miðvikudagur, apríl 25, 2007

Gömlu góðu...

Ég fann þrjár gamlar filmur í geymslunni hjá mér þegar ég tók hana í gegn um daginn. Dóttirn stóð alveg á gati þegar ég reyndi að útskýra fyrir henni gamla mátann við að taka myndir, hún skildi ekki hvernig þetta virkaði :) en ég fór með þessar filmur í framköllun um daginn og sótti þær í dag. Flestar myndanna eru frá því ég fór til Flórída yfir áramótin 1999-2000. En nokkrar eru úr boði heima hjá ömmu, sennilegast frá því Dóra frænka útskrifaðist úr geislafræðinni. Þessi hér er tekin á Flórída rétt fyrir áramótin í miðborg Jacksonville

Valla Fuller, ég og Þórdís Lísa. Mér fannst ég svo feit á þessum tíma.

Ég gekk yfir þessa brú!!! Ég dó næstum því úr hræðslu á leiðinni. Úrslitaleik SuperBowl var nýlokið og vonlaust að fá far með báti yfir ána að bílastæðinu.

Ég á brúnni... ég var svo hrædd að ég gat ekki lagað hárið á mér. Valva og Lísa eru að spjalla saman og mér sýnist þetta vera Tom Fuller í baksýn

Ástfangna parið, mér fannst þau svo fullorðin þarna. Maja rétt að verða 24 ára og Beggi 28 ára. Þau eru samt ennþá jafn yndisleg!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega bara frábær mynd ha ha. Fyrir þá sem þekkja okkur hlæjið nú dátt.

En elsku litla systa innilega til hamingju með daginn. Þú ert líka yndisleg and we love you alot.

P.s ættum við kannski að borða saman í tilefni dagsins.

Kveðja Maja stóra systa og hinir vallarbúarnir

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn sæta skvís :)
Hafðu það sem allra best í dag!!!!
Knús á þig...

Alltaf gaman að finna gamlar myndir.... :)
Var einmitt að kíkja í gömul albúm um daginn OMG segi ég bara :)

Kv
Helga Björg

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Ásdís mín!!!!

já, það er alltaf gaman að finna svona gamlar myndir :-) Æðislegar myndir af þér.

Fyndið með gömlu filmurnar, hvað María Rún var hissa á því. Manni finnst það alveg ennþá vera bara venjulegt en svo fer maður að spá í það þá hefur maður ekki notað svoleiðis filmur í mörg ár. Voðalega líður tíminn!!

Knúsar og kossar úr Mosó
kv. Kolla

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn elsku Ásdísin mín!! Vonandi hefur þú það ofsalega gott í dag í heitapottinum og borðir yfir þig af góðum mat og nammi!! Þannig á að gera það á afmælisdaginn!!

Ég sé þig svo á morgun.. Hlakka til :)

Love u xxx

ps. Flott mynd af þér Maja :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið um daginn skvís :)