sunnudagur, maí 22, 2005

Á ferð og flugi!

Helgin er búin að vera ansi pökkuð, ég hef bara ekkert verið heima að neinu viti. Á laugardagsmorguninn fórum við María og mamma í sveitaferð hjá Mánagarði. Við mægður náðum að vakna í tæka tíð sem má nú telja nokkuð gott því við þurftum að labba á leikskólann, og græja okkur og allt og vera komnar þangað 10.45 :) Ferðinni var haldið upp í Mosfellsdal, ég mundi ekki hvað bærinn héti en mamma hafði nú áhyggjur af því hvert við færum... flestir úr Mosó vita að í dalnum er nú allskonar fólk. En við fórum nú á besta stað, bílstjóranir reyndar villtust (enda voru þeir frá Hópferðum eða eitthvað álíka). Það var fullt af dýrum þarna, og skottan skemmti sér alveg konunglega en það var eitt sem stóð upp úr og reyndar líka hjá okkur mömmu. Rétt eftir að við komum fór ein rollan að bera, ég hef ekki séð rollu bera síðan ég var álíka stór og María og mamma sennilega ekki heldur í 20 ár. Mamma stóð með Maríu og Arey Rakel við stíuna og ég var eins og óður maður á myndavélinni á meðan greyið rollan engdist um. En alla vega, út komu tvö hvít lömb og sú stutta var alveg gáttuð á þessu öllu saman, sérstaklega því það þurfti ekki að skera rolluna, lambið gerði bara gat með fótunum???? Við komum heim um miðjan daginn, og dúlluðumst aðeins hérna heima en fórum svo á Drekavellina í Euró-mat. Reyndar var lítið pælt í þessari leiðinda keppni, meira var bara spjallað um heima og geima. Mamma og Siggi fóru á undan okkur heim en við alltof seint... Við mægður máttum svo hafa okkur allar við því önnur ferð var á dagskrá í dag og við sváfum yfir okkur en mæting var klukkan 11.00 í Neskirkju, jeminn eini. Við misstum nú ekki af rútunni sem betur fer en þetta var vorferð barnastarfsins í Neskirkju. Við fórum í Törfagarðinn á Stokkseyri en þar var algjört rokrassgat og varla stætt úti, svo fórum við í Hveró og grilluðum pylsur í ágætisveðri. Við komum svo ekki heim fyrr en um sexleytið. Sá gamli á afmæli á morgun, hann er nú ekkert svo gamall. Það er alveg 4 ár í fertugsafmælið... En þangað til næst, bæjó