miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Obama Obama Obama

Ég gat ómögulega sofnað í gærkvöldi og fór því að horfa á kosningasjónvarpið.. ég var alveg viss um að Obama myndi taka þetta með annarri þangað til ég hætti að hugsa og fór að hlusta á pælingarnar í sjónvarpinu. Munurinn var stundum svo lítill og ég fékk flashback frá síðustu Alþingiskosningum, þegar ég fór að sofa þegar meirihlutinn var fallinn en vaknaði svo og bláu mennirnir voru enn sterkir...
---
Ég varð virkilega stressuð um að kannski myndi Obama ekki ná þessu, ég kom mér fyrir í sófanum með sæng og kodda og ætlaði aldeilis að fylgjst með þessu. Skottan mín var búin að vera að vakna svo ég átti alveg eins von á andvökunótt, fínt að eyða henni yfir kosningasjónvarpinu... nema hvað. Ég steinsofnaði og vaknaði þegar litla skinnið mitt skreið undir sængina hjá mér í sófanum og klukkan orðin átta að morgni.
---
Ég stökk á fætur (ekki bókstaflega) og hækkaði í fréttunum... jú jú Obama þau í þurrt og ósmurt. Ég er svo mikill sökker að mig langaði bara mest að hafa upp á kauða og óska honum til hamingju, jeminn ég var svo ánægð. En það bíða hans mörg verkefni.. hreinsa upp skítinn eftir elsku Bush.
---
En án gríns þá er þetta gríðarlega gott tækifæri fyrir BNA... hann fékk xtra prik hjá mér í ræðunni sinni þegar hann sagði disabled and non-disabled people.. þið sem pælið í því skiljið hvað ég er að fara - spurning um ofhugsun :)

1 ummæli:

Unknown sagði...

Obama er svooo last week eitthvað.. nýtt blogg takk!!