þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Maríuhænan

Litla barnið mitt á í svo krúttlegri baráttu við sjálfa sig og mig móður sína. Hún er ekki 7 ára heldur 7 ára að verða 8 ára og ef maður er nákvæmur eins og meyjan er gjarnan þá segir maður að hún sé 7 og hálfs. Hún er óttleg mömmustelpa og ofdekruð eftir því en að sama skapi vill hún ekkert hafa mömmu sína með í öllum aðstæðum.
---
Nýjasta dæmið er föstudagskvöld með Sunnefu... það hefur lengi verið á draumalistanum að eyða föstudagskvöldi með Sunnefu - ekki fá áfall, hún er ekki að fara á B5 :) Þær ætla saman í sjónvarpssal og fylgjast með beinni útsendingu, minnar nærveru er ekki óskað. María heldur nefnilega að það verði skemmtilegra án mín.
---
Annað dæmi er sokkabuxurnar við grímubúninginn. Við keyptum (saumum eftir einhver ár) Djöfulinn fyrir elsku litluna mína. Sokkabuxurnar þurftu að sjálfsögðu að vera rauðar í sama litatón og búningurinn. Ég fann þessar fínu sokkabuxur í Hagkaup... sem hittu ekki í mark heldur vildi meyjan fá rauðar nælon sokkabuxur.
---
Enn annað dæmi er Hello Kitty húfan hennar. Fyrir nokkrum dögum vorum við á hraðferð út um morguninn og fundum ekki húfuna hennar. Nema hvað, ráðagóða móðirn stökk niður í herbergi og fann Hello Kittý húfu með ásaumuðu nafni meyjunnar og skellti henni á höfuðið á barnið. Meyjan sagði ekkert heldur tók af sér húfuna og snéri henni öfugt og setti hettuna yfir. Amman kom svo og sótti barnið í skólann og fór með hana í ballett, þar átti hún í samræðum við vinkonu sína um blessaða húfuna.. amman fékk þá að heyra að húfan væri "ógeðslega barnaleg" og "hallærisleg". 
---
Smá uppreisnarangi er fastur í afturendanum á henni þessa dagana - ég skrifa það á mömmuleysi undanfarinna vikna enda var hún alltaf með þennan anga fastan í sér eftir prófatíð í den. Krúttsprengjan mín er samt svo lítil þegar á reynir og vill alls ekki fara of langt frá múttunni sinni.. hlýtur að vera erfitt að finna sitt rétta hlutverk þegar maður vill verða sjálfstæður mömmuangi ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ææææ...nú komu smá tár fram hjá mér! Uppreisnaranginn.

En ertu viss um að hún hafi ekki viljað fara með Sb á B5???? Kannski bara eftir nokkur ár!

kv. HH