föstudagur, mars 02, 2007

Fremtiden!

Oohhh, ég þoli ekki að vera orðin fullorðin og þurfa að taka ákvarðanir um framtíðina... Hvar á ég að búa? Í hvaða skóla á María að fara næsta haust? Hvað á ég að gera þegar ég er búin með skólann? Á ég að halda áfram að læra eða fara að vinna? Mér finnst ég þurfa að taka svo mikið af ákvörðunum núna að ég er ekki að höndla það... Framtíðarheimilið okkar Maríu, hvar á það að vera? Mig langar að búa í vesturbænum áfram, við fluttum hingað haustið 2002 og ég er orðin samgróin Suðurgötunni og stóra hringtorginu. En eins og fasteignamarkaðurinn er hérna í dag þá er það mjög svo fjarlægur möguleiki að ég geti keypt hérna. En svo langar mig stundum að flytja út á land, ódýra húsnæði og rólegra umhverfi.. og lítið af fólki sem þekkir mann. Stundum langar mig að flytja til Akureyrar og stundum til Skagastrandar.. ólíkir staðir :) En þá kemur stóra spurningin, hvað á ég að vinna við þar?? Það er sennilega meiri möguleiki á góðri stöðu á Akureyri en... ef við búum á Akureyri eigum við þá ekki eftir að sakna allra í Rvk??? Skólinn hennar Maríu.. hún er að klára fimm ára bekkinn núna. Ef ég læt hana hætta í Landakoti og fara í Melaskóla þá finnst mér ég tilneydd til að koma mér í húsnæði hérna í vesturbænum næsta sumar... með góðu eða illu svo hún geti verið í Melaskóla eitthvað áfram. Helst vil ég að hún verði í sama skólanum þar til hún verður 16 ára. Tvær af stelpunum í hennar bekk hætta í Landakoti og fara í Vesturbæjarskóla. Það er margt sem ég er óánægð með í Landakoti en margt sem ég er ánægð með. Auk þess finnst mér það skipta miklu máli hvar við mæðgur endum haustið 2008. En hvað á ég að gera þegar ég er búin með MA prófið... á ég að halda áfram og klára náms- og starfsráðgjöfina, eða fara í dipl. í opinberri stjórnsýslu eða jafnvel hætta þessu skólaveseni og fara að vinna??? og hvar á ég þá að fara að vinna... Hvað á ég að gera?? Reykjavík vs landsbyggðin? Landakot vs Melaskóli? Skóli vs vinna?

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætla mér ekki að rökstyðja en ég segi af eigingjörnum ástæðum:

Reykjavík

Landakot

hmmm.. bara skóli (Þá getum við verið saman í Háskólanum :)

Nafnlaus sagði...

æi, ég hefði nú alveg getað rökstutt....

Reykjavík, því ég vil ekki að þú farir frá mér.

Landakot, því ég hlakka svo til að tala spænsku við Maríu.

og skóli af þeirri ástæðu sem ég sagði áðan....

Eins og ég segi, mjööööööög eigingjarnar ástæður!

Nafnlaus sagði...

úff... ekki mundi ég vilja þurfa að taka allar þessar ákvarðanir! En þú verður bara að muna að hvaða ákvörðun sem þú tekur er rétta ákvörðunin! Og svona aðeins út í væmnina.. Láttu hjartað ráða og gerðu það sem þig langar til.. wow.. væmna ég!
Sjáumst á sunnudaginn! :)

Ásdís Ýr sagði...

- Sunny... Takk fyrir að vilja ekki losna við mig :)

- Anna María.. Takk fyrir væmnina, hún er nauðsynleg, gaman að sjá þig í dag :)

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég skil þig... Þetta er nákvæmlega það sem ég er að hugsa þessa dagana og spyrja mig hvenær er maður eiginlega tilbúin til að verða fullorðin, ég er það allavega ekki alveg strax:S

En mér líst vel á að þið mæðgur verðið næsta vetur á Eggerstgötunni, María fari í Melaskóla með Lovísu og svo flytjiði norður til Akureyrar sumarið 2008....hehehe;) Ég er að setja mikla pressu á hann Helga minn um að flytja norður þegar hann verður búinn og Lovísu fyndist það nú ekki slæmt ef María væri líka að flytja til Akureyrar;)

Bara svona hugmynd...heheh;)

Nafnlaus sagði...

