þriðjudagur, desember 09, 2008

Tótallí pointless

Helgin var frábær.. ég get ekki sofnað og hangi á netinu eins og maður á ekki að gera... en stal þessu af öðru bloggi:
---
Á fæðingarvottorðinu mínu stendur Ásdís Ýr Arnardóttir, ég er kölluð Ásdís eða Ásdís Ýr. Ég fæddist 27.apríl 1981 á stofu 6 á þriðju hæð Hérðashælis Austur Húnvetninga á Blönduósi. Ljósmóðirnir sem tók á móti mér hét Agatha og var nágranni minn, vinkona mömmu og mamma vinkvenna minna. Ég bý í Reykjavík í dag en hef búið á Blönduósi, í Mosfellsbæ og Keflavík. Ég með dökkt hár eins og Anna Sigga gerir það hverju sinni, alltaf mjög fínt þegar hún er nýbúin að sansa það. Ég er ekki með nein asnaleg göt á líkamanum fyrir utan hálfgróið tungugat sem ég fékk mér þegar ég var 16 ára, stuttu áður en ég lét flúra á mér mjóbakið. Engar freknur hafa látið sjá sig en fæðingarblettir eru of margir. Ég er rétthent og nota skó númer 40 á góðum degi.
---
Ég er matargat og elska að borða, upphaldið mitt er reykt svínakjöt, sveitamatur og nautasteik. Ef ég sukka þá fæ ég mér yfirleitt KFC eða Makka. Ég get drukkið óeðlilega mikið magn af kóki og kaffi en samt alltaf súper róleg :) Vatn og ávaxtasafi kemst sjaldan inn fyrir mínar varir.
---
Ég hef aldrei komið til Afríku en laug því samt í grunnskóla. Ég hef einu sinni lent í bílsslysi og fékk far í diskóbíl. Samt féll ég aldrei á ökurprófinu. Mér finnst föstudagar bestu dagar vikunnar og verð eirðarlaus á sunnudagskvöldum. Ég horfði mjög sjaldan á íþróttir í sjónvarpi nema landsleiki í handbolta.
---
Pæjan í mér vill demanta en íhaldasama stelpan vill perlur. Mér finnst unaðslegt að fara í bað en sturtan þarf yfirleitt að nægja þar sem ég á ekki baðkar. Ég syng í sturtunni ef enginn er heima og ég er að fara út á lífið. Ég hef sungið í ljósabekk fyrir aðra gesti sólbaðstofunnar. Ég er rammfölsk. Tannburstinn minn er appelsínugulur og hvítur, suma daga æli ég ef ég nota annað tannkrem en Sensodyne.
---
Ég er næturhrafn en þoli ekki að sofa frá mér daginn. Ég elska sumarið og hávetur ef það er allt á kafi í snjó. Ég vil hafa öll ljós kveikt, ef ég á ljósaperur í það. Sólarlagið er mitt.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega veit þessi manneskja sem þú stalst þessu af mikið um þig!!

:)


Hringdi í pósthúsið.. ekki furða að þessar tilkynningar rati ekki til mín, ég er skráð á skólavörðustíginn!! Þetta kalla ég góða þjónustu, að vera 2 vikum á undan áætlun :)

Þín Sunny

Nafnlaus sagði...

Svínakjöt er gott nautakjöt líka.

kvittun.

Ásdís Ýr sagði...

Æi þú veist - ég stal hugmyndinni :) En orkan í póstinum.. líst vel á þá!

- þú þarna nafnlausi, ég verð að vita hver þú ert. Unglingurinn, x-ið eða sá nafnlausi?

Nafnlaus sagði...

Já, nei. Þetta var bara ég, Gaui Litli. Var að googla svínakjöt og þessi síða kom upp.

kv.
Gaui litli.

Nafnlaus sagði...

takk fyrir helgina sæta :)

Ásdís Ýr sagði...

Takk sömuleiðis fyrir helgina sæta mín - prjónaskapurinn er að verða hættulegur :)

Gaui - labbaðu í skólann!