tímabili. Mér leið bara nokkuð vel með mín aukakíló. En það gerðist eitt fyndið, ein stelpa í skólanum, nefnum engin nöfn :) fékk væna hræru hjá Mosfellingi í den, það er ansi langt síðan og þau hafa ekkert hist síðan þá... ekki einu sinni í strætó. Alla vega, þá rak ég augun í þennan strák. Hann er nú búinn að eldast svolítíð síðan ég sá hann síðast, hvað þá hún? Ég segi honum þessa skemmtilegu sögu af skólafélagnum mínum og hann bara mundi ekkert, fyrr en umræddur skólafélagi kom til mín. Ég stóð sem sagt á milli þeirra tveggja! Þetta varð smá vandræðlegt en við redduðum því bara, fórum að tala um kókaín bak við sætin í einhverjum innfluttum bílum og snobbaðar stelpur í Mosó. Kvöldið endaði svo bara ansi snögglega með leiðindum í afmæli... ég var því komin heim rétt um 2.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I wonder who that girl is??????????

Nafnlaus sagði...

Heyrðu nú er ég forvitin hvaða lið er þetta ?? :)
kv.Erna

Ásdís Ýr sagði...

Við skulum segja að annar sé stundum kenndur við Pólverja...

Nafnlaus sagði...

....og hver er stelpan???? (ég er ekki alveg að kveikja!!!) Og hvað kom svo fyrir í lokin á kvöldinu?? ótrúlega er maður nú forvitinn!!! hehe.. *knús og kossar*

Ásdís Ýr sagði...

Stelpan?? Hún er með mér í skólanum, hún er sennilega að lesa þetta... jæja góða gefðu þig fram!