þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Að koma sér af stað...

... er fáránlega erfitt eftir langt helgarfrí. Ég tók mér frí á föstudaginn því brottför í ferðalagið góða var á ætlun milli kl. 12 og 14 á föstudag. Ég var auðvitað á síðasta snúning eins og stundum áður og með allt of mikið af farangri - nágrannakona mín spurði mig í fullri einlægni hvort ég væri að flytja þegar ég bar dótið niður. Hún skellti upp úr þegar ég sagðist bara vera á leiðinni í útilegu.
---
Örlítil seinkun var á áður auglýstri brottför en Súbbinn og Pattinn brunuðu frá Akranesi kl. 14.30. Tæpum klukkutíma síðar vorum við komin á áfangastað, ég fór sem sagt með Helgu minni og Gulla hennar að Varmalandi. Þar komu líka fjölskyldan hans Gulla og ljósavélin góða. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið með ókunnugu fólki en samt fundist ég ekkert ókunnug - enda kom á daginn að Gulli og co eru frá Þyrli í Hvalfirði en þar bjó Siggi hennar mömmu fyrstu árin sín og systir hans Gulla var í Tulsa með Jennýju, Jóa, Óla litla, Óla og Steingerði. Við Helga höfum verið alltof latar að gera eitthvað saman síðastliðin ár, miðað við að við vorum óaðskiljanlegar allan framhaldsskólann. Samt var bara eins og við höfðum ekkert misst neitt samband.
---
Við vorum mest á tjaldsvæðinu en fórum þó og skoðuðum Paradísarlaut og Glanna og skelltum okkur eina ferð í sund - potturinn var með þeim heitari sem ég hef kynnst, ég höndlaði hann ekki þrátt fyrir að vera þokkalega hott gella í dýrari týpunni af bikiní. Áður en við fórum heim í gær brunuðum við í Hreðavatnsskála og fengum okkur feitan borgara - við vorum náttla lítið búin að borða yfir helgina.
---
Helga, Gulli og þið öll hin þúsund þakkir fyrir frábæra helgi.

2 ummæli:

Helga Björg sagði...

Þessi útilega var náttúrulega bara dýrari týpan :) hehe...

Yndisleg helgi og takk æðislega fyrir skemmtilega versló! Alltof langt síðan við höfum gert eitthvað að ráði saman! :)

En eigum við eitthvað að ræða pottinn 44° thank u very nice!! Brjálæði... Spurning að athuga stöðuna af og til yfir daginn! En það bjargaði náttúrulega öllu að vera í dýrari týpunni af bikini! Ekki spurning ;)

Verðum í bandi skvísin mín og takk aftur fyrir frábæra helgi :)

Helga skagaskvís

Ásdís Ýr sagði...

Sömuleiðis - pottþétt dýrari týpan :)

Takk aftur fyrir frábæra helgi