miðvikudagur, janúar 18, 2006

Orðin vinnandi kona!

Heil og sæl aftur. Nú er allt komið á fullt hjá mér á nýjan leik, reyndar var ég að spá í að bæta við mig einingum og taka þá 13 einingar á þessari önn en þegar ég rak augun í kennsluáætlunina við ljósritunarvélina í dag sá ég að sama hvað ég vildi þá gæti ég það ekki alveg... En það var ekki að ástæðulausu að ég var við ljósritunarvélina :) Ég er komin með vinnu 3 morgna í viku frá 9-13 á skrifstofu Félagsvísindadeildar. Ég er búin að vinna núna 3 daga og líkar bara rosalega vel. Ég er í afgreiðslunni að aðstoða fólk í sambandi við námið, svara fyrirspurnum, svara í síma og svoleiðis. Mér tókst bara að skella á eina manneskju þegar ég var að reyna að gefa henni samband áfram... reddaðist nú alveg.
---
Þetta er alveg ótrúlega gaman, þvílíkur hasar allan tímann og tíminn líður rosalega hratt. Maður er varla mættur þegar dagurinn er búinn. Svo lærir maður svo margt nýtt, í dag var ég að ljósrita upp úr bók sem ég fór bara að lesa í leiðinni. Spurning um að verða mér úti um þessa bók? Hún var um barnaverndarmál og það sem vakti athygli mína var umfjöllun um börn sem vitni, verð að lesa það betur :)
---
Svo er svo skrítið að vera þarna, það eru allir svo næs og hjálpsamir. Það er enginn að henda manni í djúpu lauginni án þess að kenna manni fyrst. Það er bara eins og ég hafi alltaf verið þarna, ég þarf lítið að kynna mig sjálf- konurnar sjá um það. Frábærar konur sem vinna þarna. Það eru allir svo almennilegir. Rosalega gaman, var ég búin að nefna það?
---
En eitt er víst að þetta verður annasöm önn en mjög skemmtileg, námskeiðin sem ég er í eru bæði mjög áhugaverð. Annað fjallar um fötlun í menningu samtímans og hitt er um uppeldi, kynferði og menntun. Svo verð ég áfram aðstoðamaður Hönnu Bjargar og að vinna að rannsókn hjá henni. Spennandi tímar framundan.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vóó til hamingju með þetta :) Hljómar ótrúlega vel, maður bara hálf öfundar þig ;) sakna háskólaumhverfisins alveg hellings!

Nafnlaus sagði...

Geggjað að fá vinnu sem maður er svona ánægður í, hef ekki kynnst því ennþá....hehe
Það veður greinilega nóg að gera hjá þér í vetur, vonandi hefurðu samt tíma til að koma og hitta okkur stelpurnar inn á milli!

Ásdís Ýr sagði...

Þetta er bara stuð.. ég hef sko alveg tíma inn á milli bæði til að hitta ykkur og svo er ég að planleggja Akureyrarferð til að hitta hana Völlu mína- það er sko allt hægt!