fimmtudagur, mars 29, 2007

Páfagaukaráðgjafi, Götusmiðjan og dautt hold

Upp, Upp, Upp, DUGLEG! Ég horfi á Kastljósið áðan og gat ekki annað en fengið verulegan kjánahroll þegar páfagaukaráðgjafi kenndi páfagaukaeiganda að leysa hegðunarvandamál páfagauksins. Jú, það mun vera svo að það eru ekki til óþekkir eða bara leiðinlegir páfagaukar, vandinn stafar af umhverfinu. Allt er nú til!
---
En svo er það blessuð Götusmiðjan, hún fer á götuna 1.júlí nk og búið er að segja öllu fólki upp störfum. Húsakynni Götusmiðjunnar á Akurhóli hafa alla tíð verið í lamasessi, heilbrigðisyfirvöld gáfu undanþágu fyrir starfseminni. Pælið í þessu, ríkið á Akurhól og Götusmiðjan færir starfsemi sína þangað frá Árvöllum þar sem húsin voru hin ágætustu. Nálægðin við Reykjavík skapaði helstu vandamálin þar. Þegar Götusmiðjan fór á Akurhól var lofað gulli og grænum skógum af hálfu hins opinbera en nú hefur komið á daginn að það hefur ekki gengið eftir.
---
Mér þykir alltaf svolítið vænt um Götusmiðjuna síðan ég var að vinna þar í den. Launin sem ég fékk voru hálfgert grín en vinnan var svo skemmtileg og ég lærði svo mikið þar. Sérstaklega lærði ég mikið af Mumma og eftir því sem ég lærði meira í náminu ígrundaði ég betur það sem ég lærði af honum. En vera í Götusmiðjunni mótaði mig mikið meira en ég held að mig gruni, BA ritgerðin mín varð til vegna einstaklings sem ég kynntist þar. MA ritgerðin mín er í raun sjálfstætt framhald af BA ritgerðinni.
---
En svo er það tönnslan mín. Ég er lúði, algjör lúði. Hún systa mín hló. Á mánudaginn fór ég með kjarkinn í 5.gír inn á tannlæknastofuna til að láta taka síðasta endajaxlinn. Ég hélt að þetta væri nú lítið mál því hún Anna mín væri svo klár. En ég gleymdi að taka hræðsluna í mér inni í reikninginn. Alla vega eftir að Anna og mamma hennar voru búnar að reyna að deyfa mig í klukkutíma gafst hún upp. Hún sagðist aldrei hafa tekið þetta í mál hefði hún vitað að ég þyrfti að koma "edrú". Hún sendi mig heim eftir einni Dísu og lét mig koma aftur. Þegar ég kom aftur var þetta lítið mál, tók rétt um 20 mín með öllu... og ég nokkurn veginn út úr kortinu. Hún sagðist kunna mikið betur við mig í þessu ástandi. Tek hana á orðinu, ég ætla aldrei aftur að mæta edrú til hennar!
---
En mér er ennþá illt í munninum, ég fékk panikkast í dag og var alveg viss um að jarðaför mín væri á næsta leyti. Ég hringdi í tannsa, Sunnefa tékkaði á múttu sinni og ég endaði á Læknavaktinni. Niðurstaðan var sú að nokkur bið verður á jarðaförinni, óbragðið sem ég finn í munninum er víst fullkomlega eðlilegt... dautt hold er víst ekki gott á bragðið. Mig langaði að æla á lækninn þegar hann sagði þetta við mig, dautt hold! Ég er alla vega orðin fíkill í munnskol, ég nota eitt kvölds og morgna og svo annað nokkrum sinnum yfir daginn, því hitt má bara nota tvisvar á dag.
---
Nóg af tuði, Vallan mín kemur með loftfari frá Akueyrinni á morgun. Hlakka til að knúsa kellu!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég skil þig vel. Ég þoli enga tannlækna .... ég hélt að ég myndi ekki komast úr stólnum þegar hann tók minn fyrsta endajax. Þvílíkur sársauki, eignast barn,,,, nei nei ekkert mál, tannsi, ALDREI AFTUR.....
kv. Kidda :)