miðvikudagur, október 29, 2008

Framundan..

...eru ef til vill skemmtilegir tímar, ég vil trúa því. Það eru mörg tækifæri framundan og galdurinn ku að vera að nýta þau til hins ýtrasta. Það hefur sjaldan verið eins mikið um að vera í félagslífinu hjá mér og nú, kannski er það vegna sífelldra áminninga um að þjóðin eigi að standa saman eða bara loksins sér fólk tilefni til að gera sér glaðan dag. Ég er búin að hitta mikið af skemmtilegu fólki, nýju og gömlu og ég hef sjaldan hlegið eins mikið. Á planinu er fullt af skemmtilegum hlutum, stelpudjamm, brjóstsykursnámskeið, sumarbústaður, afmæli og bara fullt...
---
Á sama tíma er ég mikið að hugsa, mikið að spá.. samt með það að markmiði að ofhugsa ekki hlutina :) Við María eigum eftir að búa hér á Eggertsgötunni í 2 mánuði í viðbót, við fluttum inn í tvistinn í mars 2003 að mig minnir.. Það er mikið frelsi fólgið í því að búa hér, María á vini á öllum hæðum og ég á Önnu mína rétt hinu megin við hornið. Þetta er yndislegt hús þrátt fyrir ljót gólfefni og lélega innréttingu :) Ég stóð mig að því í kvöld að horfa á kvöldhimininn og spá í því hvort hann væri eins fallegur í Grafarholtinu, eflaust - bara annað sjónarhorn.
---
Ég á eftir að sakna þess að búa í vesturbænum, hér er allt mitt en ég ætla að koma hingað aftur síðar. Mér finnst broslegt að hugsa til þess að þegar ég flutti í vesturbæinn átti það að vera tímabundið.. bara rétt á meðan ég kláraði Háskólann.. núna langar mig ekkert að fara héðan.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gaman að lífið leikur við þig á flestum vígstöðum þessa dagana :) sakn sakn yndið mitt!

Ásdís Ýr sagði...

Sakna þín líka knúsan mín :)