sunnudagur, maí 20, 2007

Háskólinn Keilir

Iss piss, ég opnaði tölvupóstinn minn áðan og varð bara pirruð. Ég vildi óska að ég myndi nenna að búa á þessu svæði því og ætti meira eftir af skólanum en raunin er. Þarna uppfrá eru 100 íbúðir fyrir nemendur í HÍ, verðið á þeim er fáránlegt í það minnsta - eða bara ótrúlega hagstætt. Dýrasta íbúðin er á rúmlega 79 þús á mánuði en hún er með 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi, borðstofu og stofu. 3ja herbergja íbúð sem er 94 fm er á tæpan 50 þús kall. Ég er að borga talsvert meira fyrir 3ja herbergja 63 fm íbúð... reyndar á betri stað en I don´t care! Snilld að búa þarna uppfrá fyrir þá sem vilja :) Mæli með því að fólk skoði þetta www.keilir.net

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey, ég fór uppeftir til að skoða þessar íbúðir og svæðið. Örugglega fínt að búa þarna...en my oh my hvað þetta er amerískt ennþá. Eins gott að eiga amerískt rafmagnstæki! Og svo ég tali nú ekki um kakkalakkana sem hafa lifað góðu lífi þarna í fjölda mörg ár....