þriðjudagur, september 23, 2008

Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn

Eins of flestir horfði ég á Kompás í gærkvöldi. Ég var kannski ekkert sérstaklega sjokkeruð á þessu, enda hardcore lady.. djók. Mér fannst þátturinn alveg ágætur, ekkert meira en það. Mér fannst vanta meiri dýpt í umfjöllunina og meiri dýnamík í þáttinn sjálfan - svo var það blessuð kræklingaræktin sem kom á eftir sem drap alveg stemmninguna.
---
En umræðan í dag hefur mér þótt með eindæmum leiðinleg. Fólk eyðir þvílíkum tíma í að ræða um þessa blessuðu menn. Af hverju ræðir enginn handrukkun per se eða bara löggumanninn sem var vinnufélagi annars þeirra? Mér finnst það skipta miklu meira máli ...

4 ummæli:

Unknown sagði...

Er svo alveg sammála, fannst þetta reyndar fáránlega lélegur þáttur. Þeir kompás-menn voru með fínt efni hefðu þeir þorað að kafa dýpra..

Þessir aumingjar Benni og Raggi í einhverjum fórnarlambaleik.. Ég er bara pirruð yfir að hafa eytt tíma mínum í að horfa á þetta!!

Sá svo byrjunina á Kastljósinu í kvöld og ég verð bara að spyrja á hverju lögfræðingurinn hans Benna var á??!!

Nafnlaus sagði...

Ég sá reyndar bara seinni helminginn af fyrri hluta þáttarins og fannst þetta frekar grunnt hjá þeim!
Kræklingablaðrið í lokin missti svo algjörlega marks og þátturinn varð frekar asnalegur þegar það tók við...
Var að kíkja á Kastljós í gær, alveg nett furðurlegur lögfræðingur þessa Benna, allur á iði og ekki mjög traustvekjandi!

Nafnlaus sagði...

oki ég hef kannski ekki misst af miklu semsagt!

Helga Björg sagði...

Þessi þáttur var náttúrulega bara ömurlegur!!! Bjóst við aðeins meira djúsí efni frá þeim Kompásgaurum!
Þeir byrjuðu allavega ekki vel!

Virkar ekki alveg að setja svona á svið þar sem einungis annar aðilinn veit af myndavélunum! Glætan að Ragnar hefði talað eins og hann talaði ef engar vélar hefðu verið á svæðinu! Þá hefði málið verið allt annað held ég... Hann hefði örugglega ekki þorað að ögra honum og þá er ekki víst að Benni hefði ráðist á hann! Ekki það að maður fékk nú alveg nett í magann þegar hann var að reyna að hamra á hausnum á honum með hælnum!! Úff...
Vona bara að næsti þáttur verði betur unninn!!!
Var allavega ekki að virka fyrir mig...