... að mæðgur (5 ára og 25 ára) eigi um 30 pör af skóm???
Við mæðgur skelltum okkur í IKEA í dag og versluðum skógrind og hengi fyrir skó í forstofuskápinn. Það var víst löngu kominn tími á að endurraða eða bara raða skónum í þessum blessaða skáp. Ég keypti tvö hengi og eina grind... og allt er fullt. Þetta munu allt vera skór sem þörf er á að eiga og sem eru í "notkun". Reyndar eru tvenn stígvél þarna sem þurfa að heimsækja skósmið til að fá nýjan hæl. Svo er eitt par sem ég hef lengi spáð í að senda líka til skósmiðs til að lækka. Gullskórnir síðan á Date-ballinu í 9.bekk eru þarna líka, það er aldrei að vita nema það verði gullþema þegar Hildur verður þrítug! Svo eru nokkur pör af svörtum plain háhæla skóm, mig sem vantar alltaf skó til að vera í við pils. Kannski ætti ég að prufa annan lit. Svo eru líka fjögur pör af inniskóm í skápnum, en ég sakna samt skónna sem ég skildi eftir í Chile. Hræðilega ljótir en viðbjóðslega þægilegir.
En aftur að IKEA, ég keypti líka rúllugluggatjöld í herbergið mitt. Teppin sem hafa skylt nágrönnum mínum frá svefnbrölti mínu eru komin í þvottavélina og munu sennilega nýtast í sófaleti í framtíðinni. Svona í ljósi þess að eftir 2 vikur er ár síðan ég flutti hingað inn þá finnst mér þetta alveg kjörið. Valla, mamma og Ragna hafa reyndar ekki kvartað undan gluggatjaldaleysi og það hefur alls ekki truflað mig hingað til. Svo þegar þið komið aftur að gista þá getið þið rúllað upp og niður alveg eins og ykkur hentar!
Enn og aftur að IKEA, ég keypti líka litlar skálar í eldhúsið mitt, 12 stk á kostaverði. Djúpu diskarnir mínir eru svo groddaralegir að ég get eiginlega ekki boðið fólki upp á að borða úr þeim, öðrum en okkur Maríu. Ekki það að ég sé með matargesti daglega en ég er alltaf að skipuleggja mögurleg matarboð þótt ekkert verði úr því.
En ég elska að versla í IKEA- það er hægt að gera svo mikið þar fyrir lítinn pening. Ég er alveg búin að sjá hvernig mitt framtíðarheimili verður og það mun ekki kosta mikið- þeas innbúið :) Steypan er alltof dýr eins og staðan er í dag.
2 ummæli:
Hehe Gullþema þá hjá mér?
Getur ekki staðist!
En sammála þér með IKEA- algjör snilldarverlsun. Enda ófáar mulur frá þeim hér á mínu heimili.
Golden girl :)
IKEA er bara snilld
Skrifa ummæli