laugardagur, janúar 13, 2007

Árið gert upp!

Gleðilegt nýtt ár allir saman. Núna er ég komin heim á klakann, með kvef og bólgið auga - sexy bastard hér á ferð :) Ferðin út var alveg frábær, við María nutum þess í botn að vera í fríi og fórum seint að sofa á hverju kvöldi en reyndum að vera komnar á fætur um 9 til að ná sem mestri sól... Mamma, Siggi, Maja, Beggi, Erla og Bjössi- þúsund þakkir fyrir ykkar þátt í að gera þessa ferð að veruleika og gera okkur Maríu kleift að njóta hennar í botn. Flugvallarpirringurinn er alveg horfinn :) En árið 2006 var sérstakt, breytilegt, skemmtileg, erfitt og öðruvísi. Ég komst að því að ég get gert margt ef mig langar til þess, ég á frábært fólk í kringum mig og þá sérstaklega systu og múttu með sínum góðu viðhengjum, ég pældi mikið í lífinu og tilverunni og bara fullt fullt en svona það helsta hérna... Janúar: Ég kom heim frá Tenerife, við eyddum alltof miklu en höfðum það mjög gott úti. Ég fékk vinnu á frístundaheimili en fékk betra atvinnutilboð daginn áður en ég átt að byrja þar. Ég fór að vinna með frábæru fólki á skrifstofu félagsvísindadeildar. Febrúar: Tíðindalítill mánuður. Vinna og skóli. Mars: Skrapp norður til Völlu eina helgi. Við nutum þess að vera góðar við okkur, keyptum fullt af nammi og borðuðum mikið. Var í miklum hugleiðingum varðandi reunion ´81 árgangsins og verslaði mér góðan búning. Fór á Reunionið og búningurinn sló í gegn, fékk verðlaun frá Pizzabæ. Gisti hjá Elínu eftir ballið, fékk ekki að fara í eftirpartý :) Annars frekar erfiður mánuður, við Nonni skildum og hann flutti út. Fékk fullt af góðum stuðningi sem ekkert lát er á enn þann dag í dag. Apríl: FS tilkynnti að þeir myndu yfirtaka Leikgarð. Ég missti mig í reiðinni- varð ekkert ágengt. María fékk inni í Landakotsskóla. Ég varð 25 ára en hélt ekki mikið upp á það frekar en fyrri daginn. Elín, María, Hildur og Ingunn komu mér á óvart með súkkulaðiköku á Hressó og Mamma, Siggi, Maja og Beggi buðu mér út að borða á Lækjarbrekku. Mjög gott afmæli. Fór á árshátið starfsmannafélags HÍ, ég hef sjaldan skemmt mér eins vel edrú. Maí:Prófatíð, vinna og meiri vinna. Erfiður mánuður. Amma mín besta dó eftir erfiðan tíma. Hún var yndisleg í alla staði. Ragna og Dóra voru hjá henni þegar hún kvaddi, við hin komum nokkrum mínútum seinna. Ég náði þó að kveðja hana vel kvöldið áður. Júní: Sumar, vinna og vinna. Var í fyrsta skipti í 4 ár barnlaus á 17. júní, sat við tölvuna að vinna í staðinn. Samskiptum mínum við EJS lauk og ég fór til Nýherja. Pantaði far til Chile. Júlí: Sumarfrí. Ég fór í útilegu með Maju, Sigrúnu og Jóhönnu frænku. Við höfðum það mjög fínt í smá roki en kosíheitum. CHILE- ég hætti að láta mig dreyma um að heimsækja Sunnefu á ferðalögunum hennar og fór bara til hennar. Æðisleg ferð í alla staði. Saknaði reyndar Maríu mjög mikið á meðan. Ágúst Verslunarmannahelgin á Hesteyri. Mjög fínt, alltaf kósý á Ísafirði. Við mamma keyrðum með Maríu Rún og Elísabetu vestur. Fékk sterkar vísbendingar um eigið ágæti úr ýmsum áttum. Sunny Bunny var fastagestur á Skypeinu hjá mér. María byrjaði í skóla. September: SunnyBunny kom loksins heim. Skólinn byrjaði. Fór norður að smala, fór í réttina að draga í fyrsta skipti í mörg ár. Fimm ár liðin frá 9/11. Drottningin varð fimm ára. Október: Lá fyrir dauðanum vegna leti. Skellti mér í frábæra menningarferð með Hildir og Maríu um miðbæinn. Við SunnyBunny tókum líka góðan rúnt :) Nóvember: Systa varð þrítug og gifti sig í leiðinni þegar hún hélt upp á afmælið sitt, surprice brúðkaup. Æðislegt kvöld. Við Fab4 fórum líka á skemmtilegt skrall stuttu áður, dekur í Laugum- matur á Ítalíu og Sálin í Mosó. Desember: Brjálað að gera, minnkaði aldrei þessu vant við mig vinnuna. Sleppti því að sofa um miðjan mánuðinn. Jólin, borðaði mikið og saknaði Maju og Begga. Fór til Tenerife með mömmu og Sigga. ... og svona var það, hvernig ætli árið 2007 verði?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey gleymdir að þú heimsóttir mig líka í maí :) og við gerum meira en bara að borða þegar við hittumst híhíhí.

Gaman að tala við þig áðan, vonandi kemstu í afmælið mitt :)

Þú ert búin að vera ótrúlega dugleg á þessu ári, stolt af þér mín kjæra!

Ásdís Ýr sagði...

Iss, hvað er að mér? Gleymdi aðalráðstefnunni í MA! ..maturinn var mér bara svo ofarlega í huga þegar ég skrifaði þetta :)

Takk fyrir Valla mín.. og ég held að ég komi í afmælið þitt, 95% viss