þriðjudagur, mars 20, 2007

Táknrænt eða hvað?

Nóg af árshátíðarpælingum, alvarlegri málefni taka við! Síðustu dagar Alþingis voru viðburðarríkir líkt og venjulega fyrir þinglok. Sameining HÍ og KHÍ varð að lögum á föstudaginn þrátt fyrir að samstaða ríki ekki um endanlega framkvæmd, minnilhlutinn í menntanefnd setti fyrirvara þess efnis í greingargerð sína og tók það fram að sameiningarferlið gæti gengið til baka. Það verður spennandi að sjá hvernig staðan verður 1.júlí 2008. En Ágúst Ólafur náði loks frumvarpi sínu í gegn um afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum, miklar umræður voru um það á kaffistofunni í vinnunni í gær.
---
Afbrotafræðiprófessor vildi meina að aðgerðin væri fyrst og fremst táknræn, hún markaði tímamót fyrir þolendur kynferðisofbeldis en hefði ekkert vægi réttarfarslega. Hann taldi að sakfellingum myndi ekki fjölgja því sönnunarbyrðin verður enn erfiðari eftir því sem lengra líður frá broti. Hann kom með nokkra áhugaverða punkta um þetta, er hætta á því að málsmeðferð dragist nú enn meira en þekkt er? Hverra hagsmuna er verið að gæta, er það endilega það besta í stöðunni fyrir fullorðinn einstakling sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi í æsku að taka málið upp og mæta ofbeldismanninum? Er ekki hætta á því að fólk "geri ekkert" í málunum fyrr en seint og síðarmeir þegar það hefur nógan tíma? Mér finnst þetta allt vinklar sem vert er að skoða.
---
Annar félagsfræðiprófessor taldi rétt að afnema alla fyrningafresti á brotum ef "alvarleikinn" á að segja til um það. Hver á dæma um alvarleika hvers brots? Minniháttar líkamsárás getur haft djúpstæð áhrif á einstakling til lengri tíma á sama hátt og kynferðisbrot, þó það sé ólíklegt þá er það mögulegt. Eru kynferðisbrot jafn alvarleg og morð og landráð, sem eru samkvæmt kaffistofunni einu brotin án fyrningar? Til hvers erum við með fyrningarfresti á brotum yfir höfuð?
---
Flestir voru sammála afbrotafræðiprófessornum að þessi aðgerð væri fyrst og fremst táknræn, hún hefði ekkert gildi annars. Hvað finnst ykkur?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ

Við stelpurnar vorum að hugsa um að hittast á laugardaginn, ég er að vinna til fimm en er svo laus, hvernig er staðan hjá þér ? Yrði gaman ef þú kæmist með :)
kv. Kidda

Ásdís Ýr sagði...

Ég þarf að tékka á þessu, ég væri sko meira en til í að hitta ykkur. Ég læt ykkur vita.

Nafnlaus sagði...

Sæl sæta,
hvernig lýst þér á hitting um kvöldmatarleytið á laugardaginn næsta á veitingastaðnum Ítalíu?