föstudagur, maí 18, 2007

Helgarfrí!!

Það er alltaf svo næs tilfinning þegar það er föstudagur, þó svo að mín bíði verkefni um helgina þá er það samt næs.. bara næs að þurfa ekki að vakna í stressi á morgun til að gera og græja okkur mæðgur fyrir komandi dag. --- Við skelltum okkur í ísbúðina og fórum svo á róló eftir skóla í dag, þegar ég var búin með ísinn áttaði ég mig á því afhverju ég er ekki brún mjóna. Á rólóvellinum sat ein mamma á hlýrabol og í kvartbuxum, sötrandi vatn og með sólarolíuna í töskunni sem hún tók upp annað slagið og skvetti hressilega á andlitið. Ég hef bara aldrei komist upp á lagið með það að þamba vatn í tíma og ótíma og hvað þá að vera á hlýrabol með sólarolíuna í annarri loksins þegar smá sólarglæta lætur sjá sig. --- En mig langar samt alveg hriklega á þennan LR- Henning kúr sem tröllríður Barnalandi, mig langar miklu frekar í hann heldur en að borða hollt og hreyfa mig. En ég enda sennilega bara á því sama og venjulega, borða óhollt, hreyfi mig lítið og kaupi mér föt sem passa. Ég er bara alltof "góð" við sjálfa mig til að nenna að tuða í sjálfri mér yfir aukakílóum. Eins hallærislegt og það er þá hafði ég nú mikið fleiri komlpexa yfir aukakílóum þegar ég var 55 kg heldur en ég hef í dag... "nokkrum" kílóum þyngri. --- Þrátt fyrir hvíta húð og aukakíló þá stefni ég á að vera pæja í vinnunni á mánudaginn, Guðrún gaf mér nefnilega hárblásara í afmælisgjöf í dag! Hárblásarinn minn dó fyrir alllöngu síðan og ég hef bara ekki leyft mér að splæsa í annann, einhvern veginn hef ég alltaf komist af án þess að blása hárið mitt, ég lifi bara í afneitun og skelli hárinu í teygju- þá þarf engan blástur. En nú verður bót í máli - ég verð blown away! Svo er bara að fjárfesta í sléttujárni, ég er sennilega ein á jarðríki sem á ekki sléttujárn - eins og með blásarann þá hef ég bara fundið mér leiðir til að sleppa því að nota það :) --- Tilgangslaust blogg með dash af skemmtileg heitum eða hvað....

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hressandi - að vanda ;)

Nafnlaus sagði...

Já mjög svo skemmtilegt og vá hvað ég skil þig, það er greinilega full vinna að vera pæja, stökkva út með sólarolíuna um leið og sést sólarglæta, þamba vatn í óendanlega miklu magni og vakna so fyrir allar aldir til að blása og slétta á sér hárið... Við erum nú ekkert smá heppnar að vera eins miklar pæjur og við erum þrátt fyrir litla fyrirhöfn... hehehe:p

Ásdís Ýr sagði...

Við erum náttúrulega bara mestu pæjurnar í bransanum :) Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir hinar að horfa á okkur og sjá hvað við erum flottar og þurfum ekkert að hafa fyrir því múhhahaha

Nafnlaus sagði...

Fyrstu dagana mína sem kennslukona vaknaði ég fyrir allar aldir til að sturta, blása, slétta, mála, velja föt og allt þetta.

En þetta var bara fyrstu tvær vikurnar eða svo...

Helga Björg sagði...

Ég þurfti allt í einu að fara að vakna tímanlega og hafa mig til fyrir vinnuna þegar ég byrjaði hjá Norðuráli... Mætti venjulega aðeins of sein á Flytjanda, ógreidd, ómáluð og í hettupeysu og einhverju þægilegu! haha... Eitthvað annað í dag!!!! Obbobbobb...

En ef þú vilt sléttujárn þá á ég eitt auka!!! ;) Get sko bara gefið þér það, hef ekkert við það að gera!

Nafnlaus sagði...

Ég er mætt í vinnuna, blásin og fín :)

En ef þig vantar að losna við sléttujárnið þá verðum við endilega í bandi Helga mín :)

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að blásarinn hafi komið að góðum notum - er alveg viss um að þú ert ennþá meiri pæja í dag heldur en vanalega!!

Ásdís Ýr sagði...

Ég var sko stórglæsileg í vinnunni í dag, fékk fullt af kommentum út á fína hárið :) Flestir héldu að ég hefði farið í klippingu...