föstudagur, október 07, 2011

... og 2011 er langt komið

Kannski les þetta enginn lengur - en ég kíki sjálf hérna regulega og minni mig á hvað ég var að hugsa á hverjum tíma. Nú þegar ég skrifaði síðast var 2010 að renna sitt skeið - það var erfitt, skemmtilegt og skrítið ár. Sama á kannski við um 2011 en á annan hátt.. áramótaheitin mín voru að klára MA ritgerðina, klára kennsluréttindin, hætta að reykja og fara í ræktina. Í stuttu máli sagt þá kláraði ég blessuðu ritgerðina mína í júní, kláraði kennsluréttindin í júní, planið er að hætta að reykja í næstu viku og ég hef farið nokkrum sinnum í ræktina. Stóra spurningin í dag er samt - hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór. Síðastliðið ár hef ég verið í frekar miklu limbói, ég á mér drauma en ég fæ mig ekki til að framkvæma þá - veit ekki hvað málið er. Ég get ekki valið á milli þess sem mig langar... það er þrennt. Fyrsti kostur er að finna mér vinnu í Reykjavík, búa á Hagamelnum um ókomna tíð, styðja litla KRinginn og verða alvöru Reykvíkingur. Vinnan þarf að vera skemmtileg og tengd því sem ég hef lært, nú hef ég kennt í HÍ frá 2006 og núna langar mig að breyta til. Mig langar í 8 tíma vinnudag fyrir góð laun og eiga góðan frítíma. Annars kostur að flytja út á land í eitthvað minna bæjarfélag en Reykjavík - Akureyrin kemur alltaf sterkt inn en þá þarf góða vinnu. Ég fer ekki neitt nema fyrir góða stöðu sem er samt pínu fáránlegt því ég er ekki með neitt sérstaka stöðu í dag - vinn á skrifstofu í hálfu starfi og kenni í hálfu starfi. Mig langar í eitt skemmtilegt starf. Ég ímynda mér að tempóið sé allt miklu þægilegra úti á landi. Þriðji kostur er að fara til útlanda í doktorsnám, sem er í raun og veru ekki kostur eins og staðan er núna. Það er á langtímaplaninu. Mig langar samt ekki í doktorsnám með annarri vinnu, mig langar í doktorsnám sem ég get stundað eins og vinnu. Lífið getur verið flókið.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

rosalega var skrýtið Ásdís mín að ég skyldi ramba inn á síðuna þína núna, einmitt þegar þú skrifar eftir langan tíma og hugleiðingar þínar eru eins og copy paste úr heilanum á mér!!!!! ég gæti alveg eins átt þessa bloggsíðu :-)
hvernig væri að ég og þú færum að hittast yfir kaffibolla?
þín Kolla

Ásdís Ýr sagði...

Mér líst rosalega vel á það!