fimmtudagur, mars 09, 2006

Alltaf brjálað að gera

Sunnefa kallaði á fréttir... Ég fór á Reunion síðasta laugardag og hef sjaldan skemmt mér eins vel. Ég dressaði mig upp í nunnubúning og rauðar netasokkabuxur og til að toppa dressið setti ég skilti aftan á mig sem stóð: Nýr lífsstíll! Sló í gegn og ég fékk verðlaun fyrir stykkið. Svanþór gaf verðlaunin- mér fannst það frekar fyndið. Elín hafði einhverjar áhyggjur af vinkonunni í lok kvöldsins svo hún dró mig heim til sín, þar kúrði ég á dýnu í sjónvarpsholinu/eldhúsinu. Ég var víst á leiðinni í partý og Elín barðist við Halla Valla og ég fór með henni. Ferlega kósý. Sunnudagurinn var mjög erfiður. ---- Ég er búin að vera að vinna alla vikuna, rosalega fínt. Það versta er að þegar ég er að vinna nenni ég lítið að læra- það er svo þægilegt að vera búin í vinnunni og vera bara búin. Núna er brjálað að gera vegna umsókna um framhaldsnám, ég held að ég sé loksins farin að kunna þetta utanað. Reyndar er ég líka komin með bakteríuna. Mig langar að sækja um náms- og starfsráðgjöf. Mig langar að klára bæði MA í uppeldis- og menntunarfræði og Dipl. í náms- og starfsráðgjöf en samt ekki. --- Við mæðgur erum að fara í ferðlag um helgina, við erum að fara í höfuðstað norðursins- rétt hjá kúrekanum. Ég hlakka ótrúlega til að knúsa hana Völlu mína og spjalla um allt og ekkert. María er líka mjög spennt enda segir hún að Rannveig sé sko besta vinkona sín. Helgin verður án efa frábær. --- Ég er eitthvað svo andlaus núna að ég kem engu frá mér, segi ykkur betri fréttir þegar ég kem aftur í hámenninguna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir pistilinn!!!! mar var orðin soldið óþolinmóð.....hehehe... veitti Svanni verðalunin!! Ekkert smá kúl búningur kellan mín.. Mikið hefði ég verið til í að vera með... Djamm eins og hérna í gamla daga :)

Ásdís Ýr sagði...

Ég bara man ekki hver veitti verðlaunin en þau voru gjafabréf frá Pizzabæ undirrituð af Svanna :)

Þetta var alveg eins og í gamla daga. Allir alveg eins- nema ég, Orðin ný kona :) sem varð samt alveg jafn drukkin og í gamla dag

Nafnlaus sagði...

ég skal sko koma með þér á Pizzabæ og fá mér kryddbrauð með þér!! :)

Hefði viljað sjá Elínu og Halla Valla rífast um þig.. hehe.. en það er greinilegt að þú ert breytt.. Þú hefðir aldrei sagt nei við eftirpartýi í gamla daga!!! :)