Danmörk er málið... þú yrðir heavy flott þar og dóttir þín á góðum aldri að læra nýtt tungumál sem svo myndi bara verða plús í framtíðinni. Nú svo eru pulsur líka svo afar vinsælar í DK ;)

Nafnlaus sagði...

ég er að sjálfsögðu jafn eigingjörn og sunny og vill bara hafa þig í vesturbænum :)
skil þig samt vel að vera ekki viss um að vilja fara meira í háskólann, átt nú bara 20 ára námsferil að baki þér!
annars ertu svo dugleg að þú verður frábær í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur!!
hjálpaði þetta ekki mikið ;)

Ásdís Ýr sagði...

- Anna Rut.. hehe góð hugmynd. En ertu eitthvað farin að kíkja á vinnu fyrir norðan? Ég er svo hrædd við það að maður fái enga vinnu ef maður fer út á land..

- Fannsan.. þú trúir því ekki hvað ég hló mikið þegar ég las þetta!! Pylsur í DK... pylsurnar norðan heiða vilja eru alla vega ekki bornar fram í brauði!

En DK, jamms það var planið einu sinni. Fyrst ætlaði ég að taka BA gráðu í USA- en varð ólétt.. svo ætlaði ég í MA nám í Sverige eða DK en það gekk ekki eftir... og í dag veit ekki hvað ég ætti að gera í DK- ég nenni ekki í skóla þar :(

Ásdís Ýr sagði...

- Guðrún.. Úps, ýtti aðeins of snemma á Publish

Það er nú gott að vita að þið viljið ekki losna við mig :) Takk fyrir hlý orð..

Nafnlaus sagði...

chile?

Ásdís Ýr sagði...

Chile?? Ekki núna..

Nafnlaus sagði...

Klárlega Akureyri. Kemur bara í haust, tekur þér ársfrí frá skólanum. Hver veit nema maður geti reddað þér vinnu hehehe *blikk blikk*.

Nafnlaus sagði...

Landsbyggðin:):) Hjá Mæju systir, maður er svo lengi að keyra þangað að þetta er nú algjörlega landsbyggðin.
Skóli skóli skóli... menntun er máttur:):)
Fab4 hittingur á næstunni, er komin með alvarleg fráhvörf, þarf á saumaklúbbi að halda.

Helga Björg sagði...

Þú ert alltaf jafn frábær og klár saman hvað þú ákveður... getur allt, hefur sýnt það og sannað!! :)

En ég get nú ekkert dissað landsbyggðina þar sem ég bý núna á Skaganum! Fékk miklu betri vinnu þar en ég var með og hefði fengið í bænum held ég svei mér þá...
Það er alltaf hægt að prófa, gefa þessu eitt ár. Sama hvað þú ákveður að gera! :)

En að sjálfsögðu væri best að hafa þig nálægt höfuðborginni! :) :)
En Akureyri væri líka alveg að virka, gæti heimsótt þig og Birnuna mjög reglulega... ;)
Svo stutt að fara sjáðu!!! híhí...

En já annars bið ég bara að heilsa Dísa skvísin mín!
Verðum að fara að hittast aftur... very soooooooooon!!!!!!!

Nafnlaus sagði...

@Valla- ...Akureyrin heillar, ég verð að viðurkenna það :) en ég get ekki tekið mér pásu í skólanum því þá myndi ég ekki halda áfram...

@Erla Perla- hahaha Maja býr í sveitinni :) Ég ætla að klára þetta sem ég er í núna og svo bara bara bara veit ég ekki...

En við verðum að fara að hittast allar Fab4, borða saman eða eitthvað

@Feykirófan- Takk fyrir það Helga mín. Þú ert náttla orðin dreifbýlistútta :) Ég held að ég verði in þe sittí svo við verðum að nýta það .. hittumst fjótlega og gerum eitthvað skemmtilegt