sunnudagur, desember 21, 2008

SMS..

Stundum tek ég mig til og hreinsa til í símanum mínum og hendi út sms skilaboðum - sá sem kæmist í símann minn í dag kæmist í feitt. Ég hef ekki tekið til í inboxinu síðan fyrir ári síðan. Elstu smsin er frá 22.desember í fyrra. Sms skilaboð eru ótrúleg heimild um líf einstaklinga, sá sem myndi skoða minn síma myndi komast að öllu um mig - allt frá peningamálum til ástarmála.
---
Sumir senda alltaf bara sms, aðrir senda aldrei sms. Samt sem áður fær yfirleitt meira að flakka í smsnum hjá fólki heldur en í venjulegu samtali. Það er svo gaman að lesa í gegnum þetta og sjá heildarmyndina úr allri súpunni. Sumt vekur furðu, stundum er heildarmyndin svo flókin að maður skilur hana ekki og stundum hlær maður bara.
---
Spurning um að fara að henda út?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að hreinsa út er oft byrjun á nýju tímabili. Byrja upp á nýtt með óskrifað blað...

Ásdís Ýr sagði...

Svo rétt.. búin að henda út 1010 skilaboðum - bara 12 eftir :)

Nafnlaus sagði...

1010 skilaboð? sms eru stórhættuleg. gleðileg jól elskan, vonandi verður aðfangadagskvöld ljúft og notalegt með familíunni ;)

Ásdís Ýr sagði...

Jamms 1010 - síminn geymir endalaust hjá af hættulegum smsum :)

Við höfðum það rosalega notalegt í gær - vona að þið hafið líka haft það gott. Jólakortið er "aðeins" of seint á ferðinni :)