föstudagur, september 07, 2007

Dingalingaling

Hvurslags kvart er þetta? Ofurbloggarinn tók sér bara gott sumarfrí :)
---
Skólinn er byrjaður, vinnan á fullu, LÍN með stæla og bloggarinn á bleiku skýi. Ég get ekki beðið eftir því að þessi vetur klárist - hann er samt varla byrjaður. Ég er í 6 einingum og ritgerðaskrifum þessa önn og vinn talsvert með því. Ég veit að þetta verður allt of mikið en ég get ekki minnkað við mig neins staðar. Ég bið ykkur bara öll að leggjast á bæn og vona með mér að ég nái að klára í júní. Mig langar svo að útskrifast frá félagsvísindadeild og taka á móti skírteininu frá Óla Harðar. Mig langar ekkert að útskrifast frá "félagsvísindaskóla" eða hvað það mun heita.
---
Svo hitti bloggarinn svo sætan strák í sumar að hún hefur ekki haft tíma til að pósta hér inn - það er svo tímafrekt að eiga kærasta :) En ofurbloggarinn þarf að halda áfram að vinna svo hún -komist í smalamennskuna um helgina.
---
Ofurbloggarinn kveður að sinni

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei sko skvísan komst á bloggsíðuna sína!! ;)
Þú ferð sko létt með þennan vetur, rétt eins síðustu ár!!
koss og knús
Guðrún

Helga Björg sagði...

Þú rúllar þessu upp eins og öllu öðru skvísan mín :)
Já það getur verið busy life að eiga kærasta! En yndislegast er það :)

Sjáumst vonandi á laugardaginn!