mánudagur, október 20, 2008

Mánudagur

Mánudagur til mæðu.. mikið langaði mig að gera ekki neitt í dag en það var víst ekki í boði. Ég var búin að vera óttalega öfugsnúin í dag, einfaldleikinn virkar eitthvað svo flókinn. Við vorum seinar á ferð eins og svo oft áður en settum persónulegt met.. það tók okkur 15 mínútur að vakna, græja nesti, íþróttaföt, ballettföt, bursta, borða og greiða. Andlitið mitt fór með í veskinu og hefur reyndar ekki enn verið sett upp..
---
Kuldinn er ekki mitt thing.. nema þá til að hanga í sumarbústað með hvítvín í heitum potti - með móðu á gleraugunum :) Mig langaði að reyna að troða mér í snjóbuxurnar hennar Maríu en ég lét mér nægja að pakka mér inn í dúnúlpuna mína, ég renndi upp í háls og setti hettuna á höfuðið, þar sló ég tvær flugur í einu höggi! Mér var hlýtt og enginn sá að hágreiðslan var í verri kantinum.
---
Ég er samt farin að hlakka til jólanna... ég hlakka til að hafa það notalegt með fullt af mat og góðu fólki. Aldrei þessu vant er ekkert á döfinni hjá mér í desember nema skila af mér einu námskeiði og jú ein MA ritgerð. Ég ætla að gera svo margt fyrir jólin, mig langar að baka og búa til konfekt ... og svo væri draumur ef mér tekst að draga Völluna í sumarbústað á aðventunni eins og við gerðum um árið. Stefnan er svo tekin á að borða 2ja ára skammt af jólasteikinni.. og enga aspassúpu þetta árið. Kannski er það kuldinn sem fær mann að hlakka til eða bara sú staðreynd að stutt er til jóla.. sem þýðir að stutt er í ritgerðarskil og flutninga... Það verður öðruvísi að búa í 113...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæl vinkona. ohh skil þig svo vel með þennan dag. Hrikalega var freistandi að kúra lengur í morgun!
En hvað segirðu, bara á leiðinni í 113?
verðum í bandi...

Ásdís Ýr sagði...

Sæl mín kæra :) Jamms ég er að fara að flytja í Grafarholtið... tek víetnömsku leiðina á þetta og flyt til mömmu og Sigga í nokkra mánuði..

Ásdís Ýr sagði...

Sæl mín kæra :) Jamms ég er að fara að flytja í Grafarholtið... tek víetnömsku leiðina á þetta og flyt til mömmu og Sigga í nokkra mánuði..

Helga Björg sagði...

Ohhh sjæsen hvað það er orðið kalt!! Ég býð eftir að mín dúnúlpa komi til landsin, get ekki beðið! :)
En já það styttist í jólin... ég er svo dugleg að ég er byrjuð að kaupa jólagjafir og ákveða nánast allar hinar! hehe.... ætla að eiga rólegan og ljúfan desembermánuð eins og síðast! :)

Og 113 er BARA cool - eigið örugglega eftir að hafa það sérdeilis prýðilegt!! :)

Sjáumst vonandi fljótlega.....

Nafnlaus sagði...

Ohh ég vildi að ég væri komin svona langt í jólapælingum.. mínar eru enn bara í anda :)

Það vera bara töff að búa í 113... spurning um að rifja upp gamla takta á auðum bílastæðum - til í rúnt??

Svo er líka helmingi styttra á milli okkar þegar við verðum komnar uppeftir..

Verðum samt að hittast fljótlega, í góðan kaffi eða eitthvað sæta mín

Nafnlaus sagði...

Velkomin í sveitina :) þetta segja allir við mig þegar ég segist eiga heima í Grafarvoginum :) gott að vera í sveitinni. :) já hvað er málið með kuldann, arg... lopahúfan, lopapeysann allt í gangi bara :) og já ... ég væri til í einn dag þar sem maður myndi ekki gera neitt og ekki hugsa neitt....
kv Kidda

Nafnlaus sagði...

Takk Kidda mín.. það er aldrei að vita nema ég renni mér yfir brúna og kíki á þig þegar ég verð loksins flutt .. núna verður alla vega ansi stutt á milli :)

Mig hefur sjaldan langað eins mikið í gamla Kraftgallann eins og undanfarið, mér er alltaf kalt.. svona útilegukalt á nefinu.

Við eigum "ekki neitt dag" inni - þegar allar lokaritgerðir og nám verður að baki .. já og betra öruggara starfsumhverfi hjá sumum