sunnudagur, mars 11, 2007

Dugleg spelpa!

Nú er sunnudagur.. styttist í að hann verði búinn og aldrei þessu vant hef ég náð að afreka eitt og annað um helgina. Verið alveg róleg, ég var ekki að djamma svo ég afrekaði enga skandala á því sviði- enda löngu hætt svoleiðis :)
---
Á föstudaginn sótti ég Maríu snemma í skólann, við þöndum sportarann og drifum okkur í Hafnarfjörðinn og sóttum hina prinsessuna mína hana Önnu Maríu á leikskólann. Að sjálfsögðu byrjaði hún að tala áður við mæðgur náðum að komast alveg inn á deild til hennar og hún spjallaði non-stop alla leiðina heim til sín. Hún er svo mikil rófa, hún sagði mér að hana langaði að mamma sín ætti alveg eins bíl og ég! Reyndar á Maja tæknilega bílinn en ég var ekkert að útskýra það fyrir henni. En henni fannst bíllinn ógisslega flottur!
---
Heill her kvenna með Ottó í hægri síðunni bakaði svo pizzu heima hjá Maju. Maja rifjaði upp flotta pizzugerðartakta frá Western fried og henti deginu fagmannlega í loftið til að fletja það út. Beggi og Siggi komu svo tímanlega í pizzuátið og líkaði bara nokkuð vel, Maja átti reyndar stærsta heiðurinn af þessu öllu saman. Ég henti áleggi á eina pizzu, og Maja gerði eiginlega rest :) Enda hefur hún reynsluna og er því best í þessu! Við María hengum svo hjá Hafnfirðingunum okkar fram eftir kvöldi en drifum okkur svo heim áður en möguleiki var á barnaverndarstarfsmönnum í eftirlitsferð um bæinn... segi svona.
---
Á laugardaginn vaknaði ég á undan Maríu sem gerist mjög sjaldan um helgar, María kom fram að horfa á barnaefnið um hálf níu leytið og ég sat og las Skugga-Baldur í sófanum á meðan. Stutt og fín bók, ég hefði sennilega ekki lesið hana nema af því ég þarf að gera það vegna vinnunnar. Ég náði að klára verkið áður en prinsessan fór í balletskólann. Á meðan hún var í ballett brunaði ég í Hagkaup og keypti mér nýjar svartar buxur- sem betur fer voru til eins buxur og ég keypti um daginn. Ég stökk því bara á rekkann, tók rétt númer og beið í röðinni til að borga. Hinar buxurnar sem ég keypti um daginn urðu fyrir því óláni að hlaupa vel í þvottavélinni, tóku góðan sprett! og ég fattaði það á laugardagsmorgun og þurfti að nota þær í vinnu seinni partinn.
---
En jæja, áfram með dugnaðinn. Við mægður skelltum okkur svo heim eftir ballettinn og tókum til í tösku fyrir prinsessuna því hún var að fara í gistingu til Ingu. Hún var voðalega spennt og velti því mikið fyrir sér hvort hún og Brynhildur fengju að sofa á dýnu í sjónvarpsherberginu eða hvort Brynhildur myndi lesa fyrir hana í rúminu hennar. Svo gott að eiga stóra frænku! Á meðan stubbann var hjá Ingu fór ég að vinna. Ég, Guðrún og Sunnefa höfðum lofað okkur í vinnu á árshátið Símans í Laugardalshöll. Þvílík keyrsla og mikið af fólki.. rétt um 1300 manns. Undir lok kvöldsins var ég orðin nokkuð sleip í að ganga hratt, mjög hratt, með þrjá diska út í sal. Nokkuð stolt af því sko- ég missti engan! var nálægt því í tveimur ferðum.. en slapp
---
Vinnan var búin og ég á heimleið um hálf tvö í nótt, fæturnir voru alveg að gefa sig - mér hefur sjaldan langað eins mikið í sjálfskiptan bíl og í nótt. Helv.. kúplingin, það var svo vont að stíga á hana. Ég stoppaði í klukkubúðinni í Lágmúla á leiðinni heim, náði mér í snakk, kók og dvd. Ég keypti kók og tók með mér heim- eitthvað sem ég hef ekki gert í tæpan mánuð. Ég hlammaði mér svo í sófann með sæng og skellti myndinni í spilarann góða.
---
Þegar ég vaknaði í morgun lá beinast við að smella á "resume film" þar sem ég steinsofnaði áður en myndin byrjaði að nokkru viti í nótt og ég var ennþá í sófanum með snakkið og alle græjer þegar ég vaknaði. Þar sem klukkan var bara rétt um níu ákvað ég að horfa á myndina. Bara nokkuð góð ræma á ferð. Í hádeginu hringdi ég svo í Kollu og óskaði henni til hamingju með prinsinn sem átti afmæli um daginn, búin að ætla að gera það í rúma viku en lét verða af því í dag. Þegar símtalinu var lokið skellti ég mér í jakka og skó og vopnuð skólatösku og taupoka með fullt af bókum fór ég út.
---
Núna, nokkrum klukkutímum seinna er ég nánast búin með aðferðafræðikaflann í MA ritgerðina mína, bara oggupons eftir. En harðsperrurnar í höndunum, fótunum, bakinu og náranum eru á undanhaldi. Ég hélt ég væri að endulifa harðsperrurnar á Þorrablótinu á Akureyri, svona er þegar maður er í svona góðu formi! Jamms, manni hefnist letin og aðgerðaleysið þegar maður hreyfir sig loksins eitthvað- og ég tala nú ekki um hreyfingarnar sem maður er ekki vanur!
---
Nóg af öllu monti, ég hefði nú átt fríhelgi þannig séð ef ég hefði verið duglegri undanfarið... Það kemur að því að ég eigi fríhelgi- einn daginn!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugleg!!

Nafnlaus sagði...

Danke.. Er það Pólland- Tékkland- Slóvenía- Króatía 2009??

Nafnlaus sagði...

Dugnaðurinn í þér! En hvað er málið með Pólland- Tékkland- Slóveníu og Króatíu 2009???

Nafnlaus sagði...

Já maður var ansi þreyttur eftir þetta kvöld, ágætis líkamsrækt samt ;)
En ég spyr eins og Hildur - hvað er Pólland- Tékkland- Slóveníu og Króatíu 2009 ?????

Ásdís Ýr sagði...

@Hildur og Guðrún- Við Sunnefa vorum að spá í því í gríni eða alvöru að fara í ferðalag um austur Evrópu einn daginn...

Nafnlaus sagði...

grín?? þetta er sko ekkert grín.. við ætlum að leggja undir okkur austur-evrópu.. jah eða leggja land undir fót.. eða þið vitið..

Djö erum við duglegar að plana árið 2009 og uppúr.. En eigum við að dansa um helgina??

Nafnlaus sagði...

Já ég sá að þú varst komin í ekkert smá mikla æfingu við að labba hratt, alveg skýstrókur á eftir þér um salinn;) Brjálaður dugnaður í þér gells, kannski þú getir smitað þessum dugnaði á milli hæða...heheh;)

Nafnlaus sagði...

@Sunny- ég er sko til í dans eftir árshátíðardæmið á laugardaginn..

@Anna Rut-... dugnaðurinn bara kom, ég skal reyna að senda til þín smá skammt :)