fimmtudagur, nóvember 23, 2006

35 dagar og 30 ár

Vá hvað ég hlakka til... eftir 35 daga lendi ég ásamt skottunni minni, mömmu og Sigga á Tenerife Sur flugvellinum. Það var svo gott að koma út af flugvellinum í fyrra, komið kvöld en 19 stiga hiti. Mig hlakkar svo að hafa það kósý og slappa af... --- Ég er sko búin að ákveða hvað ég ætla að gera þarna úti.. ég ætla að fara á Tuscany og fá mér að borða, ég ætla í báða dýragarðana, apagarðinn, cameldýragarðinn, verslunarferðina, vatnsrennibrautagarðinn og njóta þess að hafa það gott. Sem sagt ég ætla að slappa af :) --- En í dag er stór dagur! Stóra systa hún Maja mín er þrítug. Hún ætlar að halda upp á það næsta laugardag með heljarinnar veislu- litla systa fer í greiðslu og alles. Við höfum alltaf verið mjög nánar systur þó að samkomulagið hafi ekki alltaf verið uppá það besta.. gelgjan var stundum pínu erfið :) --- En það er pottþétt að ég á margt henni Maju minni að þakka, og Begga mínum líka. Maja tók mig upp sinn arm og aðstoðaði mömmu með mig þegar ég var lítil skotta, hún vakti heilu næturnar þegar ég hrædd við einhver hljóð. Hún sagði mér að jólasveinninn væri ekki til þegar kominn var tími til að fullorðnast. Hún vaskaði alltaf upp þótt ég ætti að gera það. Hún keyrði mig í skólann og leyfði mér að reykja í bílnum þegar hún var komin með bílpróf. Hún reddaði mér þrisvar sinnum vinnu, fyrst á Vestra, svo á Sólbaðstofunni og svo í IKEA. Hún leyfði mér að kúra upp í hjá sér og Begga þegar ég hafði misstigið mig aðeins um of í miðbænum eitt kvöldið. Hún tók dóttir minni sem sinni eigin strax frá upphafi. Hún og Beggi hafa hjálpað okkur Maríu meira heldur en nokkurn gæti grunað og svo margt margt fleira... --- Það er nokkuð ljóst að án systu hefði ég nú ekki orðið sú sem ég er :) Lov u og takk fyrir allt saman

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æi vá.. þetta er ekkert smá fallegt! Maður bara tárast.. Innilega til hamingju með stóru systur!!

Mér fannst Mæja alltaf svo ógeðslega kúl.. sérstaklega hvernig hún reykti hihi.. já og finnst :) Hún lítur sko ekki út fyrir að vera orðin 30 ára... jah, ekki frekar en við lítum út fyrir að vera 25...

Jæja, þar sem ég er ekkert að brillera í þessum bröndurum mínum þá ætla ég sofa á þessu og koma með úthugsaða og vel valda brandara á morgun..

Love uuuuuuuuuuu

Nafnlaus sagði...

aww... Ekkert smá fallega skrifað hjá þér! Til hamingju með stóru systir!

Sjáumst á laugardaginn!

Nafnlaus sagði...

Til lukku með stóru systu!!
Hún má nú líka vera heppin að eiga þig að :)

Nafnlaus sagði...

ohh en sætt! Til hamingju með stóru systur :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stóru systur!!
ómissandi þessar systur :-)

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég öfunda þig, væri alveg til í að vera að flýja land strax eftir próf :)

En veistu, mig dreymdi þig um daginn. Mjög skondið, við hittumst auðvitað á Blönduósi og ég var á mótorhjóli :) og ég bauð þér var til Skagastrandar :) bara fyndið, vaknað mjög ringluð :)
kv. Kidda

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast!!!!!!!!!!!! Djöfull var ÓGEÐSLEGA GAMAN!!!!!!!!!!!!!!!!!

mig langar til útlanda...

Ásdís Ýr sagði...

@Kidda- hehe sniðugur draumur :) en ég var einmitt að kommenta hjá Helgu um daginn að við verðum að fara að hittast aftur allar saman. Það var svo gaman síðast!

@Sunny- viðbjóðslega gaman..