föstudagur, ágúst 22, 2008

Lífið er ljúft

Hjá mér eins og hjá öllum öðrum skiptast á skin og skúrir í önnum hversdagsins. Undanfarið hafa verið frekar óþægilegir tímar, óvissa með ýmislegt og pirringur yfir öðru. En svo var eins og amma gamla hefði kippt í spotta. Framundan eru skemmtilegir tímar.
---
Ég er búin að fá stöðuhækkun í vinnunni sem þýðir afmarkaðra starf, mun skemmtilegra en það sem ég hef verið að sinna og er sambland af mínu námi og opinberri stjórnsýslu - sem mig hefur lengi langað að læra. Þegar ritgerðin er frá hef ég leyfi til að mennta mig á því sviði með vinnunni til að styrkja mína stöðu. Auk þess mun ég fá mjög góða vinnuaðstöðu, bara fyrir mig.
---
Fyrir stuttu var mér svo boðin kennsla í mínu gamla námi. Ég kenni eitt námskeið ein, helminginn af öðru og hluta af þriðja. Ég hef aðeins kennt með Hönnu minni en núna fæ ég svona "fullorðinskennslu" þar sem reynir á mig og mína þekkingu. Fyrir 6 árum síðan ætlaði ég að verða kennari - reyndar grunnskólakennari :)
---
Húsnæðismálin eru ennþá óleyst en ég hef einhvern veginn engar áhyggjur af þeim núna, ég veit að þetta reddast allt saman á endanum og ég flyt í litla kósý íbúð um áramótin - hvernig sem ég fer að því. Bílamálin eru leyst og við María verðum áfram á yndislega Súbbanum.
---
Það er rúm vika eftir af ritgerðarfríinu mínu og stefnan er á að ná að taka síðustu viðtölin fyrir ritgerðina á þessum tíma. Fjögur viðtöl hér í Reykjavík og 6-8 á Akureyri. Ég hlakka óstjórnlega til þegar ég fer með ritgerðina til að láta binda hana inn - mér finnst alveg yndislegt að það sé þarna einhvers staðar handan við hornið. Hanna mín er nú á ferðalagi með fræðilega hlutann og aðferðafræðina sem ég búin að púsla saman, næst fær hún drög að niðurstöðum. Svo er bara að púsla þessu öllu saman og skila!
---
Ég er bara ótrúlega sátt við lífið og tilveruna eins og hún er í dag.

3 ummæli:

Helga Björg sagði...

Vá hvað ég er stolt af þér elsku vinkona - hef nú alltaf haft ofurtrú á henni Ásdísi minni!
Þú ert svo dugleg og frábær, ekki skrítið að þú sért að fá stöðuhækkun!! :)
Finnst þetta allt saman alveg æðislegt og ég veit að íbúðamálin verða pís of keik :) :)
Þið mæðgur komið ykkur vel fyrir í notalegri & sætri íbúð, ekki spurning! :)

Sendi bara knús á þig og ég bjalla kannski barasta á þig á eftir vinnu... ætlaði að vera löngu búin að því!!! ;)
Knús og kossar í kotið!

Unknown sagði...

Æðislegar fréttir og gaman að lesa þennan pistil :D Svo auðvitað hlakka ég gríðarlega til að hitta þig um næstu helgi skvísípæj!

Nafnlaus sagði...

Ég er svo stolt af þér Ásdís mín og það kemur sko ekkert á óvart að þú sért að fá stöðuhækkun í vinnunni, þú gerir allt af svo mikilli ástríðu sem þú tekur þér fyrir hendur. Er ógeðslega stolt af þér og eins og ég hef alltaf sagt að þá átt þú sko eftir að ná hrikalega langt einn daginn..

knús á þig gamla vinkona. kv. vinkona þín sem er EKKI dugleg að hafa samband en hugsar oft til þín og hefur mikla trú á þér!!! Þín Kolla